Fara í efni

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum

Málsnúmer 2103007

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 17. fundur - 12.03.2021

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Ungmennaráð vill ítreka mikilvægi fræðslu fyrir ungmenni á stjórnmálum og telur að kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri.
Skiptar skoðanir voru á hvort lækka ætti kosningaaldur í 16 ár. Hluti ungmennaráðs taldi rétt að lækka kosningaaldur til að hafa samræmi milli kosningaaldurs og skattskyldualdurs. Hluti ungmennaráðs taldi ekki rétt að lækka kosningaaldur, en mikilvægt að skoða aðrar aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku, t.d. með fræðslu og í gegnum virkt ungmennaráð.

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lögð fram umsögn ungmennaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Bæjarráð samþykkir að umsögn ungmennaráðs verði send Alþingi sem umsögn Stykkishólmsbæjar.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lögð fram umsögn ungmennaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Bæjarráð samþykkti að umsögn ungmennaráðs verði send Alþingi sem umsögn Stykkishólmsbæjar.

Lagt er fyrir bæjarstjórn að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?