Fara í efni

Bæjarstjórn

402. fundur 30. september 2021 kl. 17:00 - 18:03 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
  • Guðrún Svana Pétursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins og óskar eftir að taka inn með afbrigðum minnispunkta bæjarstjóra. Samþykkt samhljóða.

1.Umsókn um lóð - Aðalgata 16

Málsnúmer 2108018Vakta málsnúmer

Lagðar fram lóðaumsóknir fyrir lóðina Aðalgata 16 frá Jóni Þór Jónssyni annars vegar og hinsvegar frá Júlíusi Þór Júlíussyni. Bæjarráð samþykkti á 630. fundi sínum að úthluta Júlíusi Júlíussyni lóðini Aðalgata 16, samkvæmt þeim
reglum sem gilda um úthlutun lóða hjá Stykkishólmsbæ, með þeim fyrirvara að enginn sæki um lóðina innan auglýsingafrests, sem veittur er til 30. ágúst 2021, en lóðin var auglýst laus til úthlutunar á heimasíðu Stykkishólmsbæjar til þess tíma, en umsókn Jóns Þórs Jónssonar barst innan auglýsingafrests.

Fyrir liggja því tvær umsóknir um lóðina Aðalgata 16 og í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði vísaði bæjarráð, á 631. fundi sínum, úthlutun til bæjarstjórnar þar sem degið skal um hver fær lóðinni úthlutað, sbr. 1.1. gr. reglnanna.
Þar sem fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina, Aðalgata 16, frá Jóni Þór Jónssyni annars vegar og hinsvegar frá Júlíusi Þór Júlíussyni er dregið um hver fær lóðinni úthlutað, sbr. 1.1. gr. reglna Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.

Dregið er um hvor fær lóðina og var Jón Þór Jónsson dregin út.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Jóns Þór Jónsson.

2.Skipulags- og bygginganefnd - 254

Málsnúmer 2109003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð skipulags- og bygginganefndar nr. 254
Framlagt til kynningar.

3.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 8

Málsnúmer 2109002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar nr. 8
Framlagt til kynningar.

4.Skóla- og fræðslunefnd - 186

Málsnúmer 2109001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð skóla- og fræðslunefndar nr. 186.
Framlagt til kynningar.

5.Bæjarráð - 631

Málsnúmer 2109004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð bæjarráðs nr. 631.
Framlagt til kynningar.

6.Áætlun Stykkishólmshafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum

Málsnúmer 2109017Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun Stykkishólmshafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 119., 120. og 121. fundar stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. og 4. fundar starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri.
Framlagt til kynningar.

9.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Lagt fram þakkarbréf frá Jean-Paul Devenau, fh. Acadian Seaplants, ásamt tölvubréfi frá Jean-Pierre Brien þar sem stuttlega er greint frá helstu þáttum í þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi á síðustu misserum í tengslum við stofnsetningu þangvinnslu í Stykkishólmi ásamt tímaáætlun verkefnisins, en samkvæmt áætlun verkefnisins gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ágúst 2022 og að vinnslan taki til starfa í maí 2023.

Bæjarráð þakkaði Jean-Paul Devenau fyrir svarbréfið á 631. fundi sínum. Bæjarráð þakkaði jafnframt Jean-Pierre Brien fyrir veittar upplýsingar um stöðu verkefnisins.

Þá lýsti bæjarráð ánægju sinni með þá miklu vinnu sem innt hefur verið af hendi á síðustu misserum af hálfu fyrirtækisins og hefur skilning á að COVID-19 faraldurinn hafi haft áhrif á framgang verkefnisins. Nú þegar vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum faraldri taldi bæjarráð mikilvægt að samstarfsaðilar viljayfirlýsingar um rannsóknir og nýtingu þangs í Stykkishólmi vinni markvisst að undirbúningi atvinnu- og innviðauppbyggingar í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða nýtingu þangs í Breiðafirði svo að verkefnið geti staðist fyrirliggjandi tímaáætlun verkefnisins um að hefja framkvæmdir á árinu 2022 og starfsemi á árinu 2023.

Bæjarráð lagði áherslu á, með vísan til undirritaðrar viljayfirlýsingar, að Veitur og Acadian Seaplants komist að samkomulagi sem fyrst um það sem út af stendur í viðræðum félaganna.

