Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

110. fundur 15. júní 2020 kl. 17:15 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Jón Sindri Emilsson aðalmaður
  • Anna Melsteð aðalmaður
  • Guðrún Gunnarsdóttir formaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir (IE) aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður norska hússins bsh
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
Fundargerð ritaði: Jón Sindri Emilsson ritari
Dagskrá

1.Fundargerðir starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2004019Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfsemi safna í Stykkishólmsbæ 2020

Málsnúmer 1909024Vakta málsnúmer

Á 108. fundi safna- og menningarmálanefndar kom Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, til fundar við nefndina og gerði grein fyrir starfsemi Eldfjallasafns og Vatnasafns í Stykkishólmsbæ á árinu 2019 og stöðu starfseminnar fyrir haustið 2019. Á sama fundi óskaði nefndin eftir að Hjördís kæmi til funds við nefndina aftur og gerði grein fyrir stefnumótun fyrir söfnin fyrir næsta ár.

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, kom til fundar við nefndina á 109. fundi nefndarinnar og gerði grein fyrir vinnu sinni í þessu sambandi frá síðasta fundi. Í máli Hjördísar kom fram að hún var ekki tilbúin með fullunna stefnumótun fyrir árið 2020, en vildi fá afstöðu, tillögur og hugmyndir frá safna- og menningarmálanefnd til þess að vinna áfram með.

Safna- og menningarmálanefnd samþykkti að vísa málinu til frekari vinnslu í nefndinni og að Hjördís myndi leggja drög að áherslum safnanna fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir sem væntanlega verður fljótlega eftir áramót. Þau áherslumál sem nefnd voru varðandi starfsemi safnanna á árinu 2020 voru m.a. loftlagsmál, fyrirlestrar og aukið samstarf safnanna við skólastofnanir og vísindasamfélagið.
Umræður urðu um starfsemi safnanna 2020 í ljósi breyttra aðstæðna m.a. út af Covid-19 sem hefur haft talsverð áhrif á fyrirhugað sýningahald auk þess sem gestafjöldi mun væntanlega breytast frá fyrri áætlunum. Ákveðið var að forstöðumenn safna kæmu ávallt til funda nefndarinnar til að ræða helstu verkefni safnanna. Það myndi skapa vettvang fyrir samtöl og bollalegginar um starfsemi og hlutverk safnanna.

3.Búðanes og Hjallatangi - Saga og náttúra Stykkishólms

Málsnúmer 1904035Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð ásamt öðrum gögnum tengdri vinnu í tengslum við göngustíga og skilti við Búðarnes og Hjallatanga.
Safna- og Menningarmálarmálanefnd hvetur Stykkishólmsbæ til að leggja áherslu á styrkumsóknir fyrir verkefnið og leita jafnframt samstarfs um framhald þess við fræðasamfélagið og Minjastofnun.
Lagt fram til kynningar.

4.Ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi

Málsnúmer 2006027Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 2019 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

5.Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi 2020

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í Stykkishólmi í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi.

Norðurljósahátíðin var haldin síðast árið 2018 þar sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fól safna- og menningarmálanefnd að sjá að skipuleggja hátíðina, en Þórunn Sigþórsdóttir var framkvæmdastjóri Norðurljósahátíðar árið 2018 líkt og áður.

Safna- og menningarmálanefnd óskaði á 108. fundi sínum eftir skýrslu um Norðurljósahátíðina árið 2018, liggi hún fyrir. Einnig minnti nefndin bæjarstjórn á hátíðina í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og að undanfarin ár hafi nefnd starfað í tengslum við hátíðina sem skipuð hefur verið starfsfólki safna, tónlistaskóla og Amtsbókasafns ásamt fulltrúa frá safna- og menningarmálanefnd.

Á 109. fundi safna- og menningarmálanefnd ítrekaði nefndin ósk sína um að fá skýrslu um Norðurljósahátíðina árið 2018, liggi hún fyrir.

