Fara í efni

Skólastígur 21 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2007018

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4. fundur - 13.08.2020

Marín Valtýsdóttir sækir um leyfi til þess að breyta útlíti og innra skipulagi íbúðar. Húsið verður klætt að utan eins og 21A.
Skv. grein 2.3.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 gilda m.a. eftirtaldar reglur um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis.

Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.
Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd, né fela í sér stækkun húss á nokkurn hátt, nema stækkunin sé smávægileg og falli innan byggingarreits og breyti ekki eða hafi áhrif á götumynd. Húsum sem njóta friðunar, eru byggð fyrir 1918 eða njóta verndar götumyndar er ekki heimilt að breyta á grundvelli þessa ákvæðis.
Að mati byggingarfulltrúa er hér ekki um að ræða óverulega breytingu skv. grein 2.3.4, m.a. vegna breytinga á útliti, færslu inngangs og vegna endurnýjunar burðarvirkis og skal því leita samþykkis skipulagsnefndar, enda liggur ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna.
Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 21 skv. Þjóðskrá Íslands er 1904.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið, né skipulagsnefndar Stykkishólmsbæjar er óskað umsagna þeirra áður en byggingarfulltrúi fjallar um málið að nýju.
Erindinu frestað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11. fundur - 11.03.2021

Tekin er fyrir að nýju umsókn Marínar Valtýsdóttur um leyfi til þess að breyta útlíti og innra skipulagi íbúðar og að klæða hana að utan eins og Skólastígur 21A.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands vegna breytinganna dags. 20.10.2020.

Erindið var grenndarkynnt í nóvember 2020 og var lokafrestur til að gera athugasemdir þann 29. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis gildir meðal annars:

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 21 skv. Þjóðskrá Íslands er 1904.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið Skólastígur 21 og 21A nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eð flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.

Tillagan var grenndarkynnt í nóvember 2020 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 en frestur til að gera athugasemdier var til 29. desember 2020. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands vegna breytinganna.

Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?