Einnig er lögð fram undirrituð viljayfirlýsing Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants, dags. 16. júní 2021, um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði þar sem lýst er yfir vilja til þess að aðilar vinni saman að því að nýta fyrirliggjandi tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og styðja við verkefnið á grunni þess sem fram kemur í viljayfirlýsingunni. Þá hefur Acadian Seaplants Ltd. sent fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags á Íslandi, formlega umsókn um lóðina við Kallhamar (NV við flugvöll) til uppbyggingar á þörungastarfsemi og óskað eftir því að Stykkishólmsbær gangi til samninga við félagið um lóðina.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 8. fundi sínum, bæjarstjóra og bæjarstjórn að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og að ganga til samninga við félagið um lóðina við Kallhamar. Bæjarráð tók, á 631. fundi sínum, undir hvatningu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur atvinnu- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs og lýsir yfir vilja til þess að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og að gengið verði til samninga við félagið um lóðina við Kallhamar í samræmi við viljayfirlýsinguna og afgreiðslu bæjarráðs þar um.

Til máls tóku:HH og LÁH

10.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, en atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók undir ályktanir bæjarstjórnar á síðasta fundi sínum, en bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar lagði áherslu á að eina lausnin til lengri tíma væri að ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Nauðsynlegt sé að stefnumótun til framtíðar þarf að hefjist nú þegar með þátttöku sveitarfélaganna sem þjónusta ferjuna.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd óskaði, á 8. fundi sínum, eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við þarfagreiningu fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að og hver séu næstu skref samgönguyfirvalda. Nefndin hvatti einnig bæjarstjórn til að afla breiðrar samstöðu sveitarfélaga og þingmanna á Vesturlandi og Vestfjörðum svo þessi brýna samgöngubót verði að veruleika sem allra fyrst.

Bæjarráð staðfesti, á 631. fundi sínum, ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og tók undir mikilvægi samstöðu sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum og þingmanna NV kjördæmis svo þessi brýna samgöngubót verði að veruleika sem allra fyrst.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur atvinnu- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs um beiðni um upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við þarfagreiningu fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að og hver séu næstu skref samgönguyfirvalda. Þá tekur bæjarstjórn undir mikilvægi breiðrar samstöðu sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum og þingmanna um þetta mikilvæga samfélagslega hagsmunamál.

Bæjarstjórn ítrekar jafnframt að þörfin fyrir nýja og stærri Breiðafjarðarferju er mikil og brýn og að lausnin til lengri tíma sé ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Í þessu sambandi er minnt á að núverandi samningur um rekstur ferjunnar gildir til vors 2022 og því er mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið er til útboðs á rekstri ferjunnar að nýju. Þá tekur bæjarstjórn undir fyrirliggjandi ályktun Haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem fram fór 29. september 2021, og samgönguáætlun Vesturlands, sem samþykkt var á sama fundi, þar sem m.a. er lögð áhersla á nauðsyn þess er að ríkið fjárfesti í nýrri og öflugri ferju sem uppfylli allar nútíma öryggiskröfur og hefji siglingar eins fljótt og verð má. Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til fyrri ályktana og bókana vegna málsins.

Til máls tóku:HH og LÁH

11.Opnunartími leikskóla milli jóla og nýárs

Málsnúmer 2004053Vakta málsnúmer

Á 186. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla skólastjórnenda Leikskólans í Stykkishólmi og tillögur um opnanir milli jóla og nýárs, dimbilviku og aðdraganda sumarleyfa. Í bókun fundarins er tiltekið að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel, að mati nefndarinnar, á þessum tímabilum nú í ár.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkti framlagðar tillögur fyrir sitt leyti með breyttu orðalagi þar sem óskað verður eftir skráningu barna í stað umsóknar.

Bæjarráð samþykkti , á 631. fundi sínum, tillögur um opnanir milli jóla og nýárs, dimbilviku og aðdraganda sumarleyfa.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

12.Umhverfismat tillögu að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið

Málsnúmer 2109020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýrri Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem tekur til starfssvæðis fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Áætlunin er unnin af samstarfsvettvangi sorpsamlaganna á grundvelli samkomulags sem gert var 15. maí 2009, og á grundvelli samþykktar samstarfsvettvangsins frá 11. maí 2017. Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 631. fundi sínum, að semja drög að umsögn f.h. Stykkishólmsbæjar.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á umsögn bæjarins.

