Fara í efni

Flutningur á starfsemi tónlistaskóla í Amtsbókasafn

Málsnúmer 2104028

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 114. fundur - 19.05.2021

Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi, leggur til að kannað verði hvort faglegir og rekstrarlegir möguleikar séu á að færa starfsemi Tónlistarskóla Stykkishólms að einhverju eða öllu leyti í byggingu Amtsbókasafnsins við Borgarbraut.

Á 626. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa erindinu til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd og safna- og menningarmálanefnd.
Nefndin telur óráðlegt að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Amtsbókasafns og telur að slíkt myndi bitna á starfsemi bókasafnsins, grunnskólans og tónlistarskólans.

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi, lagði til á 626. fundi bæjarráðs að kannað verði hvort faglegir og rekstrarlegir möguleikar séu á að færa starfsemi Tónlistarskóla Stykkishólms að einhverju eða öllu leyti í byggingu Amtsbókasafnsins við Borgarbraut. Á 626. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa erindinu til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd og safna- og menningarmálanefnd.

Lagðar eru fram umsagnir skóla- og fræðslunefndar og safna- og menningarmálanefndar.

Í umsögn 114. fundar safna- og menningarmálanefndar taldi nefndin óráðlegt að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Amtsbókasafns og taldi að slíkt myndi bitna á starfsemi bókasafnsins, grunnskólans og tónlistarskólans.

Í umsögn 185. fundar skóla- og fræðslunefndar tók nefndin undir með safna- og menningarmálanefnd. Í umsögn nefdarinnar er tekið fram að þekkt sé að grunnskólinn verður að nýta húsnæði Amtsbókasafnsins til kennslu í einhverjum mæli, auk þess sem liggur fyrir að Amtsbókasafnið er ekki hannað m.t.t. hljóðvistar fyrir starfsemi tónlistarskóla. Nefndin taldi að betra væri að hefja vinnu við endurskoðun teikninga af viðbyggingu fyrir nýjan tónlistarskóla norðan við grunnskólann m.t.t. þess að teikningar séu tiltækar þegar kemur að ákvörðun um útboð.

Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Málið tekið til umræðu.
Getum við bætt efni síðunnar?