Fara í efni

Reglur um úthlutun búseturéttaríbúða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2001017

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4. fundur - 07.09.2020

Starfshópur var skipaður af bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til mótunar reglna um búsetturétt.

Hópinn skipa Magnús Ingi Bæringsson formaður, Guðrún Anna Gunnarsdóttir, Birta Antonsdóttir, Þór Örn Jónsson og Jón Sindri Emilsson.

Hópurinn hefur haldið einn fund þar sem mótuð voru drög að reglum sem eru nú lagðar fram til samþykktar.
Velferðar og jafnréttismálanefnd fór yfir drög, nema að því að leiti að hugsanlega mætti skoða möguleikan á því að hægt væri að meta aðstæður þeirra sem eru á listanum. Velferðar og jafnréttismálanefnd myndi þá fara yfir umsóknir og úthluta íbúðir

Velferðar- og jafnréttismálanefnd felur formanni að koma ábendingum á framfæri við starfshóp reglna um búseturétt.

Öldungaráð - 6. fundur - 07.12.2020

Starfshópur var skipaður af bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til mótunar reglna um búsetturétt.

Hópinn skipa Magnús Ingi Bæringsson formaður, Guðrún Anna Gunnarsdóttir, Birta Antonsdóttir, Þór Örn Jónsson og Jón Sindri Emilsson.

Hópurinn hefur haldið einn fund þar sem mótuð voru drög að reglum sem eru nú lagðar fram til samþykktar.

Velferðar og jafnréttismálanefnd fór yfir drögin á 4. fundi sínum, og taldi skoða möguleikan á því að hægt væri að meta aðstæður þeirra sem eru á listanum. Velferðar og jafnréttismálanefnd myndi þá fara yfir umsóknir og úthluta íbúðir

Velferðar- og jafnréttismálanefnd fól formanni að koma ábendingum á framfæri við starfshóp reglna um búseturétt.
Öldungarráð leggur til að 2. málsl. 1. gr. og 2. mgr. 2. gr. verði felldar út.

Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi reglur.

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Lögð fram að nýju drög að reglum um búseturéttaríbúðir fyrir aldraða eftir umfjöllun málsins í velferðar- og jafnréttismálanefnd og öldungaráði.

Bæjarráð samþykkti reglur um úthlutun búseturéttaríbúða í Stykkishólmi á 627. fundi sínum, með áorðnum breytingum, og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?