Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

10. fundur 07. febrúar 2022 kl. 12:15 - 13:45 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Halldór Árnason formaður
  • Kári Geir Jensson varamaður
  • Kári Hilmarsson (KH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Halldór Árnason formaður
Dagskrá

1.Samkomulag um samstarf Matís og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2111025Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um samstarf Stykkishólmsbæjar og Matís sem gera með sér samkomulag um uppbyggingu samstarfs í sveitafélagi Stykkishólms með áherslu á fræðslu, nýsköpun, rannsóknir og atvinnuuppbyggingu innan sveitafélagsins. Báðir aðilar samkomulagsins munu nýta styrkleika sína og innviði viðkomandi aðila eins og kostur er.

2.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gera grein fyrir stöðu málavarðandi áform Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra.Fyrir liggja samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar og Acadian um skipulagsvinnu og vilyrði fyrir lóð.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að líkur á ákvörðun Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra séu meiri en áður. Nefndin hvetur bæjarstjórn til að flýta vinnu við skipulag á atvinnulóðum við Hamraenda og Kallhamra og kynna möguleika svæðisins fyrir fjárfestum.

3.Heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar í fyrirtæki

Málsnúmer 1905101Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um tillögu að seinni hluta heimsókna bæjarstjóra og atvinnu- og nýsköpunarnefndar á vinnustaði fyrirtækja og stofnana í Stykkishólmi dagana 28. febrúar - 2. mars nk.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillöguna að vinnustaðaheimsóknum.

4.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og formaður starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi gerðu grein fyrir vinnu starfshópsins. Stefnt er að því að starfshópurinn skili áfangaskýrslu síðar í þessari viku og endanlegri skýrslu um mánaðarmótin febrúar - mars nk.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að vinnu starfshópsins miði vel og niðurstöður hans séu væntanlegar innan skamms.

5.Almenn umræða um atvinnumál í Stykkishólmi

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

Fram kom m.a. að stjórn Suðureyja hefur ákveðið að nota styrk frá Sóknaráætlun Vesturlands til að greiða húsaleigu fyrir frumkvöðla sem eru að hefja eigin rekstur í alls 20 mánuði. Hver og einn getur fengið endurgjaldslausa leigu í allt að 6 mánuði.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Getum við bætt efni síðunnar?