Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

3. fundur 03. desember 2019 kl. 20:00 - 21:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Berglind Lilja Þorbergsdóttir aðalmaður
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (óvirk) aðalmaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá

1.Félagsstarfið Sprettur

Málsnúmer 1905015Vakta málsnúmer

Framlagður samningur um félagsstarfið Sprett frá 2015 auk annarra gagna tengdum starfinu.

Bæjarstjórn samþykkti 15. maí sl að vísa samstarfssamningi við Sprett til umsagnar í Velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefd fjallaði um málefni Spretts og formaður leitaði til Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur, sem hefur umsjón með starfseminni, eftir upplýsingum. Hún upplýsti um það að starfsemin er ennþá í fullum gangi, þörfin hefur þó breyst og í stað þess að hittast einu sinni í mánuði er farið í lengri ferðir. Nauðsynlegt er því að uppfæra samninginn með tilliti til þess. Einnig er mikilvægt að kynna starfsemina betur og hafa hana jafnvel sýnilegri. Velferðar- og jafnréttismálanefnd þakkar Hafrúnu Bylgju fyrir að koma þessu nauðsynlega félagi á fót og viðhalda því síðustu ár.

2.Reglur Stykkishólmsbæjar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1905074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi bæjarstjórnar til velferðar- og jafnréttismálanefndar ásamt drögum að reglum Stykkishólmsbæjar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl og námsvistar barna utan lögheimilissveitarfélags, ásamt fylgiskjölum, en reglunum var vísað til frekari vinnslu og umsagnar í velferðar- og jafnréttismálanefnd á 377. fundi bæjarstjórnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur að vísa eigi umsóknum um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags í fyrstu til skólastjórnenda sem myndu taka efnislega afstöðu og vísa áfram til bæjarráðs til samþykktar frekar heldur en skóla- og fræðslunefndar. Málefni sem þessi eru oft viðkvæm og heyra undir persónuverndarlög og telur velferðar- og jafnréttismálanefnd að betra sé að eins fáir og hægt er komi að málum.

Nefndin telur einnig nauðsynlegt að ávarpa lið c sérstaklega líkt og gert er með lið a og b bæði í 3 og 5.gr. Tillaga er eftirfarandi: Á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir einnig athugasemdir við orðalagið í 2.gr og 4.gr ,,Nefndinni/bæjarráði er heimilt að óska eftir frekari gögnum í þeim tilgangi að upplýsa um aðstæður barns og/eða foreldra/forráðamanna.“ Telur nefndin heppilegra orðalag væri ,,Bæjarráð getur óskað eftir frekari rökstuðningi ef þurfa þykir.“

Nefndin telur að bæta þurfi við setninguna í 4.gr ,,Umsóknum um tímabundna leikskóladvöl barns sem ekki á lögheimili í Stykkishólmsbæ, skal vera undirrituð af forsjáraðilum barns að undanskyldum umsókn á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Nefndin telur einnig mikilvægt er að settar verið upp sambærilegar reglur fyrir grunnskólann.

3.Jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2018-2022

Málsnúmer 1904049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem koma fram ábendingar frá Jafnréttisstofu varðandi viðbætur við jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2018-2022, m.a. að hægt sé að kveða með skýrari hætti á um það hvernig unnið sé að því að bæta stöðu kynjanna í sveitarfélaginu, sbr. 12. gr. jafnréttislaga.
Ljóst er að þörf sé á að leggja í þónokkra vinnu samkvæmt ábendingum frá jafnréttisstofu. Velferða- og jafnréttismálanefnd vísar því þessu erindi til áframhaldandi vinnu í nefnd.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?