Fara í efni

Sundabakki 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.

Málsnúmer 2011030

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 13. fundur - 09.04.2021

Guðfinna Rúnarsdóttir, f.h. Útgerðafélagsins Grundar ehf., óskar eftir leyfi til að setja upp fótaaðgerðarstofu í bílskúr að Sundabakka 8a í Stykkishólmi.
Á lóðinni eru 3 bílastæði og að auki eru 2 sameiginleg bílastæði með lóð Sundabakka 10.

Á 244. og 247. fundi Skipulags- og byggingarnefndar tók nefndin jákvætt í erindið á grundvelli þess að fyrir lá samþykki hagsmunaaðila við Sundabakka 10 og 10a fyrir starfseminni.
Bæjarráð staðfesti á 619. fundi sínum afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og staðfesti Bæjarstjórn Stykkishólms ákvörðun bæjarráðs.

Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir, grunnmynd af 1. hæð, dags. 07.11.2020 frá W7 slf.
Skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 segir að svæði fyrir íbúðarbyggð sé fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem tengist búsetu og telst því þessi starfsemi samræmast skipulagsáætlunum sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um erindið á 247. fundi sínum þann 13.01.2021 og tók jákvætt í erindið enda lá fyrir samþykki lóðarhafa Sundabakka 10 og 10a.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum slökkviliðsstjóra varðandi eldvarnir og brunamál.

Getum við bætt efni síðunnar?