Fara í efni

Heildarskipulag Hólmgarðsins í Stykkishólmi - Framtíðarsýn og uppbygging

Málsnúmer 2110020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021

Lögð fram gögn um Hólmgarðinn í Stykkishólmi, minnisblað bæjarstjóra um garðinn og glærukynning bæjarstjóra, sem hann kynnti á félagsfundi Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi s.l. mánudag í samræmi við umfjallanir í fastanefndum bæjarins.

Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að Hólmgarðurinn sé eini lystigarðurinn í bænum en samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu merkir orðið lyst: yndi, ánægju, löngun eða fýsn. Garðurinn á sér ríka sögu og gerir staðsetning hans í miðjum bæ hann að miðpunkti og mikilvægum stað í hjarta bæjarins - hann er bæði andrými fyrir einstaklinga, samkomustaður og hátíðarrými fyrir bæjarbúa, gesti og gangandi. Að margra mati er garðurinn orðinn heldur lúinn og þarfnast heildarskipulagningar/hönnunar sem tekur tillit til þarfa mismunandi notenda á mismunandi tímum. Í hönnunarferlinu verður unnið með Kvennfélaginu Hringnum og öðrum hagsmunaaðilum að því að skilgreina þarfir og finna lausnir í útfærslu sérstakra garðrýma, aðstöðu, smábygginga og nauðsynlegra innviða o.fl. Í ferlinu kemur til greina, sé vilji til þess af hálfu Kvenfélagsins, að vinna sérstaklega með Kvenfélaginu að framtíðarsýn hvað Freyjulund varðar, t.d. ef fyrirhugaðar eru breytingar á notkun húsnæðis eða stækkun þess.

Með vísan til framangreinds og fyrirliggjandi gagna leggur bæjarstjóri til að unnið verði heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að hefja vinnu við heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra.

Bæjarstjórn - 403. fundur - 28.10.2021

Lögð fram gögn um Hólmgarðinn í Stykkishólmi, minnisblað bæjarstjóra um garðinn og glærukynning bæjarstjóra, sem hann kynnti á félagsfundi Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi í samræmi við umfjallanir í fastanefndum bæjarins.

Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að Hólmgarðurinn sé eini lystigarðurinn í bænum en samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu merkir orðið lyst: yndi, ánægju, löngun eða fýsn. Garðurinn á sér ríka sögu og gerir staðsetning hans í miðjum bæ hann að miðpunkti og mikilvægum stað í hjarta bæjarins - hann er bæði andrými fyrir einstaklinga, samkomustaður og hátíðarrými fyrir bæjarbúa, gesti og gangandi. Að margra mati er garðurinn orðinn heldur lúinn og þarfnast heildarskipulagningar/hönnunar sem tekur tillit til þarfa mismunandi notenda á mismunandi tímum. Í hönnunarferlinu verður unnið með Kvennfélaginu Hringnum og öðrum hagsmunaaðilum að því að skilgreina þarfir og finna lausnir í útfærslu sérstakra garðrýma, aðstöðu, smábygginga og nauðsynlegra innviða o.fl. Í ferlinu kemur til greina, sé vilji til þess af hálfu Kvenfélagsins, að vinna sérstaklega með Kvenfélaginu að framtíðarsýn hvað Freyjulund varðar, t.d. ef fyrirhugaðar eru breytingar á notkun húsnæðis eða stækkun þess.

Með vísan til framangreinds og fyrirliggjandi gagna leggur bæjarstjóri til að unnið verði heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra um að hefja vinnu við heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021

Lögð eru fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra um Hólmgarðinn í Stykkishólmi og glærukynning bæjarstjóra sem hann kynnti á félagsfundi Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi í samræmi við umfjallanir í fastanefndum bæjarins.
Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að Hólmgarðurinn eigi sér ríka sögu og að hann sé eini lystigarðurinn í bænum. Staðsetning hans í hjarta bæjarins geri hann að einstöku bæjarry´mi - andry´mi fyrir einstaklinga, samkomustað og hátíðarry´mi fyrir bæjarbúa, gesti og gangandi. Að margra mati er garðurinn orðinn heldur lúinn og þarfnast heildarskipulagningar og hönnunar sem tekur tillit til þarfa mismunandi notenda á mismunandi tímum. Í hönnunarferlinu verður unnið með Kvennfélaginu Hringnum og öðrum hagsmunaaðilum að því að skilgreina þarfir og finna lausnir í útfærslu sérstakra garðry´ma, aðstöðu, smábygginga og nauðsynlegra innviða o.fl. Í ferlinu kemur til greina, sé vilji til þess af hálfu Kvenfélagsins, að vinna sérstaklega með Kvenfélaginu að framtíðarsy´n hvað Freyjulund varðar, t.d. ef fyrirhugaðar eru breytingar á notkun húsnæðis eða stækkun þess.

Með vísan til framangreinds og fyrirliggjandi gagna leggur bæjarstjóri til að unnið verði heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi.

Á 403. fundi sínum þann 28. október 2021, staðfesti bæjarstjórn ákvörðun bæjarráðs, um að hefja vinnu við heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjóra að hefjast handa við heildarskipulag Hólmgarðsins.
Getum við bætt efni síðunnar?