Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024

Málsnúmer 2010007

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020

Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lögð fram fjárhagsáætlanir safna í Stykkishólmsbæ og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að launakostnaður við Eldfjallasafn verði tekin úr fjárhagsáætlun í ljósi áforma Vulkan ehf. um sölu á safninu. Hvetur nefndin til endurskoðunar á þessu séu möguleikar fyrir hendi að reka safnið áfram í Stykkishólmi.

Safna- og menningarmálanefnd gerir að öðru leyti ekki frekari athugasemdir við við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.

Safna- og menningarmálanefnd leggur til að fjárhagsáætlun byggðasafnsins verði vísað til stjórnar byggðasamlagsins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020

Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd eru lagðar fram fjárhagsáætlarnir þeirra deilda sem starfa á verksviði nefndarinnar og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Einnig eru framkvæmdaáætlanir og aðgerðatillögur lagðar fram.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021.

Öldungaráð - 6. fundur - 07.12.2020

Fyrir öldungaráð eru lagðar fram fjárhagsáætlarnir þeirra deilda sem starfa á verksviði ráðsins og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar árið 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024.

Öldungarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.
Getum við bætt efni síðunnar?