Fara í efni

Orkuskipti í samgöngum - hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2006042

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Á 615. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að vinna áfram að því að hraða uppbyggingu hraðhleðsluinnviða í Stykkishólmi og stuðla að því að 150kw stöð verði sett upp í Stykkishólmi. Á 248. fundi skipulags- og byggingarnefndar voru lagðar fram tillögur að staðsetningum á rafhleðslustöðvum fyrir bíla í landi bæjarins. Á fundi sínum taldi skipulags- og byggingarnefnd fyrsta kostinn vera að staðsetningu á bílaplani við Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Á 624. fundi bæjarráðs var samþykkt að málið yrði unnið áfram í samræmi við tillögu nefndarinnar.

Lagður er til samþykktar afnotasamningur við Ísorku hf. vegna rafhleðslustöðvar í samræmi við samþykkt skipulags- og byggingarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til þess að semja um og eftir atvikum rita undir afnotasamning f.h. bæjarins vegna rafhleðslustöðvar sem stefnt er að setja upp við Íþróttamiðstöð Stykkishólms í samræmi við afgreiðslur fastanefnda og fyrirliggjandi gögn.
Getum við bætt efni síðunnar?