Fara í efni

Skólastígur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2006044

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2. fundur - 24.06.2020

Ellert Kristinnsson sækir um leyfi fyrir geymsluskúr 24 m2 / 89,5 m3.
Vegghæð er 2,73 m (salarhæð min) og mænishæð 4,98 m (salarhæð max). ATH 4,73 skv. sniði C-C skv. aðaluppdrætti.
Húsið fellur ekki undir g-lið (smáhýsi á lóð) né i-lið (lítið hús á lóð) greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Í ljósi þess að staðsetning geymsluskúrsins er ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins er erindinu vísað til skipulagsnefndar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6. fundur - 11.09.2020

Ellert Kristinsson sækir um leyfi fyrir geymsluskúr skv. aðaluppdráttum frá Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 11.06.2020.
Stærð hússins er 4 x 6 m eða 24 m2 og 94,3 m3. Vegghæð er 2,73 m og mænishæð 4,73 m.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. júlí til og með 4. ágúst fyrir eigendum Hafnargötu 9. Engar athugasemdir bárust.

Húsið verður byggt á steinsteyptum sökklum og gólfplötu en burðarvirki hússins er úr timbri.
Húsið fellur ekki undir g-lið (smáhýsi á lóð) né i-lið (lítið hús á lóð) greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi þ.e. tilkynningarskyldar framkvæmdir og er því byggingarleyfisskylt.

Í ljósi þess að fyrirhugaður geymsluskúr er í samræmi við ákvæði deiliskipulags fyrir svæðið, „Stykkishólmur Miðbær“, A-reit, er erindið samþykkt.
Getum við bætt efni síðunnar?