Fara í efni

Bæjarstjórn

403. fundur 28. október 2021 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 632

Málsnúmer 2110004FVakta málsnúmer

Lögð fram 632. fundargerð bæjarráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Safna- og menningarmálanefnd - 115

Málsnúmer 2110003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð safna- og menningarmálanefndar nr. 115.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5

Málsnúmer 2110002FVakta málsnúmer

Lögð fram 5. fundargerð velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa fundargerðar 196. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem fram fór þriðjudaginn 4. október sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Starfsemi náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2110008Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram skýrslur um starfsemi Náttúrustofu Vesturlands 2019 og 2020 auk ársreikninga fyrir sömu ár.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir frá fundum Heilbrigðisnefndar vesturlands nr. 169 og 170 ásamt verklagsreglum um númerslausar bifreiðar og fleira.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram 20. fundargerð stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi ásamt minnisblaði frá vettvangsheimsókn stýrihóps í Stykkishólm þann 01.10.2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfismat tillögu að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið

Málsnúmer 2109020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýrri Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem tekur til starfssvæðis fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Áætlunin er unnin af samstarfsvettvangi sorpsamlaganna á grundvelli samkomulags sem
gert var 15. maí 2009, og á grundvelli samþykktar samstarfsvettvangsins frá 11. maí 2017. Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 631. fundi sínum, að semja drög að umsögn f.h.
Stykkishólmsbæjar.

Bæjarstjórn staðfesti, á 402. fund sínum, ákvörðun bæjarráðs og fól bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á umsögn bæjarins.

Umsögn Stykkishólmsbæjar um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi var lögð fyrir á 632. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkti framlagða umsögn bæjarstjóra um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

9.Menningarstefna Vesturlands 2021-2024

Málsnúmer 2110001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri menningarstefnu Vesturlands fyrir árinn 2021-2024.

Á haustþingi SSV var ákveðið að vísa menningarstefnu Vesturlands til sveitarfélagana á Vesturlandi til samþykktar.

Safna- og menningarmálanefnd tók stefnuna til umfjöllunar á fundi sínum, nr. 115. Nefndin samþykkti stefnuna fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarráð fangaði á 632. fundi sínum fyrirliggjandi vinnu og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja Menningarstefnu Vesturlands.
Bæjarstjórn samþykkir Menningarstefnu Vesturlands.

10.Skipan í ungmennaráð

Málsnúmer 2006058Vakta málsnúmer

Samkvæmt 47. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar er ungmennaráð skipað sjö fulltrúum á aldrinum 14-24 ára og þremur til vara að fengnum tillögum frá nemendafélagi grunnskólans í Stykkishólmi, nemendafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ungmennafélaginu Snæfelli og æskulýðs- og íþróttanefnd, sbr. erindsbréf ungmennaráðs. Lagðar eru fram tilnefningar í ungmennaráð.

Á 632. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að ungmennráð Stykkishólmsbæjar veturinn 2021-2022 verði skipað eftirtöldum:

Æskulýðs- og Íþróttanefnd -
Aðalmaður Emilía Ósk Olsen

FSN
Aðalmaður Heiðrún Edda Pálsdóttir
Aðalmaður Halldóra Margrét Pálsdóttir
Varamaður Ingimar Þrastarson

Snæfell
Aðalmaður Oddfreyr Atlason
Aðalmaður Helga María Elvarsdóttir
Varamaður Bjarni þormar Pálsson

GSS
Aðalmaður Sigurður Mar Magnússson
Aðalmaður Tara Kristín Bergmann
Varamaður Ívar Leo Hauksson
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um skipun í ungmennaráð Stykkishólmsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tilnefningar.

11.Heildarskipulag Hólmgarðsins í Stykkishólmi - Framtíðarsýn og uppbygging

Málsnúmer 2110020Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um Hólmgarðinn í Stykkishólmi, minnisblað bæjarstjóra um garðinn og glærukynning bæjarstjóra, sem hann kynnti á félagsfundi Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi í samræmi við umfjallanir í fastanefndum bæjarins.

Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að Hólmgarðurinn sé eini lystigarðurinn í bænum en samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu merkir orðið lyst: yndi, ánægju, löngun eða fýsn. Garðurinn á sér ríka sögu og gerir staðsetning hans í miðjum bæ hann að miðpunkti og mikilvægum stað í hjarta bæjarins - hann er bæði andrými fyrir einstaklinga, samkomustaður og hátíðarrými fyrir bæjarbúa, gesti og gangandi. Að margra mati er garðurinn orðinn heldur lúinn og þarfnast heildarskipulagningar/hönnunar sem tekur tillit til þarfa mismunandi notenda á mismunandi tímum. Í hönnunarferlinu verður unnið með Kvennfélaginu Hringnum og öðrum hagsmunaaðilum að því að skilgreina þarfir og finna lausnir í útfærslu sérstakra garðrýma, aðstöðu, smábygginga og nauðsynlegra innviða o.fl. Í ferlinu kemur til greina, sé vilji til þess af hálfu Kvenfélagsins, að vinna sérstaklega með Kvenfélaginu að framtíðarsýn hvað Freyjulund varðar, t.d. ef fyrirhugaðar eru breytingar á notkun húsnæðis eða stækkun þess.

Með vísan til framangreinds og fyrirliggjandi gagna leggur bæjarstjóri til að unnið verði heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra um að hefja vinnu við heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

12.Mönnun lögreglunnar á svæðinu

Málsnúmer 2110021Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun 5. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar þar sem nefndin lýsir þungum áhyggjum yfir mönnun löggæslu í sveitarfélaginu með tilliti til erfiðra félagslegra mála t.d heimilsofbeldi þar sem mikilvægt er að bregðast skjótt við. Nefndinni þykir þannig vegið að nærþjónustu samfélagsins.

