Fara í efni

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

7. fundur 19. janúar 2023 kl. 16:15 - 20:02 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skóla- og fræðslunefnd - 4

Málsnúmer 2301001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Tillögu skóla- og fræðslunefndar undir fyrsta lið fundargerðar vísað til umsagnar til skólastjóra Leikskólans í Stykkishólmi. Að öðru leyti er fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 6

Málsnúmer 2212003FVakta málsnúmer

Lögð fram 6. fundargerð skipulagsnefndar.
Fundargerð framlögð.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26

Málsnúmer 2212004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 26. afgreiðslufundar byggingafulltrúa.
Fundargerð framlögð.

4.Umsókn um lóð - Laufásvegur 19

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Bárður Eyþórsson sækir um lóðina Laufásvegur 19.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Bárði Eyþórssyni lóðina Laufásvegi 19.
Fylgiskjöl:
Sigurbjartur Loftsson kom inn á fundinn.

5.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Sigubjartur Loftsson kemur til fundar við bæjarráð til að ræða hugmyndir sínar um lóðarframboð og framtíðaruppbyggingu í Stykkishólmi.
Sigurbjartur Loftsson kom inn á fundinn og gerði grein fyrir sínum hugmyndum um lóðarframboð og framtíðaruppbyggingu í Stykkishólmi og svaraði spurningum.
Sigurbjartur vék af fundi.

6.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða,(orkuskipti)

Málsnúmer 2212019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk.
Framlagt til kynningar.

7.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 791997 (aflvísir)

Málsnúmer 2212020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir).

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk.
Framlagt til kynningar.

8.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagt fram fjárhagsyfirlit vegna framkvæmda við færslu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi ásamt samantekt á áföllnum kostnaði miðað við áramót, en upplýsingarnar voru sendar sveitarfélaginu 30. desember 2022. Endurskoðandi sveitarfélagsins mælist til þess að kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasýslunni í lok árs 2022 verði færð til bókar í ársreikningi 2022.
Framlagt til kynningar.

9.Framlag úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna umsóknar um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs vegna aðgengismála við Íþróttamiðstöðina á Stykkishólmi, en fjármagnið var nýtt til uppsetningar stólalyftu í Íþróttamiðstöð Stykkishólms til móts við framlag sveitarfélagsins.
Framlagt til kynningar.

10.Samkomulag um kjarasamningsumboð

Málsnúmer 2301008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar undirritað kjarasamningsumboð.
Framlagt til kynningar.

11.Fundargerð Lista- og menningarsjóðs

Málsnúmer 2003005Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar lista- og menningarsjóðs sem fundaði 10. janúar sl.
Framlagt til kynningar.

12.Svarbréf vegna fyrirspurnar ráðuneytis um stöðu barns - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Mennta- og barnamálaráðuneyti til sveitarfélagsins um stöðu barns, skv. 4. gr. grunnskólalaga, ásamt svarbréfi sveitarfélagsins og fylgigögnum.

Málið var tekið til umfjöllunar á 4. fundi skóla- og fræðslunefndar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar til skólastjóra.

13.Betri vinnutími leikskólans

Málsnúmer 2211048Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt á athugasemdum foreldra vegna lokunar leikskólans í dymbilviku 2023. Einnig er lagt fram fylgiskjal frá foreldri sem lýsir fyrirkomulagi leikskóla í Uppsölum í Svíþjóð þar sem vísað er sérstaklega til bls. 4. Þar að auki eru viðbrögð leikskólastjórnenda við athugasemdum lögð fram.

Málið var tekið til umfjöllunar á 4. fundi skóla- og fræðslunefndar og er bókun nefndarinnar jafnframt lögð fram.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi gögnum til vinnu við styrkingu leikskólastigsins.

Að öðru leyti eru fyrirliggjandi gögn lögð fram til kynningar.

14.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem borist hafa við skipulagslýsingu fyrir Skipavíkursvæðið.
Framlagt til kynningar.

