Fara í efni

Bókhlöðustígur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2104035

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14. fundur - 03.06.2021

Eigandi sækir um leyfi fyrir byggingu bílgeymslu við Bókhlöðustíg 10.
Um er að ræða endurnýjaða umsókn en byggingarleyfi var veitt fyrir bílgeymslunni árið 2018 en ekki varð af framkvæmdum og er leyfið því útrunnið. Því er sótt aftur um leyfi á grundvelli sömu uppdrátta og sömu skráningartöflu. Vísað er í mál nr. 1804034.

Um er að ræða um 26 m2 bílgeymslu á steinsteyptum undirstöðum og með steinsteyptri gólfplötu en burðarvirki veggja og þaks er úr timbri. Bílgeymslan verður klædd að utan með furuklæðningu sömu gerðar og íbúðarhúsið. Þak verður klætt furuborðum og tjörupappa, sömu gerðar og á íbúðarhúsinu.
Skv. Þjóðskrá Íslands er lóðin er 614 m2 og á henni er íbúðarhús, matshluti 01, byggt árið 2002.
Í gildi er þinglýstur lóðarleigusamningur frá árinu 2005.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Þinghúshöfða.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir dags. apríl 2018, unnir af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt.
Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Þinghúshöfða 10 skal bílgeymsla að hámarki vera 25 m2 að grunnfleti.
Í ljósi þess að fyrirhuguð bílgeymsla samræmist ekki gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er erindinu hafnað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15. fundur - 08.07.2021

Eigandi sækir um leyfi fyrir byggingu bílgeymslu við Bókhlöðustíg 10.
Um er að ræða endurnýjaða umsókn en byggingarleyfi var veitt fyrir bílgeymslunni árið 2018 en ekki varð af framkvæmdum og er leyfið því útrunnið. Því er sótt aftur um leyfi á grundvelli sömu uppdrátta og sömu skráningartöflu. Vísað er í mál nr. 1804034.

Um er að ræða um 26 m2 bílgeymslu á steinsteyptum undirstöðum og með steinsteyptri gólfplötu en burðarvirki veggja og þaks er úr timbri. Bílgeymslan verður klædd að utan með furuklæðningu sömu gerðar og íbúðarhúsið. Þak verður klætt furuborðum og tjörupappa, sömu gerðar og á íbúðarhúsinu.
Skv. Þjóðskrá Íslands er lóðin er 614 m2 og á henni er íbúðarhús, matshluti 01, byggt árið 2002.
Í gildi er þinglýstur lóðarleigusamningur frá árinu 2005.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Þinghúshöfða.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir dags. júní 2021, unnir af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt.
Fyrirliggjandi umsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum

Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?