13.Störf án staðsetningar - Félag um rekstur frumkvöðla- og skrifstofuseturs

Málsnúmer 2005055Vakta málsnúmer

Lögð fram nýútkomin skýrsla þriggja ráðuneyta um störf án staðsetningar, staða og framtíðarhorfur. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem miða að því að fjölga auglýsingum ríkisstarfa án staðsetningar á næstu árum. Mjög misjafnt er hve ráðuneyti og stofnanir ríkisins telja mörg störf innan sinna vébanda geta unnist án tiltekinnar staðsetningar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði, á 8. fundi sínum, skýrslunni og telur hana mikilvæga í þeirri viðleitni að fleiri störf ríkisins verði skilgreind að geta unnist án tiltekinnar staðsetningar. Nefndin hvatti íbúa Stykkishólms að sækja um áhugaverð störf hjá ríkinu sem eru auglýst eru án staðsetningar á Starfatorg.is. Jafnframt hvatti nefndin bæjarstjórn Stykkishólms að sækja fleiri opinber störf til Stykkishólms.

Bæjarráð tók, á 631. fundi sínum, undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Bæjarstjórn minnir jafnframt á að í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 kemur fram að markmiðið sé að fyrir árslok 2021 skulu 5% auglýstra starfa á vegum ríkisins vera án staðsetningar og í árslok 2024 skulu 10% auglýstra starfa vera án staðsetningar. Bæjarstjórn lýsir vonbrigðum sýnum með hversu langt er í land að þau markmið sem sett voru náist. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar leggur þunga áherslu á að ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins skilgreini og auglýsi störf án staðsetningar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar telur ennfremur að ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins hlutist til um að bjóða þeim starfsmönnum, sem vinna í skilgreindum störfum án staðsetningar, það val að færa störf sín á landsbyggðina.

14.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 ásamt minnisblaði frá Matthildi Kr. Elmarsdóttur hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta.

Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021 (sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna), með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Jafnframt var tillagan send til eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness. Ábendingar sem bárust við lýsinguna voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.

Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna gististaða í íbúðarbyggð var auglýst, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí 2021 og auglýst í Skessuhorni þann 19. maí 2021. Tillagan var jafnframt send til ofangreinda umsagnaraðila. Umsagnar- og athugasemdafrestur var til 9. júní 2021.

Eftirtaldir umsagnaraðilar skiluðu umsögn um vinnslutillöguna: Ferðamálasamtök Snæfellsness, Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Ferðamálasamtökin og svæðisskipulagsnefnd gerðu engar athugasemdir en Heilbrigðiseftirlitið lagði áherslu á að reglur um hljóðvist, bílastæði og sorphirðu yrðu settar fram með sem skýrustum hætti.

Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir við vinnslutillöguna: Unnur Steinsson f.h. Hótel Fransiskus, Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnlaugur Auðunn Árnason og Halldór Árnason f.h. Sjávarborgar og Sigurbjartur Loftsson. Athugasemdirnar snúa að rekstrarumhverfi, atvinnusköpun, fasteignagjöldum, samkeppnisstöðu, eftirliti, skipulagsviðmiðum og skýringum og rökum fyrir þeim. Á 253. fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. júlí s.l. var farið var yfir innsendar athugasemdir og þær ræddar en erindinu vísað til frekari úrvinnslu.

Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði á 254. fundi sínum um framkomnar ábendingar og athugasemdir við vinnslutillöguna og flokkaði þær í tvö meginefnisatriði og eru viðbrögð nefndarinnar við þeim lagðar fram til staðfestingar.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að lagfæra breytingatillöguna til samræmis við ofangreind svör og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna og að hún verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarráð fól jafnframt skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum gegn þremur og að hún verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn felur jafnframt skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Til máls tóku:HH,LÁH,SIM og EF