15.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem borist hafa við skipulagslýsingu vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda. Engar athugasemdir bárust frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Framlagt til kynningar.

16.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Þorrablóts

Málsnúmer 2301014Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar Magnúsar Inga Bæringssonar f.h. Þorrablótsnefndar 2023 um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Þorrablóts sem halda á í Íþróttamiðstö Stykkishólms, Borgarbraut, 340 Stykkishólmi 4. febrúar 2023.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Þorrablóts sem halda á í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, Borgarbraut, 340 Stykkishólmi 4. febrúar 2023.

17.Heilsueflandi samfélag í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810029Vakta málsnúmer

Lagt fram sýnishorn af samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embætti landlæknis. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embættis landlæknis.

18.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis - Samningur við Mostra um uppbyggingu á aðstöðu

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Fulltrúar golfklúbbsins Mostra komu til fundar við bæjarráð, á 6. fundi ráðsins, og ræddu stækkun á húsi Golfklúbbsins Mostra m.a. með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti.

Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra gerðu grein fyrir hugmyndum sínum. Bæjarráð tók jákvætt í hugmyndir félagsins um aðkomu sveitarfélagsins að stækkun húsnæðis og fól bæjarstjóra að leggja drög að samkomulagi um framkvæmdina fyrir bæjarráð til 3ja-4ja ára.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda um málið með Mostra á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

19.Auglýsing byggingarlóða á grunni deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.

Málsnúmer 2301013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur til að Aðalgata 5A og Austurgata 6A verði auglýstar lausar til úthlutunar í samræmi við reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

20.Refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar og gögn í tengslum við refa- og minkaveiðar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarritara ganga frá samningi vegna refa- og minkaveiða í sveitarfélaginu á grundvelli fyrirliggjandi gagna í samráði við landbúnaðarnefnd.

Bæjarrráð vísar drögum að reglum um refa- og minkaveiðar í sveitarfélaginu til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd og felur bæjarritara að vinna með nefndinni að gerð þeirra.

21.Málefni Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2208023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar um vinnufyrirkomulag við Stykkishólmshöfn og tillögur, en skýrslan hefur verið í vinnslu frá apríl 2022 eða áður en nýr hafnarvörður tók til starfa í maí 2022.
Bæjarráð vísar skýrslunni og tillögunum til umfjöllunar og umsagnar í hafnarstjórn. Bæjarráð leggur áherslu á að engin breyting er fyrirhuguð á opnunartíma hafnarinnar næsta sumar.

22.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Nafn

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Enn á ný er lögð fram umsögn Örnefnanefndar um þær átta tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag sem bæjarstjórn samþykkti að senda til umsagnar nefnarinnar á 2. fundi sínum 30. júní 2022. Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu. Íbúafundurinn fór fram 5. desember sl.

Forseti bæjarstjórnar gerði, á 7. fundi bæjarstjórnar, grein fyrir að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

23.Aðalgata 20 - Breyting á notkun mannvirkis

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á notkun eignarhluta á Aðalgötu 20 úr skrifstofu í íbúð ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa um túlkun á skipulagsskilmálum fyrir lóðina og frekari gögn.

Skipulagsnefnd hafnaði, á 6. fundi sínum, umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á skilgreiningu í deilskipulagi úr "þjónusta" í íbúðarhúsnæði. Jafnframt hafnar nefndin fyrir sitt leiti að gerð verði breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð óskar eftir lagalegu minnisblaði vegna málsins til viðbótar við minnisblað skipulagsfulltrúa. Þar til það liggur fyrir er afgreiðslu málsins frestað.

Vegna þess tíma sem liðinn er frá því að erindið var sent til sveitarfélagsins leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarráði verði falið fullnaðarumboð til ákvörðunar vegna málsins þegar minnisblaðið liggur fyrir.

