Fara í efni

Bæjarstjórn

405. fundur 09. desember 2021 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Ásmundur Sigurjón Guðmundsson aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð - 634

Málsnúmer 2111008FVakta málsnúmer

Lögð fram 634. fundargerð bæjarráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 188

Málsnúmer 2112003FVakta málsnúmer

Lögð fram 188. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Æskulýðs- og íþróttanefnd - 82

Málsnúmer 2112002FVakta málsnúmer

Lögð fram 82. fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Hafnarstjórn - 91

Málsnúmer 2112001FVakta málsnúmer

Lögð fram 91. fundargerð hafnarstjórnar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

5.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9

Málsnúmer 2111007FVakta málsnúmer

Lögð fram 9. fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þrjár síðustu fundargerðir Breiðafjarðarnefndar frá fundum sem fram fóru á síðustu mánuði líðandi árs.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

7.Umhverfisvottun Snæfellsness - Viðurkenning Earth Check í 13. sinn

Málsnúmer 1901046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viðurkenning Earth Check þar sem staðfest er að Snæfellsnes hefur hlotið umhverfisvottun í 13. sinn.
Framlagt til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram fundargerðir 161., 162., 163., 164. og 165. funda stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

9.Reglubundið eftirlit á urðunarstað Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2111023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags 17.11.20 varðandi reglubundið eftirlit á urðunarstað Stykkishólmsbæjar.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára í Stykkishólmi. Hópurinn mætti til fundar á 634. fundi bæjarráðs og gerði grein fyrir vinnu sinni og drögum að tillögum starfshópsins og tók bæjarráð undir megináherslur starfshópsins, með fyrirvara um endanlegar tillögur og skýrslu hópsins.
Lagt fram til kynningar.

11.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um skipun þriggja manna starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi sem mun vinna með nýrri deild skipulags- og umhverfismála að tillögum um gróðursetningar og nýtingar á grænum svæðum í bæjarlandinu og að bæjarstjóra verði falið að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra og fól bæjarstjóra að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð með tillögunni.

Bæjarráð lagði, á 634. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf starfshópsins, með áorðnum breytingum, og skipa eftirtalda í starfshópinn:

Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
Hjörleifur Kr. Hjörleifsson
Ásdís Árnadóttir
Árni Ásgeirsson
Bæjarstjórn samþykkir að felur bæjarstjóra umboð til þess að ganga frá erindisbréfi starfshópsins, á grunni fyrirliggjandi draga að erindisbréfi og greinargerðar, og skipar eftirtalda í starfshópinn:

Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
Hjörleifur Kr. Hjörleifsson
Ásdís Árnadóttir
Árni Ásgeirsson

12.Kjarasamningar opinberra starfsmanna - Undanþágulisti

Málsnúmer 2111008Vakta málsnúmer

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

Lögð fram skrá yfir þá sem falla undir undanþágulista 6.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 634. fundi sínum, að samþykkja verkfallslista fyrir starfsmenn Stykkishólmsbæjar og b-hluta fyrirtæki bæjarins.
Bæjarstjórn samþykkir verkfallslista fyrir starfsmenn Stykkishólmsbæjar og b-hluta fyrirtæki bæjarins.

13.Starfsemi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer

Á 187. fundi skóla- og fræðslunefndar gerði Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, grein fyrir þeirri sérfræðiþjónustu, t.a.m. talmeina- og sálfræðiþjónustu, sem FSSF býður Leikskólanum í Stykkishólmi og Grunnskólanum í Stykkishólmi og það verklag sem snýr að úthlutun tíma þjónustunnar. Þá voru lögð fram fram tölvupóstsamskipti milli stjórnenda leikskólans og forstöðumanns FSSF um málið. Á fundi skóla- og fræðslunefndar svaraði Sveinn Þór Elínbergsson spurningum um skiptingu heimsókna talmeinafræðings og sálfræðings milli sveitarfélaga, en í bókun fundarins koma fram að miðað við nemendafjölda eru heimsóknir þeirra í Stykkishólm tiltölulega fáar.

