Fara í efni

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

9. fundur 26. janúar 2023 kl. 17:00 - 18:57 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti
  • Kristján Hildibrandsson (KH) varamaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins
með afbrigðum:

- 1907014 - Heilsuefling eldri borgara í sveitarfélaginu

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 23 á dagskrá fundarins.

1.Skóla- og fræðslunefnd - 4

Málsnúmer 2301001FVakta málsnúmer

Fundurgerð 4. fundar skóla- og fræðslunefndar lögð fram.
Fundargerð framlögð.

2.Skipulagsnefnd - 6

Málsnúmer 2212003FVakta málsnúmer

Fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar lögð fram.
Fundargerð framlögð.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26

Málsnúmer 2212004FVakta málsnúmer

Fundargerð 26. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Fundargerð framlögð.

4.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7

Málsnúmer 2301004FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar bæjarráðs lögð fram.
Fundargerð framlögð.

5.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagt fram fjárhagsyfirlit vegna framkvæmda við færslu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi ásamt samantekt á áföllnum kostnaði miðað við áramót, en upplýsingarnar voru sendar sveitarfélaginu 30. desember 2022. Endurskoðandi sveitarfélagsins mælist til þess að kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasýslunni í lok árs 2022 verði færð til bókar í ársreikningi 2022.
Framlagt til kynningar.

6.Fundargerð Lista- og menningarsjóðs

Málsnúmer 2003005Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar lista- og menningarsjóðs sem fundaði 10. janúar sl.
Framlagt til kynningar.

7.Heilsueflandi samfélag í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810029Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embætti landlæknis. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Bæjarráð lagði á 7. fundi sínum til við bæjarstjórn að samþykkja samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embættis landlæknis.
Bæjarstjórn samþykkir samning um Heilsueflandi samfélag ásamt samstarfsyfislýsingu sveitarfélagsins og Embættis landlæknis.

8.Auglýsing byggingarlóða á grunni deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.

Málsnúmer 2301013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur til að Aðalgata 5A og Austurgata 6A verði auglýstar lausar til úthlutunar í samræmi við reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.

Bæjarráð samþykkti tillögu bæjarstjóra á 7. fundi sínum. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn stafestir afgreiðslu bæjarráðs.

9.Sameiningarviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Enn á ný er lögð fram umsögn Örnefnanefndar um þær átta tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag sem bæjarstjórn samþykkti að senda til umsagnar nefnarinnar á 2. fundi sínum 30. júní 2022. Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu. Íbúafundurinn fór fram 5. desember sl. Á 7. fundi bæjarráðs var málinu vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

Forseti bæjarstjórnar gerði, á 7. fundi bæjarstjórnar, grein fyrir að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær og eru þær tillögur lagðar fram til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Forseti ber báðar tillögur fyrir fundinum og greidd eru atkvæði um hvort nafnið verði fyrir valinu með handauppréttingu.

Samkvæmt niðurstöðu atkvæðagreiðslu fékk nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur 4 atkvæði en nafnið Stykkishólmsbær 3 atkvæði og þar með telst samþykkt nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur.

Fundarhlé:

Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Á íbúafundi sem haldinn var vegna nafns á hinu nýja sameinaða sveitarfélagi þar sem kynnt var greinargerð Örnefnanefndar og íbúum boðið til samtals um niðurstöðu og fyrirliggjandi tillögur hennar kom fram sterkt ákall um að kenna hið sameinaða sveitarfélag við Stykkishólm. Í kjölfar þess fundar hafa bæjarfulltrúar H-listans fundið fyrir ákalli um, sérstaklega fá íbúum í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær endurspegli ekki nægjanlega vel hið sameinaða sveitarfélag. Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli. Þá liggur fyrir að óformlegar viðræður eru um sameiningu sveitarfélaga eru á svæðinu sem myndi leiða til þess að nafnið tæki aftur breytingum, en þar sem sveitarfélagið mun vera kennt við Stykkishólms mun ekki felast í því nein breyting á lénum eða öðrum þáttum hvað varðar kostnað við hið nýja nafn. Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur er jafnframt í samræmi við umsögn Örnefnanefndar sem taldi fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm og samkvæmt Örnefnanefnd samræmis það nafn meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga.

Bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir


Til máls tóku:HH og EF

10.Austurgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2211047Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Rerum ehf., f.h. Helga Björgvins Haraldssonar, um leyfi fyrir svölum á suðvesturhlið Austurgötu 6 ásamt frekari gögnum. Þar sem umrædd breyting er ekki í samræmi við deiliskipulagsskilmála, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd gat ekki, á 6. fundi sínum, fallist á umsókn Rerum ehf. um byggingu svala þar sem fjarlægð þeirra út frá húsinu var ekki í samræmi við skipulagsskilmála í gildandi deiliskipulagi. Óski umsækjandi eftir að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með hliðsjón af framlögðum uppdráttum, tekur nefndin fyrir sitt leyti jákvætt í það og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Austurgötu 4, Skúlagötu 2 og Skúlagötu 4 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist athugasemdir úr grenndarkynningu skal taka málið aftur fyrir í skipulagsnefnd. Berist engar athugasemdir, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild skv. að uppfylltum skilyrðum 2.4.3. gr. byggingarreglugerðar.

Bæjarráð staðfesti, á 7. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

11.Birkilundur 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hafnargata ehf. fyrir stækkun á frístundarhúsi við Birkilund 27 ásamt innanhúss breytingum skv. aðaluppdrætti dags. 18.12.2022. Húsið er skráð 33,m2 og verður eftir stækkun 68,4m2. Stækkunin er á steyptum staurum og meginburðarvirki hússins er timbur. Þar sem ekkert er kveðið á um byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi frá 1984, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd hafnaði, á 6. fundi sínum, umsókn Hafnargötu ehf. um stækkun á frístundahúsi þar sem staðsetning hússins er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Einnig eru lagðar fram frekari upplýsingar um málið.

Bæjarráð staðfesti, á 7. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

12.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lögð fram athugasemd úr grenndarkynningu vegna byggingaráforma og byggingarleyfis fyrir Hamraenda 4 ásamt forsögu máls.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 6. Fundi sínum, fyrir sitt leiti að fyrirhuguð bygging verði færð nær spennistöð á lóð Rarik en þó ekki nær en 2 metrum frá lóðarmörkum. Nefndin gerði kröfu um að langveggur byggingarinnar sem snýr að lóð Rarik verði steyptur sem nemur hæðarmörkum lóðar Rarik og gengið frá lóð með fyllingu að byggingu.

Lögð fram tillaga að afgreiðslu í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs sem staðfesti ákvörðun skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn með þeim breytingum sem liggja fyrir og samþykktar voru af hálfu skipulagsnefndar, þar sem afstaða var tekin til framkominna athugasemda eftir að byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt fyrir þeim sem hagsmuna áttu að gæta með lögmæltum fjögurra vikna athugasemdafresti skv. 44. gr. skipulagslaga, og vísar umsókninni til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Erla Friðriksdóttir vék af fundi.

13.Áskinn 6 - fyrirspurn

Málsnúmer 2211034Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Erlu Friðriksdóttur til byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2022 um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Áskinn 6 úr einnar hæðar einbýli, tvíbýli eða þríbýli í raðhús með fjórum íbúðareiningum. Einnig er lögð fram saga málsins til frekari upplýsinga.

Skipulagsnefnd tók, á 6. fundi sínum, jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa. Sækir lóðarhafi um breytingu á notkun lóðar, samkvæmt framlögðum gögnum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir lóðarhöfum Áskinn 3,4,5 og 7 og Ásklif 5, 7 og 9 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist ekki athugasemdir úr grenndarkynningu, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að útbúa nýtt lóðarblað og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr.2.4.4. byggingarreglugerðar 112/2012 m.s.br.

Bæjarráð staðfesti á 7. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Erla kom aftur inn á fundinn.

14.Áform um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 2101031Vakta málsnúmer

Lögð fram áform Matvælaráðuneytisins um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu) ásamt frummati á áhrifum lagasetningarinnar.

Bæjarráð fagnaði á 7. fundi sínum fyrirliggjandi áformum og þeim markmiðum sem stefnt er að í þeim en lagði áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélagið, vinnslur og sjómenn við Breiðafjörð við gerð og setningu reglugerða í framhaldi að fyrirhugaðri lagasetningu.

Að öðru leyti er tók bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

15.Uppbygging Víkurhverfis

Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Verkís um hönnun á fráveitukerfi fyrir nýtt Víkurhverfi í Stykkishólmi og þá valkosti sem fyrir liggja.

