Fara í efni

Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020

Málsnúmer 1909028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020 sem tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2020-2023. Þá tekur gjaldskráin mið af yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 þar sem mælst var til þess að sveitarfélögin hækki gjaldskrár sínar á árinu 2020 um 2,5% að hámarki.

Á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 2,5% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,52%
Fasteignaskattsprósenta verði, (A 0,41%, B 1,32% og C 1,57%)
Lóðarleiguprósenta verði (A 1,04%, C 2,15% og 6% á ræktunarland)
Sorphirðugjöld hækki í 51.600 kr. úr 49.600 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,18% úr 0,20% á íbúðahúsnæði og úr 0,24 í 0,21 á atvinnuhúsnæði.
Tillaga bæjarráðs samþykkt.

Til máls tóku:HH,EF,RMR og JBJ

Gjaldskrá sorphirðu Stykkishólmsbæjar árið 2020 samþykkt.

Gjaldskrár fráveitu Stykkishólmsbæjar árið 2020 samþykkt.


Gjaldskrá slökkviliðs Stykkishólmsbæjar árið 2020 samþykkt.

Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar í heild sinni samþykkt.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á síðasta bæjarstjórnarfundi, en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2020-2023. Þá tekur gjaldskráin mið af yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 þar sem mælst var til þess að sveitarfélögin hækki gjaldskrár sínar á árinu 2020 um 2,5% að hámarki.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við gjaldskrá.

Safna- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 25.11.2019

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á síðasta bæjarstjórnarfundi, en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2020-2023. Þá tekur gjaldskráin mið af yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 þar sem mælst var til þess að sveitarfélögin hækki gjaldskrár sínar á árinu 2020 um 2,5% að hámarki.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá, en rúna mætti þær fjárhæðir sem ekki eru á heilum tug.
Getum við bætt efni síðunnar?