Fara í efni

Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2109019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021

Lögð er fram til umsagnar tillaga að breytingu á samþykkt um stjérn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á lögum og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum ásamt breytingum á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar.
Einnig er lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið hvetur öll sveitarfélög landsins til að ráðast í slíkar breytingar og aðlaga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð samþykkti á 631. fundi sínum þann 23. september sl. að vísa tillogunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartoöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar á skipulagsnefnd

Bæjarráð - 635. fundur - 20.01.2022

Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku, ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar, sem og heimild til að taka þátt með rafrænum hætti í fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins, en sú heimild var ekki í fyrri tillögu.

Einnig er lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að sveitarfélögum beri að mæla fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna og í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti í samþykktum um stjórn sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, að vísa tillögunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd. Skipulags- og byggingarnefnd gerði, á 255. fundi sínum, ekki athugasemdir við tillögu bæjarráðs að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar í skipulagsnefnd.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á Samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar varðandi fjarfundi og meðferð skipulagsmála og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna, að teknu tilliti til umræðna á fundinum.

Bæjarstjórn - 407. fundur - 25.01.2022

Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku, ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar, sem og heimild til að taka þátt með rafrænum hætti í fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins, en sú heimild var ekki í fyrri tillögu.

Einnig er lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að sveitarfélögum beri að mæla fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna og í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti í samþykktum um stjórn sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, að vísa tillögunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd. Skipulags- og byggingarnefnd gerði, á 255. fundi sínum, ekki athugasemdir við tillögu bæjarráðs að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar í skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, tillögu að breytingu á Samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar varðandi fjarfundi og meðferð skipulagsmála og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna, að teknu tilliti til umræðna á fundinum.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku, ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar, sem og heimild til að taka þátt með rafrænum hætti í fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins, en sú heimild var ekki í fyrri tillögu.

Einnig er lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að sveitarfélögum beri að mæla fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna og í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti í samþykktum um stjórn sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, að vísa tillögunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd. Skipulags- og byggingarnefnd gerði, á 255. fundi sínum, ekki athugasemdir við tillögu bæjarráðs að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar í skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, tillögu að breytingu á Samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar varðandi fjarfundi og meðferð skipulagsmála og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna, að teknu tilliti til umræðna á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkti á 407. fundi sínum að vísa tillögunni til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar og leggur til við bæjarstjóra að samþykkja þær.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lögð fram tillaga til síðari umræðu að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku, ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar, sem og heimild til að taka þátt með rafrænum hætti í fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins, en sú heimild var ekki í fyrri tillögu.

Einnig er lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að sveitarfélögum beri að mæla fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna og í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti í samþykktum um stjórn sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, að vísa tillögunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd. Skipulags- og byggingarnefnd gerði, á 255. fundi sínum, ekki athugasemdir við tillögu bæjarráðs að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar í skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, tillögu að breytingu á Samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar varðandi fjarfundi og meðferð skipulagsmála og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna, að teknu tilliti til umræðna á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkti á 407. fundi sínum að vísa tillögunni til síðari umræðu. Bæjarráð samþykkti, á 636. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar.

Samþykktar breytingar á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar verða sendar til staðfestingu innviðaráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga, og þær birtar í framhaldinu í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005, um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.

Skipulags- og bygginganefnd - 258. fundur - 15.03.2022

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?