Fara í efni

Tillaga að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19

Málsnúmer 2004015

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020

Lagðar eru fram tillögur bæjarstjóra að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19, en málinu var á 611. fundi bæjarráðs vísað til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir stuðningi sínum við framkomnar tillögur að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna fyrir atvinnulíf vegna COVID-19. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Stykkishólmsbær sé reiðubúinn að skoða frekari aðgerðir til að verja störf í bænum eftir því sem áhrif veirunnar á atvinnulíf í bænum koma betur í ljós.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir sig reiðubúna að koma að undirbúningi markaðsátaks til eflingar á ferðaþjónustu á svæðinu og kynningu á Stykkishólmi þar sem dregnir eru fram kostir þess að búa í Stykkishólmi. Einnig er nefndin reiðubúin til að vinna, í samvinnu við Eflingu Stykkishólms, áætlun um markaðssetningu Stykkishólms og stuðning bæjarins við ferðaþjónustu sem viðbrögð við hruni í ferðaþjónustu fyrir árin 2020- 2021.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd er ennfremur reiðubúin að móta tillögur að stuðningi við nýsköpunarverkefni, aðstoð við frumkvöðla og nýsköpunarumhverfis í Stykkishólmi, ásamt leiðum til að skapa skapandi greinum í Stykkishólmi skilyrði til vaxtar til lengri tíma.

Loks er atvinnu- og nýsköpunarnefnd reiðubúin að móta tillögur að sóknarfærum í tengslum við störf án staðsetninga, þar með talið hvernig skapa megi bætta umgjörð og tækifæri í Stykkishólmi í því sambandi.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4. fundur - 07.09.2020

Lögð fram gögn um fjárhagslegar og samfélagslegar aðgerðir Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?