Fara í efni

Bæjarstjórn

407. fundur 25. janúar 2022 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð - 635

Málsnúmer 2201005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 635. fundar bæjarráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 18

Málsnúmer 2201003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 18. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 189

Málsnúmer 2201002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 189. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og bygginganefnd - 256

Málsnúmer 2201001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 256. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 904. og 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðirnar hafa jafnframt verið birtar á vef sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram á fundunum.
Fundargerðir framlagðar til kynningar.

6.Fundargerð 64. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 2112007Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 64. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem fram fór mánudaginn 13. desember 2021.
Fundargerð framlögð til kynningar.

7.Ársfundur fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsnes

Málsnúmer 2011026Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð ársfundar fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness 2021.
Framlagt til kynningar.

8.Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2109019Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku, ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar, sem og heimild til að taka þátt með rafrænum hætti í fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins, en sú heimild var ekki í fyrri tillögu.

Einnig er lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að sveitarfélögum beri að mæla fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna og í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti í samþykktum um stjórn sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, að vísa tillögunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd. Skipulags- og byggingarnefnd gerði, á 255. fundi sínum, ekki athugasemdir við tillögu bæjarráðs að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar í skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, tillögu að breytingu á Samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar varðandi fjarfundi og meðferð skipulagsmála og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna, að teknu tilliti til umræðna á fundinum.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

9.Skólastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Bæjarráð frestaði á 624. fundi sínum ákvörðun um hvort núverandi skólastefna Stykkishólmsbæjar yrði framlengd eða endurskoðuð og uppfærð.

Lagt er nú til að skipaður verði starfshópur sem fær það hlutverk að endurskoða skólastefnu Stykkishólmsbæjar. Starfshópurinn verði skipaður bæjarráði ásamt fulltrúum frá skóla- og fræðslunefnd, grunnskóla, leikskóla, foreldrafélagi grunnskóla, foreldrafélagi leikskólans, nemendafélagi grunnskólans og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, að skipaður verði starfshópur með það hlutverk að endurskoða skólastefnu Stykkishólmsbæjar og samþykkti jafnaframt að starfshópurinn verði skipaður forseta bæjarstjórnar ásamt fulltrúum frá skóla- og fræðslunefnd, grunnskóla, leikskóla, foreldrafélagi grunnskóla, foreldrafélag tónlistarskólans, foreldrafélagi leikskólans, nemendafélagi grunnskólans, deildarstjóra tónlistarskóla og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þessa tillögu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um skipun starfshóps um endurskoðun skólastefnu Stykkishólmsbæjar og felur bæjarstjóra umboð til að ganga frá skipan í hópinn.

10.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer

Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð.

Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021, í samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna, með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Ábendingar sem bárust voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi vinnslutillögu til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á fundi sínum 3. maí 2021. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðsluna þann 12. maí 2021 og í samræmi við þá afgreiðslu var tillagan auglýst og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí og gefinn 3 vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana. Tillagan var þá jafnframt send til umsagnar eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.

Þegar kynningar- og umsagnartími vinnslutillögu var liðinn var fjallað um þær umsagnir og ábendingar sem bárust og þær afgreiddar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 13. september 2021 og af bæjarstjórn þann 30. september, en umsagnir við auglýsta vinnslutillögu bárust frá Sjávarborg ehf., Hótel Fransiskus, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Sigurbjarti Loftssyni. Tillagan var þá jafnframt afgreidd til athugunar Skipulagsstofnunar fyrir formlega auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við tillöguna, sbr. umsögn dags. 28. október 2021 og var tillagan því var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með 6 vikna athugasemdafresti. Auglýsing var birt á vef Stykkishólmsbæjar, í Skessuhorni og Lögbirtingablaðinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 30. desember 2021. Sjálf tillagan var birt á vef bæjarins og lá frammi til sýnis á bæjarskrifstofu. Tölvupóstur með tillögunni var jafnframt sendur til allra sem gert höfðu athugasemdir. Engar frekari athugasemdir bárust. Ein minniháttar ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og hefur texti verið lagfærður í samræmi við hana (sjá bls.7).

