Fara í efni

Bæjarstjórn

398. fundur 29. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:25 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ásgeirsson varamaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulags- og bygginganefnd - 250

Málsnúmer 2104001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Framlagt til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11

Málsnúmer 2102002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH og LÁH

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12

Málsnúmer 2103006FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Framlagt til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 13

Málsnúmer 2104003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Framlagt til kynningar.

5.Skóla- og fræðslunefnd - 183

Málsnúmer 2104002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Framlagt til kynningar.

6.Bæjarráð - 626

Málsnúmer 2104005FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH og LÁH

7.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 17. stýrihópsfundar vegna HVE Stykkishólmi sem og fylgiskjöl, sem fram fór 15. apríl 2021.
Framlagt til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 160. fundar stjórnar SSV sem fram fór 10. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð Framkvæmdastjórnar Byggðasamlag Snæfellinga

Málsnúmer 1909001Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga frá 12. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

10.Áskorun til sveitarfélaga

Málsnúmer 2103037Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun frá Bændasamtökum Íslands um að nýta innlend matvæli eins og kostur er, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk í skólamáltíðum barna.
Lagt fram til kynningar.

Undirrituð taka undir hvatningu grænmetisbænda og benda á að umfjöllunarefnið á við hvort sem um er að ræða skólamáltíðir eða máltíðir fyrir aðra. Undirrituð hvetja mötuneyti Stykkishólmsbæjar til þess að leitast við að bjóða upp á sem mest af svæðisbundnu hráefni, hvort sem um ræðir grænmeti, fisk eða annað. Þar sem leita þarf lengra skyldi leggja áherslu á íslenskt í hvívetna.
Ferskt svæðisbundið hráefni gefur starfsmönnum einnig tækifæri á að vinna matvælin frá grunni og losna því við að kaupa inn unnin og forsteikt matvæli með tilheyrandi aukaefnum.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Til máls tóku:HH,LÁH og EF

11.Landvarsla við Breiðafjörð

Málsnúmer 2103036Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær skýrslur um landvörslu við Breiðafjörð 2019-2020 en Landvarsla hefur nú verið á og við verndarsvæði Breiðafjarðar í tvö ár í samræmi við fjárveitingar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Landvarsla 2019-2020 var unnin samkvæmt áherslum Breiðafjarðarnefndar en skipulögð af Umhverfisstofnun. Það er mat þeirra sem að verkefninu hafa komið að fullt tilefni sé til að halda landvörslu áfram á svæðinu.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands

Málsnúmer 2003028Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 433. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 19. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 26. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerð 192. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2104007Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa fundargerðar 192. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga frá 6. apríl sl.
Framlagt til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 115. og 116. fundar stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 26. febrúar og 31. mars.
Framlagt til kynningar.

16.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 188. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 25. febrúar.
Framlagt til kynningar.

18.Ægisgata 1 - Kæra til ÚUA og greinargerð Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um stjórnsýslukæru í tengslum við framkvæmdir á lóðinni nr. 1 við Ægisgötu í Stykkishólmi, dags. 30. mars 2021, þar sem Lagavarðan ehf., f.h. lóðarhafa að Ægisgötu 3 og Austurgötu 12, krefst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er á lagfæringum á lóðinni o.fl. Jafnframt er lögð fram greinargerð Stykkishólmsbæjar þar sem hafnað er kröfu um stöðvun framkvæmda og jafnframt bent á að kærufrestur kunni að vera liðinn og því beri að vísa málinu frá, ásamt öðrum gögnum málsins.
Lagt fram til kynningar.
Haraldur Örn Reynissson endurskoðandi Stykkishólmsbæjar og Gyða Steinsdóttir sérfræðingur í endurskoðun KPMG komu inn á fund.

19.Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2020

Málsnúmer 2104022Vakta málsnúmer

Á 626. fundi bæjarráðs var lagður fram ársreikningur Stykkishólmsbæjar til fyrri umræðu. Á fundinum samþykkti bæjarráð að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu áhrifum ársins 2020 á fjárhag bæjarins og helstu lykiltölum. Þá komu Haraldur Örn Reynissson, endurskoðandi Stykkishólmsbæjar, og Gyða Steinsdóttir inn á fund og gerðu grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2020 og svöruðu spurningum.

Helstu lykiltölur eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 74,6 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 167,4 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A-hluta er óvenjuleg á árinu 2020 vegna einskiptis gjaldfærslu í kjölfar eftirgjafar á kröfu gagnvart Dvalarheimilinu.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu 1.698,5 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta, þ.e. bæjarsjóðs, 1.345,7 millj. kr.

Rekstrargjöld A og B hluta námu 1.577,9 millj. kr. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 1.328,5 millj. kr.

Veltufé frá rekstri samstæðunnar lækkar frá því að vera 195,3 millj.kr. árið 2019 í 99,2 millj.kr. árið 2020. Handbært fé í árslok 2020 er kr. 96,9 milljónir.

Skuldaviðmið A og B- hluta er 112% árið 2019, en er árið 2020 122% af skatttekjum, var árið 2018 er 120% af skatttekjum. Rekstrarjafnvægi áranna 2018-2019-2020 er jákvætt um 11,4 miiljónir kr.


Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Stykkishólmsbæjar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH,JBJ,HÖR og GS
Haraldur og Gyða véku af fundi.

20.Akstursþjónusta í Stykkishólmi

Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer

Á 626. fundi bæjarráðs voru lögð fyrir drög að gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishólmi.

