Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Austurgata 4
Málsnúmer 2504006Vakta málsnúmer
Lagt fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt lóðarhöfum Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðjustíg 2 og 2a.
Athugasemdir bárust frá eigendum Smiðjustígs 2 og Austurgötu 4a.
Skipulagsfulltrúi leggur fram, til samþykktar, athugasemdir og bókun að svari við athugasemdirnar.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt lóðarhöfum Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðjustíg 2 og 2a.
Athugasemdir bárust frá eigendum Smiðjustígs 2 og Austurgötu 4a.
Skipulagsfulltrúi leggur fram, til samþykktar, athugasemdir og bókun að svari við athugasemdirnar.
Skipulagsnefnd samþykkir svör við athugasemdum og framlagða deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
2.Ósk Íslenska Gámafélagsins um landsvæði til afnota
Málsnúmer 2508002Vakta málsnúmer
Lögð til umsagnar beiðni Íslenska gámafélagsins þar sem óskað er eftir stækkun á lóð við Flugvallaveg 20. Bæjarráð tók erindið fyrir á 35. fundi sínum og óskar umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði afnotasamningur við Íslenska gámafélagið, sbr. tillögu skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Afnotasamningur verði í gildi þar til deiliskipulag hefur verið unnið af öllu svæðinu.
3.Hraðhleðslustöðvar
Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer
Lagt fram til afgreiðslu drög að samningi við InstaVolt Iceland ehf þar sem óskað er eftir úthlutun lóðar/lóðarrýmis til að koma fyrir tveimur hraðhleðslueiningum fyrir rafbíla.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við InstaVolt um nánari staðsetningu.
4.Orkuskipti í samgöngum - hraðhleðslustöðvar
Málsnúmer 2006042Vakta málsnúmer
Lagt fram yfirlit yfir núverandi og fyrirhugaðar hraðhleðslustöðvar í sveitarfélaginu, ásamt drögum að leigu- og/eða afnotarsamningum við sveitarfélagið í því sambandi.
Skipulagsfulltrúi leggur fram yfirlitsmynd af núverandi og fyrirhuguðum hraðhleðslustöðvum í sveitarfélaginu ásamt drögum að leigu-/afnotasamningum við sveitarfélagið.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessar staðsetningar og að kannaðir verði fleiri möguleikar fyrir hleðslustöðvar við vinnslu á framtíðarskipulagi í sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd telur að bæta þurfi í samningana ákvæði um uppsögn af beggja hálfu.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á klára samninga við Tesla og Orkusöluna
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessar staðsetningar og að kannaðir verði fleiri möguleikar fyrir hleðslustöðvar við vinnslu á framtíðarskipulagi í sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd telur að bæta þurfi í samningana ákvæði um uppsögn af beggja hálfu.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á klára samninga við Tesla og Orkusöluna
Fundi slitið - kl. 18:50.