Fara í efni

Heilsueflandi samfélag í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lagt fram sýnishorn af samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embætti landlæknis. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embættis landlæknis.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Lagður fram samningur um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embætti landlæknis. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Bæjarráð lagði á 7. fundi sínum til við bæjarstjórn að samþykkja samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embættis landlæknis.
Bæjarstjórn samþykkir samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embættis landlæknis.
Getum við bætt efni síðunnar?