Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

4. fundur 07. september 2020 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Berglind Lilja Þorbergsdóttir aðalmaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir (IE) aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson
  • Ríkharður Hrafnkelsson
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá

1.Fjárhagslegar og samfélagslegar aðgerðir Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19

Málsnúmer 2004015Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um fjárhagslegar og samfélagslegar aðgerðir Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

2.Aðgerðir Stykkishólmsbæjar vegna COVID-19

Málsnúmer 2003010Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um aðgerðir Stykkishólmsbæjar vegna COVID-19 ásamt viðbragðsáætlun bæjarins.
Lagt fram til kynningar.

3.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 2007006Vakta málsnúmer

Lagðar fram stöðuskýrslur uppbyggingarteymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
Ákveðið var að fresta kynningu á lið þrjú til næsta fundar.

4.Færsla á hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili, en að verkefninu koma Framkvæmdasýsla ríkisins, Ríkiseignir, Heilbrigðisráðuneytið, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ásamt Stykkishólmsbæ.

Einnig er lögð fram auglýsing Ríkiskaupa og Framkvæmdarsýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkiseigna, vegna útboðs í 2. áfanga við endurbætur á HVE Stykkishólmi, Austurgötu 7.
Ákveðið var að fresta kynningu á lið fjögur til næsta fundar.

5.Málþing um lífsgæði fatlaðs fólks á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009007Vakta málsnúmer

Málþing um Lífsgæði fatlaðs fólks á Snæfellsnesi fer fram 22.október. Formaður Velferðar og jafnréttisnefndar er hluti af starfshópi sem sér um skipulagningu málþingsins og mun kynna það fyrir nefndinni.
Nefndin fagnar þessu framtaki.

6.Akstursþjónusta í Stykkishólmi

Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Stykkishólmsbæjar. Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundarfulltrúi, kemur á fund nefndarinnar og gerir grein fyrir tilraunarverkefni um akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs komast ekki ferða sinna aðstoðarlaust.
Verkefnið hefur verið í biðstöðu á meðan hentug lausn finnst sem getur miðað að þörfum allra sem glíma við skerta hreyfigetu. Þangað til væri hægt að skoða leiðir til þess að nýta þann bifreiðakost sem til er hjá sveitarfélaginu. Rætt var um það hvort hægt væri að samnýta þann bíl sem sér um matarsendingar. Hugsanlega væri hægt að skoða að hefja þjónustu að afmörkuðu leyti þrátt fyrir að ekki næðist að þjónusta alla fyrst um sinn.

7.Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2009005Vakta málsnúmer

Tekin til umfjöllunar staða heilsueflingar eldri borgara, lagður fram tölvupóstar tengdir málinu þar sem m.a. er að finna æfingamyndband sem unnið var fyrir eldri borgara í Stykkishólmi. Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundarfulltrúi, kemur á fundinn og gerir grein fyrir stöðu mála.
Mjög gott og þarft verkefni, nefndin fagnar þeirri vinnu sem farið hefur fram og telur hana vera gríðarlega mikilvæga.

8.Jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2018-2022

Málsnúmer 1904049Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi frá Jafnréttisstofu þar sem koma fram ábendingar frá Jafnréttisstofu varðandi viðbætur við jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2018-2022, m.a. að hægt sé að kveða með skýrari hætti á um það hvernig unnið sé að því að bæta stöðu kynjanna í sveitarfélaginu, sbr. 12. gr. jafnréttislaga.

Velferða- og jafnréttismálanefnd vísaði á, 3. fundi sínum, erindinu til áframhaldandi vinnu í nefndinni.

Unnið hefur verið, bæði í nefndinni og af formanni velferðar- og jafnréttismálanefndar, að nýrri jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar sem er nú lögð fram til samþykktar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd samþykkir fyrir sitt leiti jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar og leggur til að bæjarstjórn samþykki áætlunina.

9.Umsókn um félagslega íbúð

Málsnúmer 2009011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um félagslega íbúð. Ríkharður Hrafnkelsson mætir til fundar og gerir grein fyrir stöðu mála.
Ákvörðun bókuð í trúnaðarmálabók.

10.Ályktun Landsfundar LEB 2020 um velferðar og heilbrigðismál

Málsnúmer 2007008Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Landsfundar LEB 2020 um velferðar og heilbrigðismál.
Stykkishólmsbær hefur bætt þjónustu við aldraða mikið að undanförnu að mati nefndarinnar, meðal annars með heilsueflingu og teljum við þjónustuna vera í góðum farvegi. En mikilvægt er að horfa til þess að bæta þjónustu við fólk svo það geti verið lengur heima. Málefnin verða áfram til umfjöllunar í nefndinni nú sem áður.

11.Velferðarstefna Vesturlands

Málsnúmer 1901033Vakta málsnúmer

Lögð fram velferðarstefna Vesturlands sem gefin var út 12. ágúst 2020.
Vísað til næsta fundar.

12.Eineltisáætlun Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2009006Vakta málsnúmer

Tekin til umræðun eineltisáætlun Stykkishólmsbæjar.
Rætt var um vinnu sem farið hefur fram hjá eineltisráði. Velferðar og jafnréttismálanefnd telur mikilvægt að aðstæður með tilliti til eineltis séu kannaðar hjá starfstöðvum Stykkishólmsbæjar. Velferðar og jafnréttismálanefnd bendir á að hugsanlega þyrfti að víkka út áætlunina svo hún tæki en frekar til kynferðislegrar áreitni og ofbeldis.
Samþykkt að vísa til áframhaldandi umræðu í nefnd.

13.Reglur um úthlutun búseturéttaríbúða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2001017Vakta málsnúmer

Starfshópur var skipaður af bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til mótunar reglna um búsetturétt.

Hópinn skipa Magnús Ingi Bæringsson formaður, Guðrún Anna Gunnarsdóttir, Birta Antonsdóttir, Þór Örn Jónsson og Jón Sindri Emilsson.

Hópurinn hefur haldið einn fund þar sem mótuð voru drög að reglum sem eru nú lagðar fram til samþykktar.
Velferðar og jafnréttismálanefnd fór yfir drög, nema að því að leiti að hugsanlega mætti skoða möguleikan á því að hægt væri að meta aðstæður þeirra sem eru á listanum. Velferðar og jafnréttismálanefnd myndi þá fara yfir umsóknir og úthluta íbúðir

Velferðar- og jafnréttismálanefnd felur formanni að koma ábendingum á framfæri við starfshóp reglna um búseturétt.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?