24.Austurgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2211047Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Rerum ehf., f.h. Helga Björgvins Haraldssonar, um leyfi fyrir svölum á suðvesturhlið Austurgötu 6 ásamt frekari gögnum. Þar sem umrædd breyting er ekki í samræmi við deiliskipulagsskilmála, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd gat ekki, á 6. fundi sínum, fallist á umsókn Rerum ehf. um byggingu svala þar sem fjarlægð þeirra út frá húsinu var ekki í samræmi við skipulagsskilmála í gildandi deiliskipulagi. Óski umsækjandi eftir að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með hliðsjón af framlögðum uppdráttum, tekur nefndin fyrir sitt leyti jákvætt í það og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Austurgötu 4, Skúlagötu 2 og Skúlagötu 4 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist athugasemdir úr grenndarkynningu skal taka málið aftur fyrir í skipulagsnefnd. Berist engar athugasemdir, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild skv. að uppfylltum skilyrðum 2.4.3. gr. byggingarreglugerðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

25.Birkilundur 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hafnargata ehf. fyrir stækkun á frístundarhúsi við Birkilund 27 ásamt innanhúss breytingum skv. aðaluppdrætti dags. 18.12.2022. Húsið er skráð 33,m2 og verður eftir stækkun 68,4m2. Stækkunin er á steyptum staurum og meginburðarvirki hússins er timbur. Þar sem ekkert er kveðið á um byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi frá 1984, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd hafnaði, á 6. fundi sínum, umsókn Hafnargötu ehf. um stækkun á frístundahúsi þar sem staðsetning hússins er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Einnig eru lagðar fram frekari upplýsingar um málið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Haukur vék af fundi.

26.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lögð fram athugasemd úr grenndarkynningu vegna byggingaráforma og byggingarleyfis fyrir Hamraenda 4 ásamt forsögu máls.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 6. Fundi sínum, fyrir sitt leyti að fyrirhuguð bygging verði færð nær spennistöð á lóð Rarik en þó ekki nær en 2 metrum frá lóðarmörkum. Nefndin gerði kröfu um að langveggur byggingarinnar sem snýr að lóð Rarik verði steyptur sem nemur hæðarmörkum lóðar Rarik og gengið frá lóð með fyllingu að byggingu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Haukur kom aftur inn á fund.

27.Áskinn 6 - fyrirspurn

Málsnúmer 2211034Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Erlu Friðriksdóttur til byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2022 um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Áskinn 6 úr einnar hæðar einbýli, tvíbýli eða þríbýli í raðhús með fjórum íbúðareiningum. Einnig er lögð fram saga málsins til frekari upplýsinga.

Skipulagsnefnd tók, á 6. fundi sínum, jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa. Sækir lóðarhafi um breytingu á notkun lóðar, samkvæmt framlögðum gögnum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir lóðarhöfum Áskinn 3,4,5 og 7 og Ásklif 5, 7 og 9 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist ekki athugasemdir úr grenndarkynningu, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að útbúa nýtt lóðarblað og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr.2.4.4. byggingarreglugerðar 112/2012 m.s.br.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

28.Áform um breytingu á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða

Málsnúmer 2101031Vakta málsnúmer

Lögð fram áform Matvælaráðuneytisins um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu) ásamt frummati á áhrifum lagasetningarinnar.
Bæjarráð fagnar fyrirliggjandi áformum og þeim markmiðum sem stefnt er að í þeim en leggur áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélagið, vinnslur og sjómenn við Breiðafjörð við gerð og setningu reglugerða í framhaldi að fyrirhugaðri lagasetningu.

Að öðru leyti er tekur bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.

29.Uppbygging Víkurhverfis - Fráveita

Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Verkís um hönnun á fráveitukerfi fyrir nýtt Víkurhverfi í Stykkishólmi og þá valkosti sem fyrir liggja.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur valkost 1 fyrir fráveitukerfi hverfisins.

Haukur Garðarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

30.Staða byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur sagt upp störfum og hefur störf hjá verkfræðistofu um næstu mánaðarmót. Lagt er til að fela bæjarstjóra að gera verktakasamning í gegnum verkfræðistofu við núverandi byggingarfulltrúa um að sinna áfram lögbundnum störfum byggingarfulltrúa eða eftir atvikum aðra verkfræðistofu, en framvegis í verktakavinnu þar til ráðið verður í stöðu byggingarfulltrúa hjá sameiginlegu sviði umhverfis- og skipulagsmála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um stöðu byggingarfulltrúa.

