Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

4. fundur 13. ágúst 2020 kl. 10:00 Í gegnum fjarfundarkerfi
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lágholt 25 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2007021Vakta málsnúmer

Arnar Hreiðarsson sækir um leyfi til þess að byggja pall og skýli á lóðarmörkum lágholts 25 og 23. Skjólveggur og skýli eru hæst 280cm, til þess að hindra útsýni milli svefnherbergis og eldhúsglugga milli húsa. Undirritað samþykki beggja aðila er í fylgigögnum ásamt teikningum.
Eftirfarandi reglur gilda m.a. um palla, stoðveggi og smáhýsi á lóðum:

?
Skv. e lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð er gerð palla við jarðvegsyfirborð, sem ekki rísa hærra en 0,3 m frá því yfirborði sem fyrir var, flokkað sem minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi, enda séu þær ekki í ósamræmi við deiliskipulag.
Pallur úr brennanlegu efni má þó ekki vera nær lóðarmörkum aðliggjandi lóðar en 1,0 m.

?
Skv. f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru skjólveggir og girðingar, hærri en 1,8 m á hæð, byggingarleyfisskyldir.
Allar girðingar og skjólveggir á lóðarmörkum, eru háðar samþykki beggja lóðarhafa, óháð hæð skv. grein 7.2.3. Lóðarhafar samliggjandi lóða skulu því leggja fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina.

?
Skv. g lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru smáhýsi á lóð, utan byggingarreits, undanþegnar byggingarleyfi þegar m.a. eftirtaldar kröfur eru uppfylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil skv. gildandi deiliskipulagi.
a)
Flatarmál smáhýsis að hámarki 10 m2.
b)
Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m, skal vera glugga- og hurðalaus.
c)
Mesta hæð útveggja eða þaks á smáhýsi skal vera 2,5 m frá yfirborði jarðvegs.
d)
Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m, skal leggja fram hjá byggingarfulltrúa, skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Pallur á lóð:
Byggingarfulltrúi gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að reistur verði pallur á lóð enda verði hann ekki nær aðliggjandi lóðarmörkum en 1,0 m.

Skýli/girðing á lóð:
Samþykkt að reist verði skýli/girðing á lóðarmörkum, enda liggur fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Gróðurhús á lóð:
Ekki liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir smáhýsi sem er nær lóðarmörkum en 3,0 m.
Erindinu hafnað.

2.Silfurgata 25 - Tilkynnt leyfi

Málsnúmer 2007020Vakta málsnúmer

Birkir Freyr Björgvinson tilkynnir skipti á gluggum og útihurðum á Silfurgötu 25
Skv. c lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð eru minniháttar framkvæmdir við viðhald bygginga að utan, þegar notað er eins eða sambærilegt efni og frágangur er þannig að útlit byggingar er ekki breytt, undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær ekki í ósamræmi við deiliskipulag.
Um er að ræða glugga og hurðir úr timbri og verða björgunarop á gluggum í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.
Erindið samþykkt.

3.Skólastígur 21 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2007018Vakta málsnúmer

Marín Valtýsdóttir sækir um leyfi til þess að breyta útlíti og innra skipulagi íbúðar. Húsið verður klætt að utan eins og 21A.
Skv. grein 2.3.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 gilda m.a. eftirtaldar reglur um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis.

Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.
Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd, né fela í sér stækkun húss á nokkurn hátt, nema stækkunin sé smávægileg og falli innan byggingarreits og breyti ekki eða hafi áhrif á götumynd. Húsum sem njóta friðunar, eru byggð fyrir 1918 eða njóta verndar götumyndar er ekki heimilt að breyta á grundvelli þessa ákvæðis.
Að mati byggingarfulltrúa er hér ekki um að ræða óverulega breytingu skv. grein 2.3.4, m.a. vegna breytinga á útliti, færslu inngangs og vegna endurnýjunar burðarvirkis og skal því leita samþykkis skipulagsnefndar, enda liggur ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna.
Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 21 skv. Þjóðskrá Íslands er 1904.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið, né skipulagsnefndar Stykkishólmsbæjar er óskað umsagna þeirra áður en byggingarfulltrúi fjallar um málið að nýju.
Erindinu frestað.

4.Sjávarflöt 5 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2008003Vakta málsnúmer

Stefán Svansson og Arna Sædal sækja um samþykki fyrir endurnýjun á gluggum og gluggabreytingum. Björgunarop uppfærð í stærð skv. reglugerð. Lokað fyrir glugga / hurð á norðvesturhlið, loka undir undir fjóra glugga. Einnig er sótt um samþykki fyrir reyndarteikning af grunnmynd hússins.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?