Fara í efni

Skipulags- og bygginganefnd

255. fundur 08. nóvember 2021 kl. 18:15 - 21:15 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Guðlaug Jónína Ágústsdóttir (GÁ) aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Gísli Pálsson varamaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson (SH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) embættismaður
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, sat fundinn undir dagskrárliðum 1, 2, 3, 4 og 12.

1.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2109020Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn staðfesti á 402. fund sínum þann 30. september sl. ákvörðun bæjarráðs og fól bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á umsögn bæjarins.

Umsögn Stykkishólmsbæjar um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á suðvesturlandi var lögð fyrir á 632. fundi bæjarráðs þann 21. október sl. Bæjarráð samþykkti framlagða umsögn bæjarstjóra um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi.


Lagt fram til kynningar.

2.Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2109019Vakta málsnúmer

Lögð er fram til umsagnar tillaga að breytingu á samþykkt um stjérn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á lögum og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum ásamt breytingum á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar.
Einnig er lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið hvetur öll sveitarfélög landsins til að ráðast í slíkar breytingar og aðlaga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð samþykkti á 631. fundi sínum þann 23. september sl. að vísa tillogunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartoöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar á skipulagsnefnd

3.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

4.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, Í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vÍsað til sÍðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

5.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar umferðaröryggisáætlun StykkishÓlmsbæjar 2020-2024 Ásamt umsögnum fastanefnda og breytingartillögu umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

Á 630. fundi bæjarráðs 19. ágúst sl., vísaði bæjarráð umsögnum fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir breytingartillögu umhverfis- og náttúrruverndarnefndar en vill þó benda á að hraðatakmarkandi aðgerðir sem hafa nú þegar hafa verið gerðar, sýni góðan árangur og því sé ekki þörf á að lækka hámarkshraða fyrir utan Frúarstíg og Skólastiíg að Hafnargötu, sem nefndin leggur til að verði breytt í 15 km vistgötur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur einnig til breytingu á umferðaröryggisáætlun sem felur í sér að koma fyrir gangstíg úr timbri meðfram smábátabryggju til móts við Súgandisey í stað gangstéttar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma þeim breytingum á framfæri við VSÓ.

6.Silfurgata 3 - færsla á bílastæði

Málsnúmer 2111006Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Bjargeyjar ehf., f.h. Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur, eiganda Silfurgötu 3, um bílastæði á suðvestur horni lóðarinnar við hlið bílastæða við Silfurgötu 5. Bílastæði á norðvestur horni lóðarinnar var samþykkt á 97. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 14.08.2007.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna þ.m.t. afstöðumynd sem sýnir fyrirhuguð bílastæði. Málinu frestað.

7.Austurgata 7 - Umsókn um útlitsbreytingu vegna nýrrar klæðningar

Málsnúmer 2109021Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna útlitsbreytingar á húsi við Austurgötu 7, Hótel Fransiskus. Útlitsbreytingin felst í skiptingu á klæðningu á turni kapellunnar og efri hæð á suðurhluta byggingarinnar sbr. meðfylgjandi teikningu. Klætt verður með 2mm þykkum PVDF húðuðum álplötum í ljósum lit svipuðum þeim lit sem er á núverandi veggjum hússins.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að um sé að ræða óverulegar breytingar sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar í tengslum við hugsanlegt minjagildi byggingarlistar. Jafnframt telur nefndin að grenndarkynna skuli breytinguna fyrir eigendum Austurgötu 3, 5 og 9, öðrum eigendum Austurgötu 7, og Smiðjustíg 2, 2a, 3 og 4.

8.Sjávarflöt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Jóns Sævars Baldurssonar um leyfi fyrir byggingu bílskúrs við Sjávarflöt 6, sem verður samtengdur núverandi einbýlishúsi. Auk nýs bílskúrs hyggst eigandi einnig breyta núverandi útliti hússins með því að klæða það með báru og breyta jafnframt útliti glugga. Skipulagi innanhúss verður einnig breytt.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 og Sjávarflatar 4, 5, 7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Á 627. fundi sínum 6. maí sl., fól bæjarráð bæjarstjóra að kanna nánar valkosti er varða ný og þegar skipulögð íbúðarhúsahverfi og leggja fyrir bæjarráð tillögu í þeim efnum. Huga skuli se´rstaklega að mögulegri áfangaskiptingu og kostnaðarmati við gatnagerð og fráveitu fyrir Víkurhverfi og hverfi við Vatnsás.

Á 629. fundi sínum 26. júlí sl. samþykkti bæjarráð að hefja vinnu við breytingar skipulagi Víkurhverfis í samræmi við niðurstöður jarðvegssýna og minnisblað frá Verkís. Á 630. fundi bæjarráðs 23. september sl., fól ráðið síðan sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.

Lagt er fram til kynningar minnisblað og kostnaðaráætlun frá Verkís um fráveitu, sem unnið var að beiðni bæjarstjóra. Einnig kynnir skipulagsfulltrúi stöðu í vinnu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga Víkurhverfis. Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um hugmynd sem kviknaði á 631. fundi bæjarráðs 23. september sl. um færslu hverfis við Vatnsás frá þjóðveginum.
Nefndin fagnar áframhaldandi vinnu við fjölgun Íbúðarhúsalóða í Stykkishólmi. Nefndin vill koma því á framfæri að hugað verði sérstaklega að möguleikum til útivistar á jaðri Víkurhverfis.