Á 608. fundi sínum fól bæjarráð safna- og menningarmálanefnd að koma með tillögu að starfsnefnd fyrir Norðurljósahátíð 2020.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til að eftirfarandi aðilar myndi starfsnefnd fyrir Norðurljósahátíðina 2020:

Hjördís Pálsdóttir: Forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Eldfjalla- og Vatnasafns
Sigurður Grétar Jónasson: Starfsmaður Eldfjalla- og Vatnasafns
Guðrún A. Gunnarsdóttir: Formaður Safna- og menningarmálanefndar
Nanna Guðmundsdóttir: Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi
Hólmgeir Þórsteinsson, kennari við Tónlistarskólann í Stykkishólmi
Starfsmaður: Þórunn Sigþórsdóttir

6.Norska Húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, kom á síðasta fund Safna- og menningarmálanefndar og gerði þar grein fyrir drögum að söfnunar og sýningarstefnu árið 2020.

Safna- og menningarmálanefn vísaði á síðasta fundi sínum fyrirliggjandi drögum til frekari umfjöllunar í nefndinni.

Á 608. fundi bæjarráðs var söfnunar og sýningarstefnu Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árin 2020-2025 vísað til Byggðasamlags Snæfellinga.

Á fundi framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga, 18. desember 2019, var söfnunar og sýningarstefnu Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árin 2020-2025 vísað til aðalfundar Byggðasamlags Snæfellinga.

Þá eru lagt fram erindi framkvæmdastjóra safnaráðs þar sem tilkynnt er um úthlutun Öndvegisstyrks til Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið - samkvæmt aðalúthlutun safnasjóðs 2020 til nýrrar grunnsýningar Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur forstöðumanns Norska hússins þar sem óskað var eftir tilnefningum frá framkvæmdarstjórum sveitarfélagana á Snæfellsnesi fyrir hugarflugsfund þar sem efni og innihald sýningarinnar er rætt, en formenn safna- og menningarmálanefndar eru fulltrúar sveitarfélaganna á þeim fundum.

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, gerir safna- og menningarmálanefnd grein fyrir stöðu málsins og næstu skrefum.
Forstöðumaður Norska hússins gerir grein fyrir stöðu mála og nýúthlutuðum öndvegisstyrk að fjárhæð 9,5 mkr. til Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.

7.Gjaldskrá fyrir afnot af húsnæði Amtsbókasafns

Málsnúmer 2002021Vakta málsnúmer

Framlagt minnisblað forstöðumanns Amtsbókasafnsins vegna gjaldskrár fyrir afnot af húsnæði Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.

Bæjarráð vísaði á 610. fundi sínum minnisblaðinu og umfjöllun um gjaldskrá safnsins til frekari umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd og jafnframt til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu um gjaldskrá.

8.Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð

Málsnúmer 2006023Vakta málsnúmer

Miðstöðvar og mangarar er útiskiltasýning sem stefnt er að verði dreift víðsvegar um Breiðafjarðarsvæðið, á valda sögustaði. Efni sýningarinnar er saga verslunar, með áherslu á þátt þýskra og enskra kaupmanna. Þó að Þjóðverjarnir séu fyrirferðarmiklir í þessu verkefni, er einnig fjallað um viðskipti Breiðfirðinga við aðra erlenda kaupmenn, einkum frá Englandi en líka frá Noregi og Danmörku. Einnig er greint frá samskiptum hinna erlendu kaupmanna við Íslendinga á svæðinu, einkum valdamenn.

Úti-skiltasýningin er unnin af Tryggva Dór Gíslasyni en er hluti af stærra rannsóknarverkefni í Háskóla Ísland. Forsvarsmenn verkefnisins eru Sverrir Jakobsson, lektor í sagnfræði, Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði og Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, öll við Háskóla Íslands. Auk þeirra koma að verkefninu MA nemar; í sagnfræði, fornleifafræði, þýsku og hagnýtri menningarmiðlun. Þessir MA nemar, höfundur þar með talinn, unnu lokaverkefni sín í tengslum við verkefnið: Saga Breiðafjarðar.

Fyrir liggur að setja upp skilti við Nesvog í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða skiltagerð eða texta.

