Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

114. fundur 19. maí 2021 kl. 17:00 - 19:20 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Jón Sindri Emilsson aðalmaður
  • Greta María Árnadóttir aðalmaður
  • Anna Melsteð aðalmaður
  • Guðrún Gunnarsdóttir formaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir (IE) aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður norska hússins bsh
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
Fundargerð ritaði: Jón Sindri Emilsson ritari
Dagskrá

1.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Forsöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH og minnisblaði sínu.
Lagt fram til kynningar.

2.Hafmeyjan - Varðveisla, endurgerð, staðsetning

Málsnúmer 1905063Vakta málsnúmer

Á 109. fundi Safna- og menningarmálanefndar tók nefndin vel í þær hugmyndir sem uppi eru um að setja á ný upp styttuna af Hafmeyjunni sem var hluti af gosbrunni sem áður var í Kvenfélagsgarðinum. Nefndin lagði til að málið yrði unnið áfram og tekið aftur til umfjöllunar í þegar frekari upplýsingar og gögn liggja fyrir, en lagði áherslu á að afla þurfi kostnaðarmats við lagfæringu styttunnar. Jafnframt taldi nefndin að afla mætti frekari upplýsinga og gagna um fyrrum staðsetningu hennar og eignarhald, sögu verksins og hugmyndir að staðsetningu hennar í Hólmgarðinum frá Kvenfélaginu Hringnum Stykkishólmi.

Frumkostnaðarmat hefur verið unnið vegna viðgerða á hafmeyjunni og sótt um styrk í samræmi við það í styrktarsjóð EBÍ (Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands). Skv. reglum sjóðsins skal úthlutun lokið fyrir lok júní.
Lagt fram til kynningar.

3.Minnispunktar formanns Safna - og menningarmálanefndar

Málsnúmer 2105021Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar formanns Safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Samningur við FAS um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins

Málsnúmer 2011039Vakta málsnúmer

Fulltrúi Félags atvinnulífs í Stykkishólmi gerir grein fyrir stöðu á undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðra menningarviðburða á vegum félagsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga

Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer

Formaður umhverfis- og náttúruverndarnefndar gerði á 54. fundi nefndarinnar grein fyrir þeirri hugmynd að Stykkishólmsbær útbúi gönguleiðakort, ásamt hestaleiðum, til þess að setja á vefsíðu bæjarsins í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu um gönguleiðir, aðalskipulag Stykkishólmsbæjar og kort sem gert var á vegum FAS á sínum tíma. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lagði til að útbúið yrði gönguleiðakort um þær gönguleiðir í samræmi við hugmyndir frá formanni nefndarinnar og eftir atvikum að farið verði í skipulagsvinnu ef til þarf. Bæjarráð samþykkti tillöguna og að lögð yrði áhersla á að kortið innihaldi leiksvæði í samræmi við ábendingu æskulýðs- og íþróttanefndar.

Lögð eru fram vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms, en á 625. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í þær hugmyndir sem liggja fyrir í drögunum og þeim vísað til umræðu og frekari vinnslu í fastanefndum bæjarins.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar þeirri góðu vinnu sem innt hefur verið af hendi og kallar jafnframt eftir forgangsröðun við lagningu göngustíga og tímaáætlun.

6.Flutningur á starfsemi tónlistaskóla í Amtsbókasafn

Málsnúmer 2104028Vakta málsnúmer

Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi, leggur til að kannað verði hvort faglegir og rekstrarlegir möguleikar séu á að færa starfsemi Tónlistarskóla Stykkishólms að einhverju eða öllu leyti í byggingu Amtsbókasafnsins við Borgarbraut.

Á 626. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa erindinu til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd og safna- og menningarmálanefnd.
Nefndin telur óráðlegt að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Amtsbókasafns og telur að slíkt myndi bitna á starfsemi bókasafnsins, grunnskólans og tónlistarskólans.

7.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lagt fram á ný minnisblað bæjarstjóra varðandi framtíðaráform Vatnasafns, sem unnið var til upplýsinga fyrir bæjarráð, ásamt bréfi frá James Lingwood sem sent var í kjölfar fundar hans með safna- og menningarmálanefnd.

Safna- og menningarmálanefnd vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinni á síðasta fundi sínum.

Einnig eru lögð fram gögn um sjálfseignarstofnanir og fyrirkomulag þeirra í samræmi við umræður nefndarinnar á síðasta fundi.
Safna- og menningarmálanefnd sér ríkan hag Stykkishólmsbæjar í því að halda starfsemi Vatnasafns í bænum og hvetur bæjarstjórn til að leita lausna í samvinnu við Artangel til að tryggja að svo verði. Nefndin vísar málinu til vinnslu í bæjarráði.

8.Safna- og menningarmálanefnd - Önnur mál

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Vegna tillögu Atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 7. fundi nefndarinnar 10. maí 2021 og afgreiðslu hennar á bæjarstjórnarfundi nr. 399 þann 12. maí 2021 óskar Safna- og menningarmálanefnd eftir upplýsingum um verkefnið.

Nefndin minnir jafnframt á afgreiðslu bæjarráðs á fundi nr. 620 þann 12.11.2020 um Skýrslu starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms um að boða starfshópinn á fund bæjarráðs til þess að kynna niðurstöður sínar. Ítrekar nefndin einnig hvatningu frá 113. fundi nefndarinnar til bæjarráðs um sama mál.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?