Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

111. fundur 04. nóvember 2020 kl. 16:30 - 21:30 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Jón Sindri Emilsson aðalmaður
  • Greta María Árnadóttir aðalmaður
  • Anna Melsteð aðalmaður
  • Guðrún Gunnarsdóttir formaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir (IE) aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður norska hússins bsh
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Sindri Emilsson ritari
Dagskrá

1.Hönnun á útsýnisstað í Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Dómnefnd hefur nú valið vinningstillögu í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm. Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg. Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn.

Lagðar eru fram greinargerðir frá teymunum fjórum sem tóku þátt í samkeppninni, álit dómnefndar og minnisblað bæjarstjóra vegna málsins þar sem m.a. má finna hlekk á myndband þar sem vinningstillagan er kynnt formlega, en vegna þróun COVID-19 faraldursins var ekki unnt að halda formlegan viðburð til að kynna vinningstillöguna og aðrar tillögur sem bárust.
Jakob Björgvin, bæjarstjóri gerir grein fyrir samkeppninni, áliti dómnefndar og vinningstillögunni. Safna- og menningarmálanefnd fagnar niðurstöðu samkeppninnar.

2.Auglýst eftir umóknum um styrk úr húsafriðunarsjóði

Málsnúmer 2010020Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing minjastofnunar Íslands sem óskar eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021.
Safna- og menningarmálanefnd minnir á bókun sína frá síðasta fundi, nr. 110, þar sem nefndin var sammála um ótvírætt menningarlegt gildi gamla samkomuhússins í Stykkishólmi, sem nú hýsir Eldfjallasafn, og hvatti til þess að sóttir væru þeir styrkir sem í boði eru til uppbyggingar á húsinu, svo sómi sé af.
Fylgiskjöl:

3.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Hjördís Pálsdóttir, formaður byggðasafns, gerir grein fyrir stöðu verkefna byggðasafnsins.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur byggðasamlagið til að endurskoða geymsluhúsnæði byggðasafnsins, m.t.t. brunavarna, sem safnaráð gerði athugasemdir við árið 2019.

4.Saga og menning Stykkishólms

Málsnúmer 2006024Vakta málsnúmer

Á 110. fundi safna og menningamálanefndar kom fram að Efling Stykkishólms, nú Félag atvinnurekenda í Stykkishólmi, í samstarfi við Stykkishólmsbæ og Anok margmiðlun ehf hafi sótt um styrk í verkefni um sögu og menningararf Stykkishólms til Uppbyggingarsjóðs Vesturlands og fékkst úthlutun kr. 300.000. Í framhaldi af því fékkst styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna í rannsóknarverkefni því tengdu í 3 mánuði, sem Anna Melsteð vann í tengslum við nám í HÍ.

Anna gerir grein fyrir stöðu málsins.
Safna- menningarmálanefnd þakkar Önnu fyrir greinargóða yfirferð og hvetur til þess að verkefnið verði unnið áfram.

5.Sögu og menningararfur í Stykkishólmsbæ/Menningartengd ferðaþjónusta

Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi sögu og menningararfs í Stykkishólmsbæ og aðgerða til að efla átthagafræðslu. Í minnisblaðinu eru tíundaðar hugmyndir að framsetningu átthagafræðslu fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar þannig að hún verði aðgengileg bæði Hólmurum og ferðamönnum og hægt að nýta til menningartengdrar ferðaþjónustu.
Safna- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í þær hugmyndir sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra.

6.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Lögð fram afgreiðsla skóla- og fræðslunefndar vegna húsnæðismála Grunnskólans, greinargerð skólastjóra og áskorun frá kennurum skólans. Einnig er lagt fram minnisblað og tillaga bæjarstjóra ásamt minnisblöðum forstöðumanns Amtsbókasafns.

Bæjarráð samþykkti, á 619. fundi sínum, að vísa minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd og safna- og menningarmálanefnd
Safna- og menningarmálanefnd fagnar því hversu vel salurinn í Amtsbókasafninu hefur verið nýttur eins og fram kemur í minnisblaði forstöðumanns Amtsbókasafnsins.

Safna- og menningarmálanefnd hefur skilning á því að leysa þurfi húsnæðisvanda en lýsir jafnframt yfir áhyggjum af því að bráðabirgðarlausnir standi oft til lengri tíma. Nefndin gerir að öðru leyti ekki athugasemd við minnisblað og tillögur bæjarstjóra en ítrekar að hér sé um tímabundna bráðabirgðarlausn að ræða. Ennfremur hvetur nefndin til skipulagsbreytinga á efri hæð Grunnskólans svo nýta megi húsnæðið betur. Nefndin stefnir að því að taka málið aftur til umfjöllunar næsta vor.

7.Norðurljósahátíð 2020

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Norðurljósanefndar þar sem lagt er til að fyrirhuguð hátíð verði ekki haldin í ár sökum kórónuveiru.
Safna- menningarmálanefnd staðfestir ákvörðun Norðurljósanefndar og leggur til að haldinn verði , í samráði við Æskulýðs- og íþróttanefnd og Stykkishólmsbæ, rafrænn hugmyndaflugsfundur þar sem leitað verður leiða til að skipuleggja viðburði, sem hægt er að halda þrátt fyrir heimsfaraldur, sem leysa Norðurljósahátíðina af hólmi í ljósi þess að hátíðin verður ekki haldin í ár.

