Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH)

2. fundur 11. nóvember 2022 kl. 12:15 - 14:50 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Halldór Árnason formaður
  • Ásmundur Sigurjón Guðmundsson aðalmaður
  • Böðvar Sturluson aðalmaður
  • Lárus Ástmar Hannesson (LÁH) aðalmaður
  • Þórleif Hjartardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Halldór Árnason formaður
Dagskrá

1.Dagdvalarrými

Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

2.Stefnumótun í sjávarútvegi (sjávarútvegsstefna)

Málsnúmer 2211013Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022 (mál nr. 201/2022) þar sem matvælaráðuneytið gefur í gegnum samráðsgátt stjórnvalda áhugasömum kost á að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum sem nýst geta við stefnumótun í sjávarútvegi, ásamt greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla og lögð var fram í samráðsgátt stjórnvalda í vor (mál nr. 49/2022) og umsögn fyrirtækja í Stykkishólmi um það mál.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlegan nýtingarrétt í aflahlutdeild sem verði án framsalsréttar og krafa um veiðar og vinnslu bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.

3.Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Haraldur Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi kemur til fundar við nefndina og kynnir hugmyndir sínar um fjármögnun til að flýta uppbyggingu Skógarstrandarvegar sem var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Haraldi Benediktssyni fyrir greinargóða kynningu og hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að kanna ítarlega hvort hugmyndir hans séu góður kostur og kunni að hraða uppbyggingu Skógarstrandarvegar og þverun Álftafjarðar.

4.Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar

Málsnúmer 1905005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd sem samþykkt var af bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 19. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju skýrsla um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi frá í mars 2022.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að hið sameinaða sveitarfélag vinni áfram að þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni og horfi jafnframt til þess að styðja við ný tækifæri í atvinnumálum sem fylgja sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, t.d. í landbúnaði eða ferðaþjónustu í dreifbýli.

6.Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir beiðni bæjarfélagsins til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um að gera samning við fyrirhugað Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð sem sveitarfélagið hyggst stofna á næsta ári.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar fyrirliggjandi áformum og jákvæðri afstöðu ráðherra til þess verkefnisins.

7.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf stjórnar Bátafélagsins Ægis til matvælaráðuneytisins, dags. 7. nóvember 2022.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir sjónarmið Bátafélagsins Ægis sem fram koma í framlögðu bréfi til matvælaráðuneytis og hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að fylgja bréfinu eftir gagnvart matvælaráðherra og þingmönnum kjördæmisins.

Lárus Ástmar situr hjá við þessa afgreiðslu og bendir á þróun fiskveiða og vinnslu í Stykkishólmi frá því núverandi kerfi tók gildi.

8.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir áformum stjórnvalda um útvegun nýrrar ferju og úrbætur á hafnaraðstöðu og ferjuskipi til að tryggja öruggar ferjusiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í náinni framtíð. Þá eru lagðar fram ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að ríkið sé að stefna að kaupum á nýrri ferju á næsta ári sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan unnið sé að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf.

Að öðru leyti er vísað í fyrri ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins sem nefndin tekur heilshugar undir.

9.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu

Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Magnúsi Kristjánssyni, stjórnarformanni Sjávarorku ehf. og framkvæmastjóra Orkusölunnar og Óla Grétari Blöndal Sveinssyni, stjórnarmanni í Sjávarorku og starfsmanni Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.

10.Framboð á heitu vatni - Veitur ohf.

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir samskipum sínum við forsvarsmenn Veitna ohf.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðum fundi með forsvarmönnum Veitna ohf. í næstu viku þar sem ræða á framtíðarorkuþörf fyrir sveitarfélagið, m.a. vegna þeirrar eftirspurnar sem er eftir heitu vatni í samfélaginu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur þunga áherslu á að Veitur hraði innviðauppbyggingu á svæðinu þannig að mögulegt sé að anna eftirspurn eftir heitu vatni og þannig fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, enda eru bein tengsl á milli áætlunar um fjölgun íbúa í sveitarfélaginu og fjölgun atvinnutækifæra vegna nýrrar atvinnustarfsemi sem ræðst af framboði á heitu vatni á svæðinu. Verið sé að horfa til þess heita vatns sem í boði er í þeirri holu sem staðsett er á Arnastöðum sem og til frekari öflunar heits vatns sem finna má á svæðinu, t.d. í námunda við Kóngsbakka.

11.Nýting vindorku

Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greinir frá erindi frá formanni starfshóps sem vinnur að tillögum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar bæjarstjóra fyrir kynninguna og hvetur íbúa og fyrirtæki til þess að horfa til nýrra lausn í orkuskiptum.

12.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu uppbyggingar Alcadian Seaplants í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir kynninguna og vísar til fyrri bókana vegna málsins

13.Almenn umræða um atvinnumál bæjarins

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

Formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar fer yfir stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og helstu áskoranir varðandi eflingu atvinnulífs innan sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að skoða með jákvæðum hætti áform einstaklinga og fyrirtækja sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi og Helgafellssveit.

Bókun Lárusar Ástmars Hannessonar og Þórleifar Hjartardóttur:
Bókun vegna máls númer 13 á dagskrá Atvinnu- og nýsköpunarnefndar um almenna umræðu um atvinnumál bæjarins. Undirrituð telja rangt að þetta stóra mál er varðar Asco Harvester sé haft undir þessu almenna heiti. Staða málsins er þannig að þessi umræða hefði þurft að vera í sér lið. Undirritaður Lárus Ástmar hefði kosið að víkja af fundi vegna tengsla við málið eftir að hafa verið einn af kærendum sem varð til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar. Við teljum einnig að formaður nefndarinnar Halldór Árnason eigi að víkja undir umræðu um þessa verksmiðju sem einn af eigendum fyrirtækisins. Við vonum að nálgun á umræðu um þetta fyrirtæki verði hér eftir sem sér dagskrárliður.

Bókun Halldórs Árnasonar, Ásmundar S. Guðmundssonar og Böðvars Sturlusonar:
Undirritaðir fulltrúar H-listans vekja athygli á að undir þessum lið var fjallað almennt um atvinnumál í bæjarfélaginu, sem er m.a. hlutverk atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Hverjum og einum nefndarmanni er heimilt að tjá sig að vild undir þessum lið.

14.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.

Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við þá þætti sem snýr að starfsemi nefndarinnar í fyrirliggjandi Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árin 2023-2026 og gjaldskrár.

15.Önnur mál

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

Lárus Ástmar lagði til að fulltrúa Háls- og bakdeildar verði boðið á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir stöðu, áform og tækifæri hennar. Á dögunum átti Háls- og bakdeild sjúkrahússins 30 ára starfsafmæli. Þessi starfsemi hefur verið mikilvæg fyrir okkur Hólmara og marga sem notað hafa þjónustu hennar.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Getum við bætt efni síðunnar?