Fara í efni

Nesvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005083

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2. fundur - 24.06.2020

Sótt er um leyfi til að endurnýja klæðningu á hluta af húsinu og á sama tíma breyta gluggum á þeim hluta.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Skv. c-lið, greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð segir að minniháttar framkvæmdir, svo sem endurnýjun veggklæðninga utanhúss og glugga (viðhald), þegar notað sé eins eða sambærilegt efni og fyrir var og útlit byggingar ekki breytt eða breyting sé óveruleg, einnig nýklæðning þegar byggðra bygginga, séu undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær í samræmi við deiliskipulag.

Skv. aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er fjallað um götumyndir, ásýndir húsa og efnisval.

Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Nesveg 20, er erindinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 3. fundur - 10.07.2020

Tekin er fyrir að nýju umsókn Skipavíkur um leyfi til þess að endurnýja klæðningu á hluta af Nesvegi 20, og á sama tíma breyta gluggum á þeim hluta.

Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Nesveg 20, var erindinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar sem samþykkti erindið.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Getum við bætt efni síðunnar?