Fara í efni

Kennslukvóti fyrir skólaárið 2021-2022

Málsnúmer 2103038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lögð fram umsókn Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2021-2022 ásamt umsögn 182. fundar skóla- og fræðslunefndar um málið.
Bæjarráð samþykkir er fresta afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021

Á 626. fundi bæjarráðs var lögð fram að nýju beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2021-2022 ásamt umsögn 182. fundar skóla- og fræðslunefndar um málið.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að kennslukvóti Grunnskólans í Stykkishólmi verði 450 kennslustundir skólaárið 2021-2022, vegna fyrirliggjandi sérverkefna, og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að kennslukvóta.
Bæjarstjórn samþykkir að kennslukvóti Grunnskólans í Stykkishólmi verði 450 kennslustundir skólaárið 2021-2022, vegna fyrirliggjandi sérverkefna.

Lárus Ástmar Hannesson situr hjá.
Getum við bætt efni síðunnar?