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 256. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð og fól skipulagsfulltrúa að lagfæra tillöguna til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sipulags- og byggingarnefnd hefur þegar lagt til breytingar á reglum Stykkishólmsbæjar um bílastæðafjölda samhliða breytingum á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð og að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.

Til máls tóku:HH,EF,LÁH og GS

Bókun:

Undirrituð samþykkja ekki afgreiðsluna og vísa í bókun okkar frá 402. bæjarstjórnarfundar dags. 30.09.2021.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir

Tekið var fundarhlé.

Bókun:
Bæjarfulltrúar H-listans taka undir með skipulags- og byggingarnefnd sem samþykkti tillöguna samhljóða. Að öðru leyti er vísað til bókunar H-lista vegna stefnu um gististaði á íbúðarsvæðum frá 402. fundi bæjarstjórnar þar sem ítarlega er gerð grein fyrir málinu.


Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Guðmundur Kolbeinn Björnsson
Steinunn I. Magnúsdóttir11.Samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2109008Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram reglur Stykkishólmsbæjar um fjölda bílastæða innan lóða í Stykkishólmi í samræmi við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 þar sem tiltekið er að hafa skuli reglur Stykkishólmsbæjar um bílastæðafjölda, sem eru í gildi á hverjum tíma, til viðmiðunar, séu ekki fyrir hendi deiliskipulagsskilmálar um bílastæði á viðkomandi svæði.

Lögð er fram tillaga að breytingu á reglunum þannig að skýrt sé kveðið á um að eitt bílastæði þurfi við við hvert gistirými/herbergi á íbúðarsvæðum til viðbótar við eitt til tvö bílastæði sem tengjast viðkomandi íbúðarhúsnæði og eru fyrir eigendur

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 254. fundi sínum tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á reglum Stykkishólmsbæjar um bílastæðafjölda.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, að vísa tillögu til frekari vinnu í bæjarráði samhliða vinnu við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022.

Bæjarráð samþykkti tillöguna, á 635. fundi sínum, með áorðnum breytingum, enda er hún í samræmi við nýsamþykkta breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögur á samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Stykkishólmi. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fara í endurskoðun á samþykkt í samvinnu við sviðsstjóra skipulagssviðs og leggja tillögu fyrir bæjarráð.

Til máls tóku:HH og LÁH

12.Sjávarflöt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Jóns Sævars Baldurssonar um leyfi fyrir byggingu bílskúrs við Sjávarflöt 6, sem verður samtengdur núverandi einbýlishúsi. Auk nýs bílskúrs hyggst eigandi einnig breyta núverandi útliti hússins með því að klæða það með báru og breyta jafnframt útliti glugga. Skipulagi innanhúss verður einnig breytt.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í Skipulags- og byggingarnefnd. Á 255. fundi sínum, samþykkti nefndin að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 og Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð staðfesti, á 633. fundi sínum, samþykkt skipulags- og byggingarnefndar að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslagna nr. 123/2010 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana. Bæjarstjórn samþykkti tilögu bæjarráðs.

Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust í kjölfar grenndarkynningar.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnaði, á 256. fundi sínum, umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi með tilvísun í athugasemd sem barst úr grenndarkynningu og varðar skuggavarp á nærliggjandi hús.

Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar, á 635. fundi sínum, og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

13.Silfurgata 3 - Bílastæði

Málsnúmer 2111006Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju, erindi frá Bjargey ehf, varðandi bílastæði við Silfurgötu 3. Á síðasta fundi sínum óskaði skipulags- og byggingarnefnd eftir frekari gögnum varðandi framkvæmdina. Lóðarhafa var tilkynnt um frestun málsins en hóf engu að síður framkvæmdir á lóðinni. Afstöðumynd sýnir eitt stæði en mæling á staðnum reyndist vera um 4 metrar

Skipulags og byggingarnefnd þykir miður að lóðarhafi hafi byrjað framkvæmdir áður en málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd. Nefndin samþykkti, á 256. fundi sínum, að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu fyrir bæjarhlutann sem stefnt er á að hefjist næsta vetur.

Bæjarráð staðfesti, á 635. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og bygginganefndar að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu fyrir bæjarhlutann. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ákvörðunina.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkir tillögu bæjarráðs.

