Fara í efni

Áform um breytingu á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða

Málsnúmer 2101031

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6. fundur - 09.02.2021

Lögð fram umsögn bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lögð fram áform Matvælaráðuneytisins um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu) ásamt frummati á áhrifum lagasetningarinnar.
Bæjarráð fagnar fyrirliggjandi áformum og þeim markmiðum sem stefnt er að í þeim en leggur áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélagið, vinnslur og sjómenn við Breiðafjörð við gerð og setningu reglugerða í framhaldi að fyrirhugaðri lagasetningu.

Að öðru leyti er tekur bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Lögð fram áform Matvælaráðuneytisins um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu) ásamt frummati á áhrifum lagasetningarinnar.

Bæjarráð fagnaði á 7. fundi sínum fyrirliggjandi áformum og þeim markmiðum sem stefnt er að í þeim en lagði áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélagið, vinnslur og sjómenn við Breiðafjörð við gerð og setningu reglugerða í framhaldi að fyrirhugaðri lagasetningu.

Að öðru leyti er tók bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?