31.Húsnæðisáætlun 2023

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar áætlunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

32.Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir vinnu sem fram hefur farið að stofnun Miðstöðvar öldrunarþjónustu, sem gert er ráð fyrir að verði sett á fót á árinu 2023 í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á grunni stefnumörkunar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri í sveitarfélaginu. Þá eru lögð fram drög að auglýsing um stöðu forstöðumanns Miðstöðvar öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa stöðu forstöðumanns Miðstöðvar öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu og ræða við Félags- og skólaþjónustuna varðandi yfirfærslu stuðningsþjónustu til miðstöðvarinnar, bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

33.Snjómokstur í dreifbýli

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lögðar fram verklagsreglur um snjómokstur í sveitarfélaginu, en það liggur fyrir bæjarráði að ákveða og útfæra nánar þjónustu á snjómokstri í dreifbýli.
Bæjarráð samþykkir að viðhafa sama fyrirkomulag varðandi snjómokstur í dreifbýli og var í Helgafellsveit fyrir sameiningu þar til annað hefur verið ákveðið.

34.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 12. júní 2020, um stöðu Samkomuhússins í Stykkishólmi, endurgerð og framtíðarsýn, ásamt öðrum gögnum. Bæjarstjóri leggur til, sem næsta skref við mótun framtíðarsýnar fyrir húsnæðið, við bæjarráð fundi með Jóni Ragnari Daðasyni í Samkomuhúsinu vegna hugmynda sem bæjarstjóri hefur rætt við Jón Ragnar um og tengjast hugmyndum að endurgerð og uppbyggingu hússins ásamt framtíðarnotkun þess.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

35.Viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða - Samningur um afnot á landi

Málsnúmer 2204017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um afnot af landi við Hólm ehf. vegna landeldis á grunni viljayfirlýsingar um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða, dags. 28. apríl 2022, sem samþykkt var af hálfu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar á 411. fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning með fyrirvara um viðræður við HEFST og nærliggjandi lóðarhafa sem og hugsanlega grenndarkynningu.

36.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 20222023

Málsnúmer 2212016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Matvælaráðuneytinu vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, ásamt sérreglum sem samþykktar hafa verið af háflu sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykktir framlögð tillögu/ályktun/skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í tengslum við byggðakvóta vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið tímabilið 2022-2023 lykt og samþykkt var á 636. bæjarstjórnarfundi frá 21. febrúar 2022.
Sigríður Þorgrímsdóttir frá Attentus kom inn á fund í gegnum Teams.

37.Staða skólastjóra grunnskóla og tónlistaskóla Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2102042Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi hefur sagt starfi sinu lausu. Vegna þess er þörf á að hefja undirbúning ráðningar í starf skólastjóra.

Ráðning skólastjóra og starfsfólks í leik- og grunnskóla fer eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga og nánari fyrirmælum í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Með vísan til 56. gr. sveitarstjórnarlaga og 50. gr. reglna um stjórn sveitarfélagsins kemur það í hlut sveitarstjórnar að ráða skólastjóra grunnskólans.

Lögð er fram áætlun um ráðninguna. Áætlunin gerir ráð fyrir að sveitarstjórn taki ákvörðun um ráðningu en að forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóra sé í sameiningu í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð er aðalmönnum í bæjarráði falinn undirbúningur ákvörðunar með aðstoð ráðgjafa frá Attentus.
Bæjarráð samþykkir að forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra sé í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, í samræmi við framlagða áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar. Lagt til við bæjarstjórn að staðfesta ákvöðunina.
Sigríður vék af fundi.

38.Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs frá janúar til júní 2023 framlögð.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fundaáætlun með áorðnum breytingum.

Fundi slitið - kl. 20:02.

Getum við bætt efni síðunnar?