Fara í efni

Almenn umræða um atvinnumál í Stykkishólmi

Málsnúmer 1901002

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 10. fundur - 07.02.2022

Fram kom m.a. að stjórn Suðureyja hefur ákveðið að nota styrk frá Sóknaráætlun Vesturlands til að greiða húsaleigu fyrir frumkvöðla sem eru að hefja eigin rekstur í alls 20 mánuði. Hver og einn getur fengið endurgjaldslausa leigu í allt að 6 mánuði.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar fer yfir stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og helstu áskoranir varðandi eflingu atvinnulífs innan sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að skoða með jákvæðum hætti áform einstaklinga og fyrirtækja sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi og Helgafellssveit.

Bókun Lárusar Ástmars Hannessonar og Þórleifar Hjartardóttur:
Bókun vegna máls númer 13 á dagskrá Atvinnu- og nýsköpunarnefndar um almenna umræðu um atvinnumál bæjarins. Undirrituð telja rangt að þetta stóra mál er varðar Asco Harvester sé haft undir þessu almenna heiti. Staða málsins er þannig að þessi umræða hefði þurft að vera í sér lið. Undirritaður Lárus Ástmar hefði kosið að víkja af fundi vegna tengsla við málið eftir að hafa verið einn af kærendum sem varð til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar. Við teljum einnig að formaður nefndarinnar Halldór Árnason eigi að víkja undir umræðu um þessa verksmiðju sem einn af eigendum fyrirtækisins. Við vonum að nálgun á umræðu um þetta fyrirtæki verði hér eftir sem sér dagskrárliður.

Bókun Halldórs Árnasonar, Ásmundar S. Guðmundssonar og Böðvars Sturlusonar:
Undirritaðir fulltrúar H-listans vekja athygli á að undir þessum lið var fjallað almennt um atvinnumál í bæjarfélaginu, sem er m.a. hlutverk atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Hverjum og einum nefndarmanni er heimilt að tjá sig að vild undir þessum lið.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Lárus Ástmar lagði til að fulltrúa Háls- og bakdeildar verði boðið á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir stöðu, áform og tækifæri hennar. Á dögunum átti Háls- og bakdeild sjúkrahússins 30 ára starfsafmæli. Þessi starfsemi hefur verið mikilvæg fyrir okkur Hólmara og marga sem notað hafa þjónustu hennar.
Samþykkt.
Getum við bætt efni síðunnar?