9.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2006024Vakta málsnúmer

Almenn umræða um styrkumsóknir.
Almennar umræður urðu um styrki og sjóði sem sótt hefur verið í og aðra möguleika í þeim efnum.

Á 109. fundi safna og menningamálanefndar var fjallað um sögu og menningararf Stykkishólms (mál nr. 1905057) og samþykkti nefndin að vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinni og var sammála um að vinna það áfram, skipuleggja og ákveða markmið þess og umfang. Efling Stykkishólms í samstarfi við Stykkishólmsbæ og Anok margmiðlun ehf sóttu um styrk í það verkefni til Uppbyggingarsjóðs Vesturlands og fékkst úthlutun kr. 300.000 í það verkefni. Í framhaldi af því fékkst styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna í rannsóknarverkefni því tengdu í 3 mánuði, sem Anna Melsteð mun vinna í tengslum við nám í HÍ.

10.Opnunartími Eldfjallasafns

Málsnúmer 2005036Vakta málsnúmer

Til umræðu er opnunartími Eldfjallasafns fyrir sumarið 2020 og starfsemi næsta vetur.

Bæjarstjóri gerði á 613. fundi bæjarráðs grein fyrir fyrirkomulagi á sumaropnum safnanna. Stefnt er að eftirfarandi sumaropnun:

Norska húsið opið 11-17.
Vatnasafn opið 11-17 (með kóða).
Eldfjallasafn opið 13-17.

Á 613. fundi bæjarráðs fól ráðið bæjarstjóra að útfæra skipulag starfsemi Eldfjallasafnsins næsta vetur og leita umsagnar safna- og menningarmálanefndar, Eflingar Stykkishólms og atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Fyrir liggur bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar um málið og er hún framlögð, en á 614. fundi bæjarráðs var bókuninni vísað til umsagnar safna- og menningarmálanefndar.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi opnunartíma og leggur til að safnið verði opið fyrir hópa næsta vetur. Nefndin vekur athygli á því að húsnæðið hefur verið nýtt til ýmisa viðburða allt árið umkring og hvetur til þess að slíkt verði gert áfram.

Safna- og menningarmálanefnd frestar umræðunni um bókun atvinnu- og nýsköpunarnenfndar til næsta fundar.

11.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu Samkomuhússins í Stykkishólmi, endurgerð og framtíðarsýn. Þá er lögð fram skýrsla um undirbúningur að endurgerð á Samkomuhúsinu við Aðalgötu 6 í Stykkishólmi m.t.t. ástands og uppruna. Með skýrslunni er lagt mat á mikilvægi þess að húsið verði endurgert og að lokum er gerð grein fyrir tillögu að endurgerð hússins með texta og teikningum.

Nýverið sótti Stykkishólmsbær um styrk til húsfriðunarnefndar til endurbóta á húsnæðinu í samræmi við fyrirliggjandi endurgerðaráætlun. Í svari nefndarinnar kom fram að húsafriðunarnefnd taldi ekki raunhæft að opna fyrir umsóknir um ný verkefni vegna viðbótarstyrkja til atvinnuskapandi verkefni sumarið 2020. Nefndin mælti með að við úthlutun viðbótarstyrkja yrði eingöngu litið til verkefna sem fjallað var um við seinustu úthlutun úr sjóðnum fyrr á þessu ári og varð það niðurstaðan. Hvatti minjastofnun yfirvöld í Stykkishólmi til að sækja um styrk fyrir endurgerð samkomuhússins við næstu úthlutun á komandi vetri.

Á fundi safna- og menningarmálanefndar verður tekin til umfjöllunar framtíð Samkomuhússins í Stykkishólmi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Safna- menningarmálanefnd er sammála um að menningarlegt gildi hússins er ótvírætt og leggur til að sótt verði um styrki til að endurgera það og bæta svo sómi sé af.

12.Sumaropnunartími Amtsbókasafnsins

Málsnúmer 2006026Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga forstöðumanns Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi að breyttum sumaropnunartíma safnsins.
Safna- og menningarmálanefnd styður tillögu forstöðumanns Amtsbókasafns.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?