Bæjarráð samþykkti á 7. fundi sínum valkost 1 fyrir fráveitukerfi hverfisins og er afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum og þrír sátu hjá.

Til máls tóku: HH,JBSJ og EF

Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Undirrituð fagna því að unnið sé að kostnaðarmati á Víkurhverfi. Til að fá sem besta mynd þarf einnig að fá kostnaðarmat fyrir gatnagerð. Þegar allur kostnaður við fullnaðarfrágang á hverfinu liggur fyrir er hægt að meta kostnað við fyrsta áfanga þess og hvernig framkvæmdum verði háttað og á hve löngum tíma. Það er enn skoðun okkar að ekki sé tímabært að hefja framkvæmdir á þessu ári með tilliti til fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, vaxtastigs, verðbólgu og aðstæðna í þjóðfélaginu.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir

16.Samrekstur á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur sagt upp störfum og hefur störf hjá verkfræðistofu um næstu mánaðarmót. Lagt er til að fela bæjarstjóra að gera verktakasamning í gegnum verkfræðistofu við núverandi byggingarfulltrúa um að sinna áfram lögbundnum störfum byggingarfulltrúa eða eftir atvikum aðra verkfræðistofu, en framvegis í verktakavinnu þar til ráðið verður í stöðu byggingarfulltrúa hjá sameiginlegu sviði umhverfis- og skipulagsmála.

Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 7. fundi sínum, að ganga til samninga um stöðu byggingarfulltrúa.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

17.Húsnæðisáætlun 2022

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun fyrir árið 2023. Bæjarráð samþykkti á 7. fundi sínum, fyrirliggjandi drög og vísaði áætlunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun fyrir 2023 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

18.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Á 7. fundi bæjarráðs fól bæjaráð bæjarstjóra að aurglýsa stöðu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu. Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram tillaga að bókun bæjarstjórnar, áætlun um ráðningu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu ásamt auglýsingu. Áætlunin gerir ráð fyrir að bæjarstjórn taki ákvörðun um ráðningu en að bæjarstjóra sé falinn undirbúningur ákvörðunar með aðstoð ráðgjafa frá Attentus.
Stofnað er nýtt starf forstöðumanns öldrunarþjónustu.

Breytingartillaga bæjarstjóra:
Forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra er í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, með hliðsjón af áætlun um ráðningu skólastjóra og framlagðri áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum þrír sátu hjá

Til máls tóku:HH,JBSJ,SIM,EF og RHS

Fundarhlé.

Tillaga:

Undirrituð leggja til að fresta málinu þangað til að þeir þættir sem tilgreindir
eru í meðfylgjandi greinargerð liggja fyrir.

Greinargerð:
Undirrituð fagna því að verið sé að skoða hvernig hægt sé að bæta
öldrunaþjónustu á vegum sveitarfélagsins. Við teljum að byrjað sé á röngum
enda með því að auglýsa eftir forstöðumanni núna. Fyrst þarf að fara í
stefnumörkun á hlutverki miðstöðvar öldrunarþjónustu, hvaða þjónusta verði
veitt, hver umsvif og mannaforráð verða á stofnuninni, hvernig samskiptum og
verkaskiptingu við HVE og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga verði háttað.
Einnig þarf að liggja fyrir hvaða kostnaðarauki felst í stofnun miðstöðvarinnar
til næstu 3-4 ára. Að þessu loknu er hægt að gera starfslýsingu/ar fyrir
stofnunina.
Í fyrra skilaði starfshópur um öldrunarþjónustu á Vesturlandi skýrslu til SSV
um málaflokkinn. Í kjölfarið var Guðjón Brjánsson ráðinn sem ráðgjafi SSV til
að vinna að frekari útfærslum á tillögum hópsins. Einnig er í gangi
endurskoðun á öldrunarþjónustu á landsvísu og munu forsvarsmenn þess
funda ásamt Guðjóni með sveitarstjórnarfólki og lykilaðilum í málaflokknum á
Vesturlandi, þ.á.m. Félags- og skólaþjónustu og HVE, föstudaginn 3. febrúar.
Þessi fundur og áframhaldandi vinna þessara aðila munu gefa mikilvægar
upplýsingar um hvernig við mótum öldrunarþjónustu til framtíðar.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir

Tillaga feld með fjórum atkvæðumgen þremur.

