Fara í efni

Hafnarstjórn

91. fundur 06. desember 2021 kl. 20:00 - 21:20 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson formaður
  • Árni Ásgeirsson aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Eydís Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrannar Pétursson
Fundargerð ritaði: Árni Ásgeirsson ritari
Dagskrá

1.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þrjár síðustu fundargerðir Breiðafjarðarnefndar frá fundum sem fram fóru á síðustu mánuði líðandi árs.
Lagt fram til kynningar.

2.Áætlun Stykkishólmshafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum

Málsnúmer 2109017Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun Stykkishólmshafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum.
Lagt fram til kynningar.

3.Listaverkið Á heimleið

Málsnúmer 2105041Vakta málsnúmer

Formaður hafnarstjórnar gerði á 90. fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum sínum um lagfæringu og afmörkun á bílastæðum við listaverkið "Á heimleið" eftir Grím Marinó Steindórsson sem stendur við höfnina og var reist í minningu sjómanna. Þá var bæjarstjórn einnig hvött til þess að leggja bundið slitlag á svæðið umhverfis listaverkið Á heimleið og að svæðið verði afmarkað merkingum (bílastæði, ökuleiðir o.fl.) og þannig verði umhverfið fegrað og skipulagt með þeim hætti. Hvatti Hafnarstjórn jafnframt til þess að í framhaldinu yrði tekin upp gjaldskylda á svæðinu.

Bæjarráð lagði til, á 628. fundi sínum, að lagt yrði bundið slitlag á hafnarsvæðið í samvinnu við Vegagerðina í samræmi við hugmyndir hafnarstjórnar. Lokið var við þá vinnu í sumar.
Nefndin fagnar þeim úrbótum sem gerðar hafa verið við listaverkið Á heimleið. Nefndin leggur til að svæðið verði hannað/ klárað með tilliti til hellulagnar.

4.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar sem var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þá er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Einnig er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur. Þar að auki eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskaði eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.
Hafnarstjórn tekur undir með bæjarstjórn og atvinnu- og nýsköpunarnefnd um þörf á nýrri ferju.

5.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Formaður kynnir hugmyndir um gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.
Farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu og hafnvarvörður fer yfir málin með fundarmönnum.

6.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022.

7.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

8.Bryggjustígur í norðuhluta hafnar (umferðaröryggi)

Málsnúmer 2111017Vakta málsnúmer

Í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju.

Lögð eru fram drög að tveimur útfærslum að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Vegagerðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd tók, á 255. fundi sínum, vel í hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju og vísar þeim til umfjöllunar í Hafnarstjórn.

Bæjarráð tók, á 633. fundi sínum, undir með skipulags- og bygginganefnd og staðfesti að vísa hugmyndunum til umfjöllunar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn telur brýnt að farið verði sem fyrst í þessa framkvæmd til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Hafnarstjórn hallast að tillögu A en telur báðar tillögur geta fallið vel að umhverfinu.

Fundi slitið - kl. 21:20.

Getum við bætt efni síðunnar?