10.Heildarskipulag Hólmgarðs í Stykkishólmi - framtíðarsýn og uppbygging

Málsnúmer 2110020Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra um Hólmgarðinn í Stykkishólmi og glærukynning bæjarstjóra sem hann kynnti á félagsfundi Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi í samræmi við umfjallanir í fastanefndum bæjarins.
Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að Hólmgarðurinn eigi sér ríka sögu og að hann sé eini lystigarðurinn í bænum. Staðsetning hans í hjarta bæjarins geri hann að einstöku bæjarry´mi - andry´mi fyrir einstaklinga, samkomustað og hátíðarry´mi fyrir bæjarbúa, gesti og gangandi. Að margra mati er garðurinn orðinn heldur lúinn og þarfnast heildarskipulagningar og hönnunar sem tekur tillit til þarfa mismunandi notenda á mismunandi tímum. Í hönnunarferlinu verður unnið með Kvennfélaginu Hringnum og öðrum hagsmunaaðilum að því að skilgreina þarfir og finna lausnir í útfærslu sérstakra garðry´ma, aðstöðu, smábygginga og nauðsynlegra innviða o.fl. Í ferlinu kemur til greina, sé vilji til þess af hálfu Kvenfélagsins, að vinna sérstaklega með Kvenfélaginu að framtíðarsy´n hvað Freyjulund varðar, t.d. ef fyrirhugaðar eru breytingar á notkun húsnæðis eða stækkun þess.

Með vísan til framangreinds og fyrirliggjandi gagna leggur bæjarstjóri til að unnið verði heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi.

Á 403. fundi sínum þann 28. október 2021, staðfesti bæjarstjórn ákvörðun bæjarráðs, um að hefja vinnu við heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjóra að hefjast handa við heildarskipulag Hólmgarðsins.

11.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024 - bryggjustígur

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju.

Lögð eru fram drög að tveimur útfærslum að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Vegagerðarinnar, sem unnið verður samhliða umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar.
Skipulags- og byggingarnefnd líst vel á hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju og vísar þeim til umfjöllunar í Hafnarstjórn.

12.Deiliskipulag miðbæjar austan Aðalgötu

Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu.

Reiturinn afmarkast af Aðalgötu og Víkurgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa við Skúlagötu til austurs. Svæðið er um 1,7 ha að stærð og að mestu fullbyggt. Markmið tillögunnar að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina sem fyrir og einstaka bæjarmynd.

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19. maí sl. með athugasemdafrest til og með 30. júní, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heimi Laxdal Jóhannssyni; Mílu ehf./Svanur Baldursson og Marz Sjávarafurðum/Erlu Björg Guðrúnardóttur; Hjalta Steinþórssyni; Sigurbjarti Loftssyni; og Y´suheiði ehf./Gesti Hólm.

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. júlí s.l. var farið yfir athugasemdirnar og tekin afstaða til þeirra. Málinu var síðan vísað til frekari úrvinnslu. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæinn þar sem að gamla kirkjan er felld út og hún færð innan marka þessarar skipulagstillögu (sbr. uppdrætti, skilmála og greinagerð frá Bæring Bjarnari Jónssyni, arkitekt).

Á 254. fundi 13. september sl. lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með breytingum vegna athugasemda sem bárust á innan athugasemdafrests:

-
Byggingarreitur á lóð merkt Víkurgata 1a er færður til á lóð.
-
Byggingarreitur fyrir bílskúr á lóð Víkurgötu 5 er færður aftar á lóð.
-
Kvaðir verða á lóðum vegna lagnaleiða.
-
Gönguleið upp á Sýslumannshól færist yfir á lóð Aðalgötu 7a, í stað áður á lóð Austurgötu 4a.
-
Lóðin Víkurgata 7 breytist og stækkar og snúningsstæði við götu fellur út.
-
Bætt verði við bílastæði við Aðalgötu 7.

Á 631. fundi bæjarráðs fól ráðið skipulagsfulltrúa að kanna frekar möguleika á minniháttar breytingum vegna athugasemda sem borist höfðu á auglýsingartímanum og vísaði nefndin erindinu til næsta bæjarráðfundar.

Lögð er fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu þar sem gerðar eru eftirfarandi minniháttar breytingar:

-
Byggingarreit við Aðalgötu 5a er snúið og hluti hans sem áður var á lóð Aðalgötu 5 er aflagður.
-
Bílskúrsreitur við Víkurgötu 3 er færðar ofar í lóð.
-
Innkeyrsla að Víkurgötu 5 og Víkurgötu 1a er þrengd og einu bílastæði bætt við á bæjarlandi.
-
Bílskúrsreitur við Víkurgötu 3 er færður örlítið aftar í lóð.
-
Lóðarmörk milli Víkurgötu 3 og 5 eru færð örlítið til.
-
Lóðarmörk milli Austurgötu 6 og Skúlagötu 2 eru færð örlítið til.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillagan sé óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar á nýjan leik, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag miðbæjar austan við Aðalgötu verði samþykkt með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og felur skipulagsfulltrúa að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að svör við efni athugasemda og umsagna verði staðfest.

13.Saunatunna í Móvík

Málsnúmer 2111007Vakta málsnúmer

Anna Sigríður Gunnarsdóttir og Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir óska eftir leyfi fyrir uppsetningu saunatunnu við bráðabirgðaaðstöðu Sjósundfélags Stykkishólms sem liggur í landi Stykkishólmsbæjar við Móvík.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita tímabundið leyfi fyrir saunatunnu við aðstöðu sjósundsfélagsins í Móvík með fyrirvara um athugasemdir byggingarfulltrúa og samþykki bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 21:15.

Getum við bætt efni síðunnar?