Varatillaga:
Undirrituð leggja til að skipuð verði hæfnisnefnd samsvarandi og við ráðningu skólastjóra til að semja starfslýsingu og meta umsóknir um nýtt starf forstöðumanns á nýrri stofnun.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir

Ekki greitt atkvæði um varatillögu.

19.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur um snjómokstur í sveitarfélaginu, en á 7. fundi bæjarráðs var fjallað um útfærslu á þjónustu á snjómokstri í dreifbýli.

Bæjarráð samþykkti á 7. fundi sínum, að viðhafa sama fyrirkomulag varðandi snjómokstur í dreifbýli og var í Helgafellsveit fyrir sameiningu þar til annað hefur verið ákveðið.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs, enda verður málið tekið til umfjöllunar í drefibýlisráði eftir að það er stofnað.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku:HH,KH,EF og JBSJ

Bókun.

Tillaga
Tillaga okkar er að þessu máli verði vísað til dreifbýlisráðs, og með því langar okkur að ýta á að dreifbýlisráð verði sett á laggirnar.

Greinargerð
Snjómoksturinn í Helgafellssveit var ábótavanur fyrir sameiningu, bæði að hálfu vegagerðarinnar og sveitafélagsins, og ein af gulrótunum fyrir sameiningu var stefna um betri samgöngur. Okkur finnst því ekki við hæfi að stefna okkar hér verði að halda áfram með snjómoksturinn í sveitinni eins og áður var gert.
Við vitnum í eina af tillögum sameiningarnefdarinnar: „Reglur um snjómokstur í dreifbýli verði endurskoðaðar og útfærðar í samráði við dreifbýlisráð.“ En dreifbýlisráð hefur enn ekki verið stofnað.

Undir þetta rita
íbúalisinn
Kristján Hildibrandsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Erla Friðriksdóttir

Tillaga felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

20.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 20222023

Málsnúmer 2212016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Matvælaráðuneytinu vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, ásamt sérreglum sem samþykktar hafa verið af háflu sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkti á 7. fundi sínum, framlagða tillögu/ályktun/skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í tengslum við byggðakvóta vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið tímabilið 2022-2023 lykt og samþykkt var á 636. bæjarstjórnarfundi frá 21. febrúar 2022.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

21.Auglýsing um starf skólastjóra

Málsnúmer 2102042Vakta málsnúmer

Skólastjóri samrekins grunnskóla og tónlistaskóla hefur sagt starfi sinu lausu. Vegna þess er þörf á að hefja undirbúning ráðningar í starf skólastjóra.

Ráðning skólastjóra og starfsfólks í leik- og grunnskóla fer eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga og nánari fyrirmælum í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Með vísan til 56. gr. sveitarstjórnarlaga og 50. gr. reglna um stjórn sveitarfélagsins kemur það í hlut bæjarstjórnar að ráða skólastjóra grunnskólans.

Lögð er fram drög að bókun ásamt áætlun um ráðninguna. Áætlunin gerir ráð fyrir að bæjarstjórn taki ákvörðun um ráðningu en að forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóra sé í sameiningu, í samvinnu við hæfninefnd, sem skipuð er aðalmönnum í bæjarráði, falinn undirbúningur ákvörðunar með aðstoð ráðgjafa frá Attentus.

Bæjarráð samþykkti á 7. fundi sínum, að forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra sé í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og tónlistaskóla, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, í samræmi við framlagða áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra er í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar skólastjóra samrekins Grunn- og tónlistarskóla í Stykkishólmi, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, í samræmi við framlagða áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar.

22.Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs frá janúar til júní 2023 framlögð

Bæjarráð samþykkti á 7. fundi sínum, fyrirliggjandi fundaáætlun með áorðnum breytingum. Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

23.Heilsuefling eldri borgara í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1907014Vakta málsnúmer

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki, í samræmi við framlagða greinargerð, að sveitarfélagið styðji áfram við eflingu heilsu og velferð eldra fólks með því að styrkja íbúa í sveitarfélaginu 67 ára og eldri um árskort í sund árið 2023 og 2024.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

24.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Framlagðir minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Til máls:HH,JBSJ og EF

Fundi slitið - kl. 18:57.

Getum við bætt efni síðunnar?