Fara í efni

Starfsemi Eldfjalla- og Vatnasafns á árinu 2019

Málsnúmer 1909024

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safnanna í Stykkishólmi, gerir grein fyrir starfsemi safna í Stykkishólmsbæ á árinu 2019 og stöðu fyrir haustið 2019.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, gerir grein fyrir starfsemi safna í Stykkishólmsbæ á árinu 2019. Einnig var farið yfir opnunartima veturinn 2019-2020 og starfsfólk.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að forstöðumaður safna leggi fyrir nefndina á næsta fundi hennar stefnumótun fyrir söfnin.

Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019

Á 108. fundi safna- og menningarmálanefndar kom Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, til fundar við nefndina og gerði grein fyrir starfsemi Eldfjallasafns og Vatnasafns í Stykkishólmsbæ á árinu 2019 og stöðu starfseminnar fyrir haustið 2019. Á sama fundi óskaði nefndin eftir að Hjördís kæmi til funds við nefndina aftur og gerði grein fyrir stefnumótun fyrir söfnin fyrir næsta ár.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, kemur til fundar við nefndina og gerir grein fyrir vinnu sinni í þessu sambandi frá síðasta fundi. Í máli Hjördísar kom fram að hún sé ekki tilbúin með fullunna stefnumótun fyrir árið 2020, en vilji fá afstöðu, tillögur og hugmyndir frá safna- og menningarmálanefnd til þess að vinna áfram með.

Safna- og menningarmálanefnd samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu í nefndinni, en Hjördís mun leggja drög að áherslum safnanna fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir sem væntanlega verður fljótlega eftir áramót. Þau áherslumál sem nefnd voru varðandi starfsemi safnanna á árinu 2020 voru m.a. loftlagsmál, fyrirlestrar og aukið samstarf safnanna við skólastofnanir og vísindasamfélagið.

Safna- og menningarmálanefnd - 110. fundur - 15.06.2020

Á 108. fundi safna- og menningarmálanefndar kom Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, til fundar við nefndina og gerði grein fyrir starfsemi Eldfjallasafns og Vatnasafns í Stykkishólmsbæ á árinu 2019 og stöðu starfseminnar fyrir haustið 2019. Á sama fundi óskaði nefndin eftir að Hjördís kæmi til funds við nefndina aftur og gerði grein fyrir stefnumótun fyrir söfnin fyrir næsta ár.

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, kom til fundar við nefndina á 109. fundi nefndarinnar og gerði grein fyrir vinnu sinni í þessu sambandi frá síðasta fundi. Í máli Hjördísar kom fram að hún var ekki tilbúin með fullunna stefnumótun fyrir árið 2020, en vildi fá afstöðu, tillögur og hugmyndir frá safna- og menningarmálanefnd til þess að vinna áfram með.

Safna- og menningarmálanefnd samþykkti að vísa málinu til frekari vinnslu í nefndinni og að Hjördís myndi leggja drög að áherslum safnanna fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir sem væntanlega verður fljótlega eftir áramót. Þau áherslumál sem nefnd voru varðandi starfsemi safnanna á árinu 2020 voru m.a. loftlagsmál, fyrirlestrar og aukið samstarf safnanna við skólastofnanir og vísindasamfélagið.
Umræður urðu um starfsemi safnanna 2020 í ljósi breyttra aðstæðna m.a. út af Covid-19 sem hefur haft talsverð áhrif á fyrirhugað sýningahald auk þess sem gestafjöldi mun væntanlega breytast frá fyrri áætlunum. Ákveðið var að forstöðumenn safna kæmu ávallt til funda nefndarinnar til að ræða helstu verkefni safnanna. Það myndi skapa vettvang fyrir samtöl og bollalegginar um starfsemi og hlutverk safnanna.
Getum við bætt efni síðunnar?