Bæjarráð vísaði, á 633. fundi sínum, málinu til næsta fundar. Bæjarráð Stykkishólmsbæjar lagði, á 634. fundi sínum, þunga áherslu á að Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga veiti jafna þjónustu með tilliti til nemendafjölda hverju sinni milli skólastofnanna sveitarfélaganna og fagnar því að Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga hafi brugðist við fyrirliggjandi ábendingum stjórnenda Leikskólans í Stykkishólmi með því að fjölga heimsóknardögum í Leikskólann í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs varðandi starfssemi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

14.Deiliskipulag austan Aðalgötu

Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu.

Reiturinn afmarkast af Aðalgötu og Víkurgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa við Skúlagötu til austurs. Svæðið er um 1,7 ha að stærð og að mestu fullbyggt. Markmið tillögunnar að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina sem fyrir er og einstaka bæjarmynd.

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19. maí sl. með athugasemdafrest til og með 30. júní, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heimi Laxdal Jóhannssyni; Mílu ehf./Svanur Baldursson og Marz Sjávarafurðum/Erlu Björg Guðrúnardóttur; Hjalta Steinþórssyni; Sigurbjarti Loftssyni; og Ýsuheiði ehf./Gesti Hólm.

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. júlí s.l. var farið yfir athugasemdirnar og tekin afstaða til þeirra. Málinu var síðan vísað til frekari úrvinnslu. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæinn þar sem að gamla kirkjan er felld út og hún færð innan marka þessarar skipulagstillögu (sbr. uppdrætti, skilmála og greinagerð frá Bæring Bjarnari Jónssyni, arkitekt).

Á 254. fundi 13. september sl. lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með breytingum vegna athugasemda sem bárust á innan athugasemdafrests:

- Byggingarreitur á lóð merkt Víkurgata 1a er færður til á lóð.
- Byggingarreitur fyrir bílskúr á lóð Víkurgötu 5 er færður aftar á lóð.
- Kvaðir verða á lóðum vegna lagnaleiða.
- Gönguleið upp á Sýslumannshól færist yfir á lóð Aðalgötu 7a, í stað áður á lóð Austurgötu 4a.
- Lóðin Víkurgata 7 breytist og stækkar og snúningsstæði við götu fellur út.
- Bætt verði við bílastæði við Aðalgötu 7.

Á 631. fundi bæjarráðs fól ráðið skipulagsfulltrúa að kanna frekar möguleika á minniháttar breytingum vegna athugasemda sem borist höfðu á auglýsingartímanum og vísaði nefndin erindinu til næsta bæjarráðsfundar.

Lögð er fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu þar sem gerðar eru eftirfarandi minniháttar breytingar:

- Byggingarreit við Aðalgötu 5a er snúið og hluti hans sem áður var á lóð Aðalgötu 5 er aflagður.
- Bílskúrsreitur við Víkurgötu 3 er færður ofar í lóð.
- Innkeyrsla að Víkurgötu 5 og Víkurgötu 1a er þrengd og einu bílastæði bætt við á bæjarlandi.
- Bílskúrsreitur við Víkurgötu 5 er færður örlítið aftar í lóð.
- Lóðarmörk milli Víkurgötu 3 og 5 eru færð örlítið til.
- Lóðarmörk milli Austurgötu 6 og Skúlagötu 2 eru færð örlítið til.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillagan sé óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar á nýjan leik, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag miðbæjar austan við Aðalgötu verði samþykkt með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og felur skipulagsfulltrúa að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að svör við efni athugasemda og umsagna verði staðfest.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar. Á 634. fundi bæjarráðs var tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með þeim breytingum að bílastæðum var bætt við Aðalgötu 5a og byggingarreitur færður til vegna þeirra.
Bæjarstjórn telur að tillagan sé óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar á nýjan leik, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag miðbæjar austan við Aðalgötu með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og felur skipulagsfulltrúa að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjórn staðfestir jafnframt fyrirliggjandi svör við efni athugasemda og umsagna.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

15.Kerfisáætlun Landnets 2021-2030

Málsnúmer 2107004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar endurnýjun á Vegamótalínu 1 er einnig lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi þessar framkvæmdir forsendu fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar. Á 634. fundi sínum tók bæjarráð undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefnd varðandi kerfisáætlun Landsnets 2021-2030.

