Fara í efni

Öldungaráð

6. fundur 07. desember 2020 kl. 17:30 - 20:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Brynja Reynisdóttir
  • Guðrún Gunnarsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Sigfús Snæfells Magnússon aðalmaður
  • Þorsteinn Sigurðsson (ÞS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Lára Ævarsdóttir
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Sigurðsson ritari
Dagskrá

1.Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2009005Vakta málsnúmer

Lögð fram myndbönd sem send voru eldri borgurum á tímum covid-19 til heilsueflingar
Öldungarráð fagnar þessu framtaki Stkkishólmsbæjar að útbúa rafræna lausn til þess að geta viðhaldið verkefninu Heilsueflnig 60 í Stykkishólmi

2.Skólastígur - Framkvæmd

Málsnúmer 1905029Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu framkvæmdir undanfarið við Skólastíg 14 (Dvalarheimili aldraðra)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir framkvæmdum við Skólastíg 14 (Dvalarheimili aldraðra), bæði hvað varðar framkvæmdir fyrir framan húsnæðið sem lauk í vor, aukinnar áherslu á snyrtingu umhverfis ásamt viðhaldsframkvæmdum í húsnæðinu.

Öldungarráð fagnar bættum aðbúnaði við Skólastíg 14 og hvernig til tóks í þeim framkvæmdum sem var lokið á árinu sem er til mikilla bóta og þeim öðrum verkefnum sem fram komu í máli bæjarstjóra.

3.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili, en að verkefninu koma Framkvæmdasýsla ríkisins, Ríkiseignir, Heilbrigðisráðuneytið, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ásamt Stykkishólmsbæ.

Til umræðu er aðstaða fyrir fótaaðgerðir og snyrtingu.
Öldungarráð leggur mikla áherslu á við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að í nýju hjúkrunarheimili Austurgötu 7 verði gert ráð fyrir aðstöð fyrir fótaaðgerðir (fótaaðgerðafræðing) og snyrtingu fyrir þjónustuþega. Mikilvægt er að þessi þjónusta verði til staðar í nýja hjúkrunarheimilinu eins og hún hefur verið um árabil á Dvalarheimilinu við Skólastíg. Öldungaráð er ánægt með að sjá að stýrihópur HVE, sem starfar vegna framkvæmda við nýja hjúkrunarheimilisins, hefur skráð í 11. fundargerð stýrihópsins áherslu sína um mikilvægi þess að þessi þjónusta við aldraða verði til staðar í húsnæðinu

4.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2021

Málsnúmer 2010016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021.
Öldungarráð óskar eftir því við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að taka til endurskoðunar í fjárhagsáætlun 2021 gjaldtöku á sundiðkun eldriborgara í Stykkishólmi þannig að árskort verði 3000.- í stað 6000.- og 300 kr. stakur tími eða
að styðja við eldri borgara um árskort sem lið í heilsueflingu eldri borgara.

Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

5.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024

Málsnúmer 2010007Vakta málsnúmer

Fyrir öldungaráð eru lagðar fram fjárhagsáætlarnir þeirra deilda sem starfa á verksviði ráðsins og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar árið 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024.

Öldungarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

6.Reglur um úthlutun búseturéttaríbúða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2001017Vakta málsnúmer

Starfshópur var skipaður af bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til mótunar reglna um búsetturétt.

Hópinn skipa Magnús Ingi Bæringsson formaður, Guðrún Anna Gunnarsdóttir, Birta Antonsdóttir, Þór Örn Jónsson og Jón Sindri Emilsson.

Hópurinn hefur haldið einn fund þar sem mótuð voru drög að reglum sem eru nú lagðar fram til samþykktar.

Velferðar og jafnréttismálanefnd fór yfir drögin á 4. fundi sínum, og taldi skoða möguleikan á því að hægt væri að meta aðstæður þeirra sem eru á listanum. Velferðar og jafnréttismálanefnd myndi þá fara yfir umsóknir og úthluta íbúðir

Velferðar- og jafnréttismálanefnd fól formanni að koma ábendingum á framfæri við starfshóp reglna um búseturétt.
Öldungarráð leggur til að 2. málsl. 1. gr. og 2. mgr. 2. gr. verði felldar út.

Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi reglur.

7.Akstursþjónusta í Stykkishólmi

Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Stykkishólmsbæjar. Bæjarstjóri, kemur á fund nefndarinnar og gerir grein fyrir tilraunarverkefni um akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs komast ekki ferða sinna aðstoðarlaust.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd velti því upp á 4. fundi sínum hvort skoða mætti samnýtingu á bíl sem notaður er fyrir matarsendingar þar til varanleg lausn finnst. Hægt væri að hefja þjónustu að afmörkuðu leyti ef ekki næðist að þjónusta alla fyrst um sinn.
Öldungarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi reglur og hvetur Stykkishólmsbæ til þess að hrinda þessu verkefni í framkvæmd.

Öldungar telur rétt að hafa í huga að útvíkka þjónustuna frekar ef vel tekst til síðar.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Getum við bætt efni síðunnar?