14.Umsókn um stöðuleyfi - Nýrækt 2a

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Eiríkur Helgason sækir um, fyrir hönd Karls Þórs og Nesbrauðs, stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir gám í Nýkækt 2a. Staðsetningin er valin með það fyrir augum að nota gáminn sem geymslu fyrir Nesbrauð og veita jafnframt skjól fyrir útigangshross.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 256. fundi sínum, að veita Eiríki Helgasyni stöðuleyfi fyrir gám til 12 mánaða.

Bæjarráð staðfesti, á 635. fundi sínum, samþykki skipulags- og byggingarnefndar að veita Eiríki Helgasyni stöðuleyfi fyrir gám til 12 mánaða og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta ákvörðun.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH og LÁH

15.Móholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2111011Vakta málsnúmer

Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir 329,6m2 parhúsi við Móholt 14-16. Þar sem að húsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 256. fundi sínum, fyrir sitt leiti byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit. Þar sem að þakkanturinn snýr að hesthúsum, telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga en samkvæmt henni er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit, með rökstuðningi sem fram kemur í bókun nefndarinnar. Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar með þeim rökstuðningi sem fram kemur í bókun nefndarinnar.

16.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf ráðuneytisins vegna bréfs bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, dags. 14. desember, er varðar Breiðarfjarðarferjuna Baldur.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fagnar því að undirbúningur framkvæmda vegna endurbóta á hafnaraðstæðum fyrir nýja ferju, sem fyrirhugað er að hefji siglingar á Breiðafirði, sé hafinn og lýsir ánægju sinni með að verkefnið verði sett í forgang við endurskoðun samgönguáætlunar á þessu ári. Við endurskoðun samgönguáætlunar er afar brýnt að fjármögnun í tengslum við ferjusiglingar um Breiðafjörð verði í forgangi við ráðstöfun fjármuna og að með áætluninni verði lagður sterkur grunnur að fjárfestingu í framtíðarinnviðum annars vegar með nýrri og öflugri ferju sem uppfylli allar nútíma öryggiskröfur og hins vegar með endurbótum á hafnarmannvirkjum. Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til fyrri ályktana og bókana vegna málsins.

17.Sameiningarviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Í desember 2021 samþykktu sveitarstjórnir Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 15. janúar 2022.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 4 bókuðum fundum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, var kjörin formaður nefndarinnar. Samstarfsnefnd átti samráð við íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna við undirbúning og vinnslu álitsins. Álit samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í því samráðsferli.

Sveitarfélögin tvö hafa átt í farsælu samstarfi til áratuga og getur sameining þeirra skapað tækifæri til skilvirkari og markvissari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem aðgengi íbúa að þjónustu verði jafnara með áherslu á aukna þjónustu við dreifbýlið. Þá eru jafnframt tækifæri eru til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar enda eru tækifæri til þess að sameiginlegt sveitarfélag geti betur skapað heildstætt og kröftugt umhverfi á öllu svæðinu fyrir öflugt atvinnulíf og aukna samvinnu. Vísbendingar eru um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingageta betri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, en til viðbótar mun 600 milljóna kr. sérstök sameiningarframlög á næstu árum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skapa aukið svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi. Þá eru jafnframt vísbendingar um að árleg framlög Jöfnunarsjóðs hækki um 5 mkr. á ári í sameinuðu sveitarfélagi.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins. Fulltrúar í nefndina verði kosnir beinni kosningu af íbúum í núverandi Helgafellssveit. Vinnuheiti nefndarinnar er Sveitaráð. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku. Jafnframt leggur samstarfsnefndin til að ný sveitarstjórn leiti leiða til að breytingar á skattheimtu verði ekki mjög íþyngjandi.

Það er álit nefndarinnar að íbúar sveitarfélaganna skuli fá tækifæri til að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Það er jafnframt álit nefndarinnar að sameiningin muni hafa fleiri kosti í för með sér en galla og henni fylgi mörg tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða.

Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. mars 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vísaði málinu, á 406. fundi sínum, til síðari umræðu, sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð vísaði sömuleiðis, á 635. fundi sínum, áliti og bréfi samstarfsnefndar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 26. mars 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að samstarfsnefndinni verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Til máls tóku:HH og LÁH

18.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Minnispunktar bæjarstjóra lagðir fram til kynningar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?