Fara í efni

Listaverkið Á heimleið - Bundið slitlag á höfninni

Málsnúmer 2105041

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Formaður hafnarstjórnar gerði á 90. fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum sínum um lagfæringu og afmörkun á bílastæðum við listaverkið "Á heimleið" eftir Grím Marinó Steindórsson sem stendur við höfnina og var reist í minningu sjómanna.

Á 90. fundi Hafnarstjórnar var bæjarstjórn hvött til þess að leggja bundið slitlag á svæðið umhverfis listaverkið Á heimleið og að svæðið verði afmarkað merkingum (bílastæði, ökuleiðir o.fl.) og þannig verði umhverfið fegrað og skipulagt með þeim hætti. Hvatti Hafnarstjórn jafnframt til þess að í framhaldinu verði tekin upp gjaldskylda á svæðinu.

Bæjarráð lagði til, á 628. fundi sínum, til að lagt verði bundið slitlag á hafnarsvæðið í samvinnu við Vegagerðina í samræmi við hugmyndir hafnarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði bundið slitlag á hafnarsvæðið í samvinnu við Vegagerðina í samræmi við hugmyndir hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn - 91. fundur - 06.12.2021

Formaður hafnarstjórnar gerði á 90. fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum sínum um lagfæringu og afmörkun á bílastæðum við listaverkið "Á heimleið" eftir Grím Marinó Steindórsson sem stendur við höfnina og var reist í minningu sjómanna. Þá var bæjarstjórn einnig hvött til þess að leggja bundið slitlag á svæðið umhverfis listaverkið Á heimleið og að svæðið verði afmarkað merkingum (bílastæði, ökuleiðir o.fl.) og þannig verði umhverfið fegrað og skipulagt með þeim hætti. Hvatti Hafnarstjórn jafnframt til þess að í framhaldinu yrði tekin upp gjaldskylda á svæðinu.

Bæjarráð lagði til, á 628. fundi sínum, að lagt yrði bundið slitlag á hafnarsvæðið í samvinnu við Vegagerðina í samræmi við hugmyndir hafnarstjórnar. Lokið var við þá vinnu í sumar.
Nefndin fagnar þeim úrbótum sem gerðar hafa verið við listaverkið Á heimleið. Nefndin leggur til að svæðið verði hannað/ klárað með tilliti til hellulagnar.
Getum við bætt efni síðunnar?