Fara í efni

Félagsstarfið Sprettur

Málsnúmer 1905015

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Framlagður samningur um félagsstarfið Sprett frá 2015 auk annarra gagna tengdum starfinu.

Bæjarstjórn samþykkti 15. maí sl að vísa samstarfssamningi við Sprett til umsagnar í Velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umfjöllun til næsta fundar

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 03.12.2019

Framlagður samningur um félagsstarfið Sprett frá 2015 auk annarra gagna tengdum starfinu.

Bæjarstjórn samþykkti 15. maí sl að vísa samstarfssamningi við Sprett til umsagnar í Velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefd fjallaði um málefni Spretts og formaður leitaði til Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur, sem hefur umsjón með starfseminni, eftir upplýsingum. Hún upplýsti um það að starfsemin er ennþá í fullum gangi, þörfin hefur þó breyst og í stað þess að hittast einu sinni í mánuði er farið í lengri ferðir. Nauðsynlegt er því að uppfæra samninginn með tilliti til þess. Einnig er mikilvægt að kynna starfsemina betur og hafa hana jafnvel sýnilegri. Velferðar- og jafnréttismálanefnd þakkar Hafrúnu Bylgju fyrir að koma þessu nauðsynlega félagi á fót og viðhalda því síðustu ár.
Getum við bætt efni síðunnar?