Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023

Málsnúmer 1910028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019

Fjárhagsáætlun 2020 framlögð ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023, en á 606. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2020 auk þriggja ára fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2021-2023.

Jakob Björgvin Jakobsson, Bæjarstjóri, hafði framsögu um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 og gerði grein fyrir helstu rekstrarliðum í áætluninni.

Helstu lykiltölur eru eftirtaldar:

Fjárhagsáæltun aðalsjóðs Stykkishólmsbæjar A-hluti 2020:
Tekjur alls: 1.402.706.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: 1.288.683.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 23.299.000
Veltufé frá rekstri: 157.145.000
Afborganir langtímalána: 143.902.000
Handbært fé í árslok: 98.138.000

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Stykkishólmsbæjar 2020:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 15.047.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 19.140.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 2.237.000
Rekstrarniðurstaða Dvalarheimils: -14.034.000
Rekstrarniðurstaða Þjónustuíbúða: 2.563.000
Veltufé frá rekstri: 53.622.000
Afborganir langrímalána: 18.568.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Stykkishólmsbæjar A B hluti 2020:
Tekjur alls: 1.766.924.000
Gjöld alls: 1.612.100.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 54.188.000
Veltufé frá rekstri: 210.767.000
Afborganir langtímalána: 162.469.000
Handbært fé í árslok: 98.137.000

Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá, framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2021-2023 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH,EF,SIM,RMR og JBJ

Tekið var fundarhlé í 25 mínútur.

Á bæjarstjórnarfundi nr. 371 þann 13. desember 2018 bókaði H-listi eftirfarandi: „Við erum stolt af því að forsendum fjárfestingaráætlunar fyrir þetta ár var haldið og ekki vikið frá þeim markmiðum sem sett voru í september. Ekki er gert ráð fyrir neinum lántökum á seinni hluta kjörtímabilsins en ráðist verður í umtalsverða niðurgreiðslu skulda og gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði um 500 milljónir“.

Fulltrúi L-lista bókaði eftirfarandi: „Gert er ráð fyrir að tekjur aukist um 8,1% á árinu. Vonandi stenst sú spá þó ég telji vel í lagt með að áætla svona mikla tekjuaukningu“.

Á árinu 2019 var áætluð lántaka 45 millj. kr. en var aukin um 58 millj. kr. Er lántaka ársins 2019 því 103 millj. kr.

Stefnt var að því fyrir ári að framkvæma fyrir ríflega 490 millj. kr. á kjörtímabilinu og að lántaka á þeim tíma ætti að vera 55 millj. kr., þá bara fyrstu tvö árin. Fyrir árið 2020 var lántaka áætluð 10 millj. kr. Heildar áætluð lántaka yfir tímabilið var 11,2% af áætluðum framkvæmdum. M.v. áætlunina eins og hún liggur fyrir núna, án þess að dregið verði úr framkvæmdum, er áætlað að taka lán fyrir sama tímabil að fjárhæð 363 millj. kr. eða 74,1% af áætluðum framkvæmdum.

Það átti að taka 55 millj. kr. á fyrstu tveimur árum þessa kjörtímabils og ekkert eftir það. En skv. fyrirliggjandi drögum að þriggja ára fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 40 millj. kr. til viðbótar því sem er hér áður talið.

Þörfin fyrir aukna lántöku skýrist fyrst og fremst af ofáætluðum útsvarstekjum eins og L-listi varaði við í bókun á fundi nr. 371 þann 13.13.2018. Ofáætlaðar útsvarstekjur nema um 200 millj. kr. yfir tímabilið og því fylgja hærri vextir og afborganir á tímabilinu eða sem nemur ríflega 100 millj. kr.

Nú þegar er farið að ráðstafa fjárheimildum næsta árs, án samþykktar bæjarstjórnar, þar sem að 10 millj. kr. vegna malbikunar göngustíga í sumar koma ekki til greiðslu fyrr en á næsta ári.

Undirrtaðar vísa í svar bæjarstjóra við bókun Okkar Stykkishólms (málsnúmer 2.20.1909037) á 379. bæjarstjórnarfundi og óska eftir útskýringum á því hvernig fjárheimildir vegna göngustíga rúmast innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2019 þegar enn eru 10 milljónir ógreiddar vegna framkvæmdanna og koma til greiðslu 2020.

Það er einsýnt að fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar þarf að draga úr áætluðum framkvæmdum á tímabilinu og jafnframt að leita allra leiða til að hagræða enn frekar í rekstri bæjarins.

Okkar Stykkishólmur,

Erla Friðriksdóttir

Theódóra Matthíasdóttir

Bæjarfulltrúin L-listans tekur heilshugar undir bókun Okkar Stykkishólms

Ragnar Már Ragnarsson

H-listinn bendir á að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er í enn í vinnslu og þetta er fyrri umræða um hana. Fjárfestingar verða teknar til skoðunar milli umræðna. Við viljum benda á að almenn ánægja er með þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu ári. Eins og bæjarstjóri fór yfir í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun er rekstarafkoma A- og B hluta áætluð jákvæð um kr. 54.188.000 og veltufé frá rekstri kr. 210.767.000. Þá er gert ráð fyrir kr. 162.469.000 í afborganir langtímalána á næsta ári.

Ekkert gefur tilefni til annars en að bjart sé framundan í fjármálum Stykkishólmsbæjar að öðru óbreyttu, jafnvægi er í rekstri bæjarins og innviðir bæjarfélagsins eru traustir. Þá er jákvætt hversu góð eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og góður gangur hefur verið í atvinnulífi bæjarins.


H-listinn lítur því jákvæðum augum á framtíðina.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Steinunn Magnúsdóttir

Kolbeinn Björnsson

Anna Margrét Pálsdóttir

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Fyrir Velferðar- og jafnréttisnefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2020 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Velferðar- og jafnréttisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Safna- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 25.11.2019

Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lögð fram fjárhagsáætlanir safna í Stykkishólmsbæ og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2020 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Getum við bætt efni síðunnar?