Fara í efni

Reglur Stykkishólmsbæjar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1905074

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Lagt fram erindi bæjarstjórnar til velferðar- og jafnréttismálanefndar ásamt drögum að reglum Stykkishólmsbæjar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl og námsvistar barna utan lögheimilissveitarfélags, ásamt fylgiskjölum, en reglunum var vísað til frekari vinnslu og umsagnar í velferðar- og jafnréttismálanefnd á 377. fundi bæjarstjórnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umræðu um þennan lið til næsta fundar

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 03.12.2019

Lagt fram erindi bæjarstjórnar til velferðar- og jafnréttismálanefndar ásamt drögum að reglum Stykkishólmsbæjar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl og námsvistar barna utan lögheimilissveitarfélags, ásamt fylgiskjölum, en reglunum var vísað til frekari vinnslu og umsagnar í velferðar- og jafnréttismálanefnd á 377. fundi bæjarstjórnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur að vísa eigi umsóknum um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags í fyrstu til skólastjórnenda sem myndu taka efnislega afstöðu og vísa áfram til bæjarráðs til samþykktar frekar heldur en skóla- og fræðslunefndar. Málefni sem þessi eru oft viðkvæm og heyra undir persónuverndarlög og telur velferðar- og jafnréttismálanefnd að betra sé að eins fáir og hægt er komi að málum.

Nefndin telur einnig nauðsynlegt að ávarpa lið c sérstaklega líkt og gert er með lið a og b bæði í 3 og 5.gr. Tillaga er eftirfarandi: Á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir einnig athugasemdir við orðalagið í 2.gr og 4.gr ,,Nefndinni/bæjarráði er heimilt að óska eftir frekari gögnum í þeim tilgangi að upplýsa um aðstæður barns og/eða foreldra/forráðamanna.“ Telur nefndin heppilegra orðalag væri ,,Bæjarráð getur óskað eftir frekari rökstuðningi ef þurfa þykir.“

Nefndin telur að bæta þurfi við setninguna í 4.gr ,,Umsóknum um tímabundna leikskóladvöl barns sem ekki á lögheimili í Stykkishólmsbæ, skal vera undirrituð af forsjáraðilum barns að undanskyldum umsókn á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Nefndin telur einnig mikilvægt er að settar verið upp sambærilegar reglur fyrir grunnskólann.
Getum við bætt efni síðunnar?