Bæjarráð tók, á 632. fundi sínum, undir áhyggjur velferðar- og jafnréttismálanefndar og lagði áherslu á að lögreglunni ber að sinna grunnþjónustu samkvæmt 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sem hún getur ekki sinnt sé lögreglumönnum fækkað á svæðinu eða mönnun sé ekki fullnægjandi. Þar ber hæst neyðarútkallsþjónustu og afbrotavarnir. Bæjarráð minnti á fyrirliggjandi markmið lögreglunnar um viðbragðstíma og að tryggja þurfi nærveru lögreglunnar á þeim tíma og stað þar sem þörf er hverju sinni, sér í lagi um helgar. Þá minnti bæjarráð á frumkvæðislöggæslu lögreglunnar í ljósi aukningar ferðamanna að nýju.

Bæjarráð hefur skilning á því ef ekki fást lögreglumenn tímabundið til starfa á meðan að verið sé að auglýsa eftir starfskröftum, en mótmælti harðlega ef til stendur hjá lögreglunni að skerða grunnþjónustu á svæðinu og fer fram á að mönnun og þjónusta lögreglunnar í Stykkishólmi verði ekki skert þannig að lögreglan geti sinnt sinni mikilvægu grunnþjónustu.

Ályktun bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og staðfestir ályktunina.

13.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í Stykkishólmi í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi. Norðurljósahátíðin var haldin síðast árið 2018. Undanfarin ár hefur safna- og menningarmálanefnd tilnefnt aðila í norðurljósanefnda sem annast undirbúning hátíðarinnar. Norðurljósahátíðin verður næst haldin 2022.

Safna- og menningarmálanefnd lagði á til á 115. fundi sínum að Norðurljósahátíðin verði haldin dagana 20.- 23. október 2022. Safna- og menningarmálanefnd leggur jafnframt til að eftirfarandi aðilar sitji í Norðurljósanefnd: Kristjón Daðasaon, Hjördís Pálsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Beata Kowalska og Þórunn Sigþórsdóttir sem starfsmaður.

Bæjarráð lagði, á 632. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu safna- og menningarmálanefndar.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs og þar með safna- og menningarmálanefndar um tímasetningu og starfsnefnd fyrir Norðurljósahátíð 2022.

14.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við þarfagreiningu fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að og hver séu næstu skref samgönguyfirvalda, en sá fundur var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Þá er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur ítrekað lagt áherslu á að þörfin fyrir nýja og stærri Breiðafjarðarferju er mikil og brýn og bent á að núverandi verkefni sé tvíþætt og ber að nálgast það í því ljósi, þ.e. annars vegar er þörf á lausn til skamms tíma (bráðalausn) og hins vegar framtíðarlausn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar telur að bráðalausnin felist í að hefja nú þegar undirbúning að breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Framtíðarlausnin felst í að ríkið fjárfesti í nýrri og öflugri ferju sem gæti nýst í afleysingum fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, byggða á hönnun núverandi Herjólfs, sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum samfélaganna og að sú ferja hefji siglingar um Breiðafjörðinn eins fljótt og verða má, þó eigi síðar en 2025.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar leggur þunga áherslu á að tryggja þurfi nú þegar fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum þannig að Vegagerðin geti hafið vinnu við hönnun og breytingar á hafnamannvirkjum Stykkishólmshafnar, Flateyjarhafnar og Brjánslækjarhafnar í samráði við hafna-, bæja- og sveitastjórnir sveitarfélaganna þannig að hægt sé að taka í notkun nýtt skip til bráðabirgða sem uppfyllir betur þarfir atvinnulífsins um flutningsgetu, kröfur almennings um aðbúnað og aðgengi farþega og bætir öryggi með tveimur vélum á meðan unnið verði að undirbúningi og smíði á nýrri B ferju, sem einnig gæti nýst í afleysingum fyrir Herjólf, líkt og kemur fram í niðurstöðum þarfagreiningar fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna og var kynnt á dögunum.

Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til fyrri ályktana og bókana vegna málsins.

15.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám Stykkishólmsbæjar 2022 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2022-2025 sem samþykkt var á bæjarráðsfundi nr. 631 og bæjarstjórn samþykkti í kjölfar.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, gjaldskrár 2022 fyrir Stykkishólmsbæ og Stykkishólmshöfn og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gjaldskrár hækka um 4,0% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,52%
Fasteignaskattsprósenta verði, (A 0,42%, B 1,32% og C 1,57%)
Lóðarleiguprósenta verði (A 0,97%, C 2,00% og 6% á ræktunarland)
Sorphirðugjöld hækki í 55.900 kr. úr 53.200 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði 0,17% á íbúðahúsnæði og er 0,20% á atvinnuhúsnæði.

Gjaldskrá sorphirðu Stykkishólmsbæjar árið 2022 samþykkt.

Gjaldskrár fráveitu Stykkishólmsbæjar árið 2022 samþykkt.

Gjaldskrá slökkviliðs Stykkishólmsbæjar árið 2022 samþykkt.

Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 í heild sinni samþykkt.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir að vísa gjaldskrám Stykkishólmsbæjar 2022 til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

16.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2022 auk þriggja ára fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2023-2025.

Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, hafði framsögu um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022 og gerði grein fyrir helstu lykiltölum í áætluninni.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

17.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Minnispunktar bæjarstjóra lagðir fram til kynningar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?