Bæjarráð samþykkti gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishólmi og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishómi.

21.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2021-2022

Málsnúmer 2103038Vakta málsnúmer

Á 626. fundi bæjarráðs var lögð fram að nýju beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2021-2022 ásamt umsögn 182. fundar skóla- og fræðslunefndar um málið.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að kennslukvóti Grunnskólans í Stykkishólmi verði 450 kennslustundir skólaárið 2021-2022, vegna fyrirliggjandi sérverkefna, og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að kennslukvóta.
Bæjarstjórn samþykkir að kennslukvóti Grunnskólans í Stykkishólmi verði 450 kennslustundir skólaárið 2021-2022, vegna fyrirliggjandi sérverkefna.

Lárus Ástmar Hannesson situr hjá.

22.Mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi, óskaði eftir því að til umræðu á bæjarráðsfundi yrði tekin stefna Stykkishólmsbæjar í mögulegum sameiningum sveitarfélaga og hvert bæri að stefna í þeim málum.

Í bókun 626. fundi bæjarráðs tók bæjarráð fram að ráðið sé opið fyrir mögulegum sameiningum á svæðinu. Vísaði bæjarráð að öðru leyti umræðunni til bæjarstjórnar.
Tekið til umræðu mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga.

Til máls tóku:HH og LÁH
Fylgiskjöl:

23.Stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Á 626. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um stefnumótun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 .

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf og vísaði skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir verði starfshópur um stefnumótun í öldrunarþjónustu í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.

Eftirtaldir eru kjörnir í starfshópinn:
-Sumarliði Ásgeirsson, formaður
-Hanna Jónsdóttir
-Ingveldur Eyþórsdóttir

24.Aðalgata 13 - lóðaleigusamningur

Málsnúmer 2104012Vakta málsnúmer

Á 626. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningi við eigendur Aðalgötu 13, ásamt lóðarblaði samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.

Bæjarráð samþykkti lóðaleigusamning fyrir Aðalgötu 13 og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Stykkishólmsbæjar og vísaði honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir lóðaleigusamnng við Aðalgötu 13.

25.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Á 250. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lögð fram tillaga að lýsingu á deilskipulagsverkefni fyrir Súgandisey. Markmið skipulagsvinnunnar er tvíþætt, annars vegar að skapa ramma utanum svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagsverkefnið byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðisins.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til að lýsing á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkti, á 626. fundi sínum, lýsingu á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey. Jafnframt lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja lýsinguna og að hún verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og samþykkir að hún verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

26.Silfurgata 24A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 11m2 til norð-austurs. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Erindið var grenndarkynnt fyrir eigendum Silfurgötu 22, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartímabilið var til 19. apríl s.l. Þar sem fyrir liggur samþykki hagsmunaaðila fyrir tillögunni var heimilt að stytta grenndartímabilið samkvæmt gr. 5.9.2. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á síðasta fundi sínum að erindið verði samþykkt að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa þar sem að fyrir liggur skriflegt samþykki hagsmunaaðila fyrir tillögunni.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu skipulags- og byggingarnefndar og lagði til að hún verði staðfest í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir tillögu skipulags- og bygginganefndar.
Steinunn vék af fundi.

27.Aðalgata 15a - Fyrirspurn

Málsnúmer 2104013Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Þ.B. Borg ehf. um umfjöllun um nýbyggingu sem áætlað er að reisa á Aðalgötu 15a. skv. meðfylgjandi teikningum. Húsið er innan byggingarreits.

Skipulags - og byggingarnefnd tók jákvætt í tillöguna á síðasta fundi sínum, en samkvæmt bókun nefndarinnar er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar, sbr. breytingu sem var samþykkt 31.03. 2017.

Bæjarráð tók undir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar á fundi 626 og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.

Til máls tóku:HH,JBJ og LÁH
Steinunn kom aftur inn á fundinn.

28.Gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2104011Vakta málsnúmer

Á 626. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga skóla- og fræðslunefndar að gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir næsta skólaár.

Bæjarráð samþykkti 3% hækkun á gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms og vísaði gjaldskrá til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir 3% hækkun á gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms.

29.Starfsmiðstöð - samkeppni um nafn

Málsnúmer 2104043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Suðureyjum ehf. þar sem fram kemur að efnt verði til samkeppni um nafn á nýrri starfsmiðstöð að Aðalgötu 10. Í erindinu er óskað eftir því að Stykkishólmsbær skipi einn fulltrúa í dómnefnd og aðstoði við að koma upplýsingum um samkeppnina á framfæri á miðlum bæjarins.
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með frumkvæði og áætlanir fyrirtækisins og samþykkir að forseti bæjarstjórnar verði fulltrúi Stykkishólmsbæjar í dómnefnd.

Erindi frá Suðureyjum ehf. til bæjarstjórnar Stykkishólms
Undirrituð fagna frábæru framtaki Suðureyja ehf. og mikilvægri viðbót fyrir þróun atvinnulífs í Stykkishólmi. Undirrituð leggja áherslu á að allir sem sjá sér tækifæri í að nýta sér þessi skrifstofurými fyrir sín störf eru velkomnir í Stykkishólm. Þannig eflum við mannlíf og auðgum.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Til máls tóku:HH,LÁH og EF

30.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Framlagðir minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni síðunnar?