Fara í efni

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum (þjóðferjuleiðir)

Málsnúmer 2102037

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir), 137. mál.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur undir tilgang frumvarpsins og mikilvægi þess að gera ferjuleiðir að þjóðferjuleiðum þannig að slíkar samgöngur séu jafnsettar stöðu þjóðvega. Þessi breyting mun tryggja að þær leiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna í samgönguáætlun hverju sinni og þeim fjárveitingum sem þar koma fram, enda eru umræddar tengingar eyjanna við samgöngukerfið afar mikilvægar fyrir íbúa, gesti og atvinnustarfsemi á þeim svæðum sem þarna falla undir.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar undirstrikar mikilvægi ferjuleiðarinnar um Breiðafjörð, sem tengir bæði Flatey og aðrar eyjar sem eru byggðar hluta ársins, ásamt því að tengja sunnanverða Vestfirði við þjóðvegakerfið. Mikil umferð ferðamanna er milli Snæfellsness og Vestfjarða og gegnir þar ferjuleiðin um Breiðafjörð lykil hlutverki.
Getum við bætt efni síðunnar?