Fara í efni

Sæmundarreitur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2102029

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11. fundur - 11.03.2021

Sótt er um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018.
Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi en lóðin hét áður Sæmundarreitur nr. 5 skv. eldra deiliskipulagi.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.
Um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis gildir meðal annars:

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en húsið er talið byggt árið 1900.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið sem fyrirhugað er að flytja á Sæmundarreit nr. 8, nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eð flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið, né skipulagsnefndar Stykkishólmsbæjar er óskað umsagna þeirra áður en byggingarfulltrúi fjallar um málið að nýju.
Erindinu frestað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12. fundur - 18.03.2021

Sótt er um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018.
Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi.
Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en húsið nýtur friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laganna.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggi fyrir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni, dags. 12.03.2021, og á fundi sínum þann 15.03.2021 tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í erindið.
Í ljósi þess að umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið liggur fyrir, og að skipulagsnefnd Stykkishólmsbæjar hefur fjallað um málið eru byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Sótt er um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018.
Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi, en lóðin hét áður Sæmundarreitur nr. 5 skv. eldra deiliskipulagi.
Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið. Byggingin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir stækkun viðbyggingar þar sem hún er í samræami við gildandi deiliskipulag og leggur til að bæjarstjórn til staðfestingar.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lögð er fram umsókn um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018. Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi, en lóðin hét áður Sæmundarreitur nr. 5 skv. eldra deiliskipulagi. Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið. Byggingin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkti stækkun viðbyggingar þar sem hún er í samræmi við gildandi deiliskipulag og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?