Fara í efni

Ungmennaráð

17. fundur 12. mars 2021 kl. 14:00 - 15:50 í Setrinu
Nefndarmenn
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Rán Karlsdóttir aðalmaður
  • Oliver Darri Þrastarson aðalmaður
  • Oddfreyr Atlason varaformaður
  • Bjarni Þormar Pálsson aðalmaður
  • Oliwia Aleksandra Lukasik aðalmaður
  • Elías Viðar Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiðrún Edda Pálsdóttir
Dagskrá

1.Rafíþróttir

Málsnúmer 2011044Vakta málsnúmer

Á 80. fundi æskulýðs- og íþróttanefndar voru rafíþróttir til umræðu og vakti tómstunda- og æskulýðsfulltrúi athygli á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru í Stykkishólmi þeim tengdum. Æskulýðs- og íþróttanefnd tók vel í að farið verði í uppbyggingu á aðstöðu fyrir rafíþróttir og að skoðaður verði möguleiki á að samnýta aðstöðu og búnað með grunnskóla, UMF Snæfelli og félagsmiðstöð. Æskulýðs- og íþróttanefnd lagði einnig til að tómstunda- og æskulýðsfulltrúi ræði við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar, skólastjóra og formann Snæfells um laus rými og samnýtingu til framtíðar. Einnig að hann kanni kostnað. Nefndin telur verkefnið mjög mikilvægt og þarft og hvetur bæjarstjórn til að gera ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar á aðstöðu fyrir rafíþróttir í næstu fjárhagsáætlun. Bæjarráð samþykkti tillögu æskulýðs- og íþróttanefndar á 622. fundi sínum. Bæjarráð samþykkti að settar verði 500.000 kr. á framkvæmdaáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir 2021 vegna verkefnisins.

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Ungmennaráð tók vel í tillögur um að komið verði upp rafíþróttaaðstöðu í Stykkishólmi.

2.Klifurveggur í Stykkishólmi

Málsnúmer 2101019Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fer yfir hugmyndir að uppsetningu klifurveggjar í Stykkishólmi.
Ungmennaráð styður að unnið verði að því að koma upp klifurveggi í Stykkishólmi.

3.Umferðarþing

Málsnúmer 2006054Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að dagskrá Umferðaþings sem verður haldið 19. nóvember.
Nefndarmenn sáttir við tillögur umferðaþings og breyttan fundartíma.

4.Forvarnir og fræðsla

Málsnúmer 1902042Vakta málsnúmer

Umræða um forvarnir og áherslur í forvarnarmálum.
Ungmennaráð er sammála um að auka fræðslu um orkudrykki og notkun nikótíns. Í nýlegum niðurstöðum frá Rannsóknum og Greiningu kemur fram að íslensk ungmenni eru að drekka mest af orkudrykkjum af öllum í Evrópu. Dagleg notkun nikótínpúða hjá ungmennum á aldrinum 18.-24. ára hefur aukist og hefur mælst í kringum 21-25%. Áhugi er fyrir því að ungmennaráðið komi að gerð forvarnarmyndbands um þessi málefni.

5.Ungmennahús

Málsnúmer 1810035Vakta málsnúmer

Umræður um starfsemi Ungmennahúss.
Ungmennaráð ræddi hvort tímabært væri að opna húsið aftur eftir takmarkanir vegna COVID. Áhugi á því og verður ungmennaráðið í sambandi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa með tillögur að fyrirkomulagi.

6.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024.
Magnús fór yfir áætlunina.
Ungmennaráð er sammála áætluninni og vill jafnframt ítreka mikilvægi viðhalds á gangstéttum og gangbrautum í Stykkishólmi.

7.Endurgerð lóðar við Grunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm

Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að teikningum skólalóðar.
Magnús fór yfir tillögur á hvernig lóðin kemur til með að líta út. Nefndarmenn voru sammála því að leggja áherslu á að koma upp stærri körfuboltavellinum í næsta áfanga.
Ungmennaráð gerir athugasemd við gróðursetningu við spennustöð og íþróttamiðstöðina, trén eru of nálægt spennustöðinni og koma í veg fyrir að það er hægt að spila leikinn „yfir“.

8.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga

Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á gönguleiðum og forgangsröðun göngustíga í landi Stykkishólmsbæjar.
Ungmennaráð gerir athugasemd við strandleiðina og telur ekki skynsamlegt að skipulagðir og merktir göngustígar liggi nálægt einkalóðum.
Fundurinn er sammála um að setja Grensásleið í forgang með lagningu stíga niður að þröskuldum og með tengingu við skógræktarstíga.
Nefndin var sammála að betrumbæta stíginn frá Lágholti/Silfurgötu yfir á Reitarveg. Hann sé mikið nýttur m.a. af fólki sem stundar vinnu við Reitarveg.

9.Umsögn um frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur)

Málsnúmer 2102045Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Ungmennaráð vill ítreka mikilvægi fræðslu fyrir ungmenni á stjórnmálum.
Skiptar skoðanir voru á hvort lækka ætti kosningaaldur í 16 ár. Hluti ungmennaráðs taldi rétt að lækka kosningaaldur til að hafa samræmi milli kosningaaldurs og skattskyldualdurs. Hluti ungmennaráðs taldi ekki rétt að lækka kosningaaldur, en mikilvægt að skoða aðrar aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku, t.d. með fræðslu og í gegnum virkt ungmennaráð.

10.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum

Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Ungmennaráð vill ítreka mikilvægi fræðslu fyrir ungmenni á stjórnmálum og telur að kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri.
Skiptar skoðanir voru á hvort lækka ætti kosningaaldur í 16 ár. Hluti ungmennaráðs taldi rétt að lækka kosningaaldur til að hafa samræmi milli kosningaaldurs og skattskyldualdurs. Hluti ungmennaráðs taldi ekki rétt að lækka kosningaaldur, en mikilvægt að skoða aðrar aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku, t.d. með fræðslu og í gegnum virkt ungmennaráð.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Getum við bætt efni síðunnar?