Fara í efni

Skólastígur - Framkvæmd

Málsnúmer 1905029

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Lagt er fyrir Velferðar- og jafnréttisnefnd minnisblað bæjarstjóra ásamt öðrum gögnum um framkvæmdir og viðhald á húsnæði og lóð við Skólastíg 14, 14a og 16 og þeim verkefnum sem fyrir liggja, en samkvæmt framlögðu tölulegu yfirlit yfir framkvæmdir og viðhald við Dvalarheimilið á árunum 2018 og 2019 eru samtals framkvæmdir og viðhald kr. 35.245.395 á þessum tíma.
Lagt fram til kynningar.

Öldungaráð - 6. fundur - 07.12.2020

Farið yfir helstu framkvæmdir undanfarið við Skólastíg 14 (Dvalarheimili aldraðra)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir framkvæmdum við Skólastíg 14 (Dvalarheimili aldraðra), bæði hvað varðar framkvæmdir fyrir framan húsnæðið sem lauk í vor, aukinnar áherslu á snyrtingu umhverfis ásamt viðhaldsframkvæmdum í húsnæðinu.

Öldungarráð fagnar bættum aðbúnaði við Skólastíg 14 og hvernig til tóks í þeim framkvæmdum sem var lokið á árinu sem er til mikilla bóta og þeim öðrum verkefnum sem fram komu í máli bæjarstjóra.
Getum við bætt efni síðunnar?