16.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 27. september til 4. október sl. Alls bárust 11 umsóknir sem lagðar eru fram.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til frekari vinnslu á næsta fundi. Á 634. fundi bæjarráðs þakkaði bæjarráð fyrir metnarfull, áhugaverð og spennandi verkefni.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að styrkja eftirtalin verkefni:

Mattías
150.000
Eyrbyggjasögufélagið
100.000
Skotthúfan
100,000
Tónleikar - Vatnasafn
100,000
Guðlaug Jónína Ágústsdóttir
150,000
Þórunn Sigþórsdóttir
150,000

Umsækjendum sem ekki fengu úthlutun að þessu sinni er bent á að auglýst verði eftir styrkumsóknum að nýju í febrúar/mars 2022 í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja eftirtalin verkefni:

Mattías Arnar Þorgrimsson sjöngleikjatónleikar 150.000
Eyrbyggjasögufélagið Eyrbyggjusetur á Skildi 100.000
Skotthúfan Byggðasafn Snæfellinga 100,000
Tónleikar - Vatnasafn: Vatnasafn 100,000
Guðlaug Jónína Ágústsdóttir (Sjósundsfélagið) 150,000
Þórunn Sigþórsdóttir Júlíana hátíð sögu og bóka 150,000

Umsækjendum sem ekki fengu úthlutun að þessu sinni er bent á að auglýst verði eftir styrkumsóknum að nýju í febrúar/mars 2022 í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

17.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Á 9. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir þeirri vinnu sem starfshópu um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi hefur innt af hendi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vænti þess, á 9. fundi sínum, að tillögur starfshópsins muni leiða til eflingu atvinnu á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum og stuðla að nýsköpun í Stykkishólmi og komi til með að nýtast við stækkun atvinnusvæða beggja vegna flugvallarins, sér í lagi í sambandi við uppsetningu á grænum iðngarði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir vinnu í þessu sambandi á næsta ári í fjárhagsáætlun bæjarins.

Bæjarráð samþykkti á 634. fundi sínum tillöguna og vísaði henni til vinnu við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

18.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar sem var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þá er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Einnig er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.

Þar að auki eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskaði eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.

Bæjarráð stafesti afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 634. fundi sínum.
Bæjarstjórn óskar eftir annars vegar upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni, og hins vegar hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst, í samræmi við bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

19.Skógarstrandarvegur - Tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024 og fyrir árin 2020 - 2034

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), sem haldið var í Árbliki Dalabyggð, 29. september 2021, þar sem ályktað var um brýna nauðsyn á áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar og skorað á samgönguyfirvöld að tryggja fjármögnun til vegarins árin 2023 og 2024, ásamt fyrri ályktunum Stykkishólmsbæjar og SSV um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Skógarstrandarvegar og leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld og Alþingi bregðist við áskorun samtakanna um að veita fjármagni til framkvæmda allt fyrsta tímabil núgildandi samgönguáætlunar þannig að fjármagni verði veitt til vegarins árin 2023 og 2024.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd benti, á 9. fundi sínum, á að í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á að þegar dregið verði úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu verði þeir fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða. Því er gerð sú krafa að þeir fjármunir verði meðal annars nýttir til fullfjármögnunar vegarins, þ.m.t. þverun Álftafjarðar líkt og ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kveður á um.

