Fara í efni

Kjarasamningar opinberra starfsmanna - Undanþágulisti

Málsnúmer 2111008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

Lögð fram skrá yfir þá sem falla undir undanþágulista 6.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verkfallslista fyrir starfsmenn Stykkishólmsbæjar og b-hluta fyrirtæki bæjarins.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

Lögð fram skrá yfir þá sem falla undir undanþágulista 6.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 634. fundi sínum, að samþykkja verkfallslista fyrir starfsmenn Stykkishólmsbæjar og b-hluta fyrirtæki bæjarins.
Bæjarstjórn samþykkir verkfallslista fyrir starfsmenn Stykkishólmsbæjar og b-hluta fyrirtæki bæjarins.
Getum við bætt efni síðunnar?