Fara í efni

Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2103028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lögð fram beiðni Stykkishólmsbæjar um 195 milljón kr. lán fyrir Stykkishólmsbæ á árinu 2021, í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga á beiðninni.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umrædda lántöku á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar þar sem lögð verða fram gögn vegan málsins.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lögð fram beiðni Stykkishólmsbæjar um 195 milljón kr. lán fyrir Stykkishólmsbæ á árinu 2021, í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga á beiðninni.

Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti umrædda lántöku á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar þar sem lögð verða fram gögn vegna málsins.

Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs eru lagður fyrir bæjarstjórn lánssamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga, sem lánveitanda, og Stykkishólmsbæjar, sem lántaka, að fjárhæð kr. 100.000.000 til 15 ára, ásamt tillögu að bókun.
Í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun 2021 er lagður fyrir bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til samþykkar lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Stykkishólmsbæjar sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 100.000.000 hjá Lánastjóði sveitarfélaga ohf.

Bæjarstjórn Skykkishólmsbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lá fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hafði kynnt sér.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. Til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð, framkvæmdum við grunnskóla og endurfjármögnun afborgana eldri lána, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt var Jakob Björgvin Jakobssyni kt. 060982-5549 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lögð fram beiðni Stykkishólmsbæjar um lán fyrir Stykkishólmsbæ á árinu 2021 að fjárhæð kr. 195.000.000, í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga á beiðninni, en á 625. fundi bæjarráðs var umrædd lántaka samþykkt. Á 397. fundi bæjarstjórnar var samþykktur lánssamningur hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 100.000.000. Í samræmi við samþykkta beiðni er lagt til að gengið verði frá síðari lántöku Stykkishólmsbæjar og að lagður verði fyrir bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til samþykktar lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Stykkishólmsbæjar sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 95.000.000 hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Bæjarráð samþykkti tillöguna á 631. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 95.000.000 samræmi við fyrirliggjandi skilmála að lánasamningi.
Bæjarstjórn Skykkishólmsbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 95.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lá fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hafði kynnt sér.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 95.000.000 kr. Til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð, framkvæmdum við leikskóla og endurfjármögnun afborgana eldri lána, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt var Jakob Björgvini Jakobssyni kt. 060982-5549 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Getum við bætt efni síðunnar?