Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

3. fundur 10. júlí 2020 kl. 12:00 - 13:00 Í gegnum fjarfundarkerfi
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Laufásvegur 9 - Lóðamál

Málsnúmer 2006060Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir fyrirspurn frá Sigurði Kristinssyni varðandi aðgengi um hurð á bílskúr á lóamörkum Laufásvegar 7 og 9.
Byggingarfulltrúi leggur til að gerð verði kvöð um aðgegni á lóðaleigusamningi Laufásvegar 7, í samvinnu við lóðahafa.

2.Nesvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005083Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju umsókn Skipavíkur um leyfi til þess að endurnýja klæðningu á hluta af Nesvegi 20, og á sama tíma breyta gluggum á þeim hluta.

Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Nesveg 20, var erindinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar sem samþykkti erindið.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hjallatangi 1 - byggingarleyfi

Málsnúmer 2005084Vakta málsnúmer

Skipavík sækir um byggingarleyfi fyrir raðhús úr krosslímdum einingum á Hjallatanga 1.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarregluger 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

4.Ægisgata 1 - Breyting á klæðningu

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju umsókn Guðbrandar Björgvinssonar um breytingar á kæðningu Ægisgötu 1 frá áður samþykktu byggingarleyfi, sbr. teikningu dags. 26.06.2020

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir Ægisgötu, var erindinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar sem samþykkti erindið.
Byggingarfulltrúi samþykkir beðni um breytingar á klæðningu á Ægisgötu 1.

5.Skilti við aðkomu Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2006038Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að nýju móttökuskilti við aðkomu inn í Stykkishólm. Skiltið verður tilbúið til uppsetningar með flangs til að skrúfa ofaná steypta undirstöðu. Álplötur á milli stoða eru með endurskinsgrunn.

Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum fyrirliggjandi móttökuskilti við aðkomu inn í Stykkishólm og vísaði erindinu til afgreiðslu hjá skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúa í samræmi við reglur um staðsetningu og útlit auglýsingaskilta í Stykkishólmsbæ.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni síðunnar?