8.Málefni Eldfjallasafns

Málsnúmer 2005036Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd gerði ekki athugasemdir við opnunartíma eldfjallasafnsins sem til umræðu var á síðasta fundi nefndarinnar. Nefndin lagði til að safnið yrði opið fyrir hópa í vetur og vakti athygli á því að húsnæðið hefur verið nýtt til ýmisa viðburða allt árið umkring og hvatti jafnframt til þess að slíkt yrði gert áfram.

Fyrir liggur bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar um málið og er hún framlögð, en á 614. fundi bæjarráðs var bókuninni vísað til umsagnar safna- og menningarmálanefndar.

Safna- og menningarmálanefnd frestaði, á síðasta fundi sínum, umræðunni um bókun atvinnu- og nýsköpunarnenfndar til næsta fundar.

Hjördís Pálsdóttir gerir frekari grein fyrir málefnum Eldfjallasafns.
Safna- og menningarmálanefnd er ósammála bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 3. fundi nefndarinnar, um að fjármunum sem bæjarsjóður ver í Eldfjallasafnið sé betur varið í aðra starfsemi. Ýmisir viðburðir hafa verið í Eldfjallasafninu í gegnum árin. Safna- og menningarmálanefnd spyr sig hvað er lifandi safn, eins og bókað er hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd, ef farið væri eftir bókun nefndarinnar væru flest söfn aflögð.

Safna- og menningarmálanefnd telur að það hafi verið mikinn feng fyrir Hólmara að fá safnið í bæinn. Safnmunir eru mjög verðmætir og fágætir, þ.a.m. listaverkin.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsögu safnsins og hvernig aðkomu bæjarins var háttað frá upphafi. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sem haldinn var með forsvarsmönnum Vulkan ehf. um stöðu safnsins, framtíð þess og ástand samkomuhússins sem hýsir safnið.

Safna- menningarmálanefnd leggur áherslu á verðmæti safnsins og gildi þess í menningarlegu-, vísindalegu- og sögulegu samhengi, bæði fyrir Stykkishólm, fyrir Snæfellsnes, sér í lagi jarðfræði svæðisins, og landið allt, enda er safnið einstakt lista- og vísindasafn. Nefndin hefur hins vegar bæði skilning á forgangsröðun Stykkishólmsbæjar, hvað varðar fjárfestingar næsta árs, og þeirri afstöðu Haraldar Sigurðsson, jarðfræðings, sem fram kemur í tilkynningu frá honum. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin hvetur safna- og menningarmálanefnd bæjarstjórn og forsvarsmenn Vulkan ehf. til þess að leita allra leiða til þess halda safninu í Stykkishólmi, eins og ávallt var stefnt að yrði framtíðarstaðsetning safnsins, með það að leiðarljósi að finna þessu merkilega safni annan hentugri stað í Stykkishólmi.

9.Málþing um Súðbyrðinginn

Málsnúmer 2010028Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað/tillaga bæjarstjóra vegna málþings um Súðbyrðinginn og tilnefningu hans á heimsminjaskrá UNESCO sem fyrirhugað er að halda í Stykkishólmi 30. janúar ef aðstæður leyfa.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar tillögunni og hvetur til þess að málþingið verði haldið í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa. Nefndin hvetur einnig þá sem hafa áhuga á að flytja erindi á málþinginu til að setja sig í samband við Ráðhúsið fyrir frekari upplýsingar.

10.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um stofnun Vatnasafns í Stykkishólmi ásamt punktum frá fjarfundi við James Lingwood, formann Artangels, sem fram fór fyrr í þessum mánuði, þar sem framtíðaráform safnsins voru til umræðu. Hjördís Pálsdóttir gerir frekari grein fyrir stöðu mála.
Safna- menningarmálanefnd leggur áherslu á verðmæti safnsins og gildi þess í menningarlegu samhengi. Þá telur nefndin möguleika á því að nýta íbúðina í safninu til útleigu til listamanna.

Safna- og menningarmálanefnd tekur vel í þá hugmynd að hitta James Lingwood á næsta fundi nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað.

11.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2021

Málsnúmer 2010016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Helsta breyting sem snýr að safna- og menningarmálum gerir ráð fyrir að ársskirteini Amtbókasafns verði íbúum Stykkishólmsbæjar gjaldfrjáls.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar áformum um að ársskírteini Amtsbókasafnsins verði íbúum Stykkishólmsbæjar gjaldfrjáls. Nefndin gerir ekki aðrar athugasemdir við drög að gjaldskrá fyrir sitt leyti.

12.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024

Málsnúmer 2010007Vakta málsnúmer

Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lögð fram fjárhagsáætlanir safna í Stykkishólmsbæ og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að launakostnaður við Eldfjallasafn verði tekin úr fjárhagsáætlun í ljósi áforma Vulkan ehf. um sölu á safninu. Hvetur nefndin til endurskoðunar á þessu séu möguleikar fyrir hendi að reka safnið áfram í Stykkishólmi.

Safna- og menningarmálanefnd gerir að öðru leyti ekki frekari athugasemdir við við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.

Safna- og menningarmálanefnd leggur til að fjárhagsáætlun byggðasafnsins verði vísað til stjórnar byggðasamlagsins.

13.Skýrsla starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms

Málsnúmer 2006029Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms.
Safna- og menningarmálanefnd tekur undir tillögur sem koma fram í skýrslu starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms og vísar skýrslunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Lagt er til að næsti fundur Safna- og menningarmálanefndar verði í janúar.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?