Fara í efni

Silfurgata 3 - færsla á bílastæði

Málsnúmer 2111006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021

Lögð er fram umsókn Bjargeyjar ehf., f.h. Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur, eiganda Silfurgötu 3, um bílastæði á suðvestur horni lóðarinnar við hlið bílastæða við Silfurgötu 5. Bílastæði á norðvestur horni lóðarinnar var samþykkt á 97. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 14.08.2007.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna þ.m.t. afstöðumynd sem sýnir fyrirhuguð bílastæði. Málinu frestað.

Skipulags- og bygginganefnd - 256. fundur - 18.01.2022

Tekið er fyrir að nýju, erindi frá Bjargey ehf, varðandi bílastæði við Silfurgötu 3. Á síðasta fundi sínum óskaði skipulags- og byggingarnefnd eftir frekari gögnum varðandi framkvæmdina. Lóðarhafa var tilkynnt um frestun málsins en hóf engu að síður framkvæmdir á lóðinni. Lóðarhafi skilaði inn afstöðumynd sem sýnir eitt stæði, 3,4m x 5 á breidd, en mæling á staðnum reyndist vera um 4 metrar.
Skipulags og byggingarnefnd þykir miður að lóðarhafi hafi byrjað framkvæmdir áður en málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd. Nefndin samþykkir að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu er fyrir bæjarhlutann og stefnt er að hefjist næsta vetur.

Bæjarráð - 635. fundur - 20.01.2022

Tekið er fyrir að nýju, erindi frá Bjargey ehf, varðandi bílastæði við Silfurgötu 3. Á síðasta fundi sínum óskaði skipulags- og byggingarnefnd eftir frekari gögnum varðandi framkvæmdina. Lóðarhafa var tilkynnt um frestun málsins en hóf engu að síður framkvæmdir á lóðinni. Afstöðumynd sýnir eitt stæði en mæling á staðnum reyndist vera um 4 metrar

Skipulags og byggingarnefnd þykir miður að lóðarhafi hafi byrjað framkvæmdir áður en málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd. Nefndin samþykkti, á 256. fundi sínum, að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu fyrir bæjarhlutann sem stefnt er á að hefjist næsta vetur.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun skipulags- og bygginganefndar að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu fyrir bæjarhlutann og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ákvörðunina.

Bæjarstjórn - 407. fundur - 25.01.2022

Tekið er fyrir að nýju, erindi frá Bjargey ehf, varðandi bílastæði við Silfurgötu 3. Á síðasta fundi sínum óskaði skipulags- og byggingarnefnd eftir frekari gögnum varðandi framkvæmdina. Lóðarhafa var tilkynnt um frestun málsins en hóf engu að síður framkvæmdir á lóðinni. Afstöðumynd sýnir eitt stæði en mæling á staðnum reyndist vera um 4 metrar

Skipulags og byggingarnefnd þykir miður að lóðarhafi hafi byrjað framkvæmdir áður en málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd. Nefndin samþykkti, á 256. fundi sínum, að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu fyrir bæjarhlutann sem stefnt er á að hefjist næsta vetur.

Bæjarráð staðfesti, á 635. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og bygginganefndar að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu fyrir bæjarhlutann. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ákvörðunina.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkir tillögu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?