Bókun O-lista
Þær athugasemdir sem bárust frá ferðaþjónustuaðilum í bænum gefa tilefni til þess að staldra við og velta því upp hvort fýsilegt sé að halda áfram þessari vinnu. Undirrituð hafna tillögunni og kalla eftir nánara samráði við hagsmunaaðila áður en lengra er haldið.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Bókun H-lista vegna stefnu um gististaði á íbúðarsvæðum:
Bæjarfulltrúar H-listans þakka innsendar ábendingar, undirtektir og athugasemdir. H-listinn bendir á að umrædd stefna snýr ekki að heimagistingu heldur rekstrarleyfum í íbúabyggð, enda ekki lagalegar forsendur til þess að setja heimagistingu skorður í aðalskipulagi líkt og með rekstrarleyfin, eins og stefnt er að, þar sem heimagistin er almennt heimil samkvæmt lögum og reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Varðandi athugasemdir þær er varða samkeppnisstöðu minni aðila við stærri gistiþjónustur í Stykkishólmi, þ.e. gistiheimili og hótel, tekur H-listinn undir mikilvægi þeirrar starfsemi fyrir Stykkishólm og nærliggjandi samfélög. Bendir H-listinn á að samhliða fyrirliggjandi stefnu um gististaði á íbúðarsvæðum og breytingu á aðalskipulagi verður samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Stykkishólmi breytt þannig að kveðið sé á um eitt bílastæði fyrir hvert herbergi/gistirými til viðbótar við eitt til tvö bílastæði sem tengjast viðkomandi íbúðarhúsnæði og eru fyrir eigendur, en í fyrirliggjandi stefnu er sérstaklega kveðið á um að taka beri mið af þeim reglum. Mun sú breyting draga mjög úr væntu umfangi rekstrarleyfa í Stykkishólmi enda eru íbúðahús í Stykkishólmi á fáum stöðum í bænum með meira en 1-2 bílastæði. Með því móti verður komið til móts við þær athugasemdir sem snýr að samkeppnisstöðu við aðra gististaði í Stykkishólmi, enda ljóst að umfangið verður óverulegt í ljósi þessa hvað rekstrarleyfi varðar.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Guðrún Svana Pétursdóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir

15.Deiliskipulagi fyrir Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst á heimasíðu bæjarins 4. maí 2021 og prentað eintak haft til sýnis í ráðhúsinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 3. júní 2021. Engar athugasemdir við lýsinguna bárust. Lýsingin var einnig send til umsagnar hjá eftirfarandi stofnunum: Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Breiðarfjarðarnefnd og Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og bárust umsagnir frá öllum nema Heilbigðiseftirliti Vesturlands og og Náttúrustofu Vesturlands. Lýsingin var einnig lögð fyrir á 90. fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar, sem gerði engar athugasemdir. Við áframhaldandi vinnslu tillögunnar hefur verið tekið tillit til ábendinga sem fram komu í umsögnum ofangreindra hagsmunaaðila. Á 400. fundi bæjarstjórnar þann 26.júní s.l., samþykkti bæjarstjórn lýsingu deiliskipulagsins og vísaði til áframhaldandi deiliskipulagsvinnu og kynningar meðal bæjarbúa.

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey ásamt greinagerð og samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarnefndar þar um. Deiliskipulagstillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins 20. ágúst s.l. og var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum. Engar frekari athugasemdir eða ábendingar um deiliskipulagstillöguna bárust á opnum dögum, en athugasemdir eða ábendingar sem berast eftir opna daginn verða teknar til meðferðar eftir auglýsingafrest, eftir atvikum ásamt öðrum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna á 254. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að tillagan, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana, þ.e. uppdrátt og greinargerð ásamt húsakönnun, og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fimmatkvæðum tveir sátu hjá, þ.e. uppdrátt og greinargerð ásamt húsakönnun, og samþykkir að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

16.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021-2024

Málsnúmer 2108013Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar. Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2021-2024 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykktir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2021-2024.

Til máls tóku:HH,JBJ og LÁH

17.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2103028Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Stykkishólmsbæjar um lán fyrir Stykkishólmsbæ á árinu 2021 að fjárhæð kr. 195.000.000, í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga á beiðninni, en á 625. fundi bæjarráðs var umrædd lántaka samþykkt. Á 397. fundi bæjarstjórnar var samþykktur lánssamningur hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 100.000.000. Í samræmi við samþykkta beiðni er lagt til að gengið verði frá síðari lántöku Stykkishólmsbæjar og að lagður verði fyrir bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til samþykktar lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Stykkishólmsbæjar sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 95.000.000 hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Bæjarráð samþykkti tillöguna á 631. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 95.000.000 samræmi við fyrirliggjandi skilmála að lánasamningi.
Bæjarstjórn Skykkishólmsbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 95.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lá fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hafði kynnt sér.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 95.000.000 kr. Til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð, framkvæmdum við leikskóla og endurfjármögnun afborgana eldri lána, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt var Jakob Björgvini Jakobssyni kt. 060982-5549 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

18.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025, ásamt minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, forsendur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Bæjarstjórn samþykktir forsendur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025.

Til máls tóku: HH,JBJ,LÁH og HG

19.Mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þar sem boðið er til óformlegs samtals/viðræðna um stöðu og valkosti í sameiningarmálum á Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að koma á fundi á milli aðila.

20.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Minnispunktar bæjarstjóra lagðir fram til kynningar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu minnispunktum sínum fyrir september mánuð.

Fundi slitið - kl. 18:03.

Getum við bætt efni síðunnar?