Bæjarráð tók, á 634. fundi sínum, undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og lagði til við bæjarstjórn að taka undir ályktun nefndarinnar.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

20.Samkomulag um samstarf Matís og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2111025Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um samstarfs Stykkishólmsbæjar og Matís sem gera með sér samkomulag um uppbyggingu samstarfs í sveitafélagi Stykkishólms með áherslu á fræðslu, nýsköpun, rannsóknir og atvinnuuppbyggingu innan sveitafélagsins. Báðir aðilar samkomulagsins munu nýta styrkleika sína og innviði viðkomandi aðila eins og kostur er.

Bæjarráð staðfesti, á 634. fundi sínum, samning um samstarf Stykkishólmsbæjar og Matís ohf.
Bæjarstjórn samþykkir samning um samstarf Stykkishólmsbæjar og Matís ohf.

21.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi milli Heilbrigðisráðuneytis og Stykkishólmsbæjar um flutning á þjónustu Dvalarheimilisins í Stykkishólmi til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Bæjarráð samþykkti, á 634. fundi sínum, fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum.

Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram viðbrögð ráðuneytisins, dags. 7. desember 2021, við fyrirliggjandi samningsdrögum og viðbótum Stykkishólmsbæjar.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ná samkomulagi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

22.Framlengin lóðarúthlutunar - Móholt 14-16

Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Ingveldar Eyþórsdóttur um framlengda úthlutun lóðar, Móholt 14-16, á grundvelli formsgalla og skorts á upplýsingagjöf við lóðarúthlutun. Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 633. fundi sínum, að undirbúa afgreiðslu í samræmi við umræður þess fundar og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Á 634. fundi bæjarráðs taldi ráðið að í ljósi þess að svo virðist sem umsækjanda hafi ekki borist tilkynning um úthlutun lóðarinnar, sem markar upphaf frestsins sem kveðið er á um í grein 3.4 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi, sé rétt að veita umsækjanda viðbótar byggingarfrest, þrátt fyrir að áminning hafi verið send umsækjanda með bréfi dags. 10. október 2021. Þá ber einnig til þess að líta að umsækjandi skilaði inn teikningum og tilnefndi byggingarstjóra innan byggingarfrests sem áskilinn er í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun lóða, þó útgefið byggingarleyfi hafi ekki legið fyrir og framkvæmdir hafi ekki verið hafnar í samræmi við grein 3.4 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi.

Lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veittur þriggja mánaða viðbótarfrestur, frá og með 9. desember 2021 að telja, til að fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir í samræmi við grein 3.4. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn tekur undir málsástæður bæjarráðs og samþykkir tillöguna.

23.Sameiningarviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga um formlegar sameiningarviðræður milli Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í framhaldi af óformlegum fundi fulltrúa sveitarfélaganna sem haldinn var í kjölfar samskipta milli oddvita Helgafellssveitar og bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, en fyrir liggur að sveitarstjórn Helgafellssveitar hefur samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður við Stykkishólmsbæ. Í tillögunni felst að íbúar hvors sveitarfélags um sig munu greiða atkvæði um sameininguna vorið 2022.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti að hefja formlegar sameiningarviðræður við Helgafellssveit í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Sveitarstjórn skipar eftirtalda fimm aðalfulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem skal kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga:

Aðalmenn:
- Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
- Lárus Ástmar Hannesson
- Haukur Garðason
- Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
- Jakob Björgvin Jakobsson

Varamenn:
- Gunnlaugur Smárason
- Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
- Erla Friðriksdóttir

Samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu í marsmánuði.

Samstarfsnefndinni er falið að sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem skal standa undir kostnaði við verkefnið, ásamt því að setja fram verkáætlun og tímaramma.


Sameiginleg bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar:
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar lýsir ánægju sinni með að þessi tvö sveitarfélög, sem eiga áratuga sögu um farsælt og gott samstarf, séu að fara að hefja formlegt samtal um sameiningu þeirra á jafnvægisgrundvelli og fela íbúum endanlegt ákvörðunarvald um sameininguna. Bæjarstjórn telur að með þessari vegferð gætu skapast tækifæri til þess að hugsa hlutina upp á nýtt með sameiginlega hagsmuni íbúa beggja sveitarfélaga að leiðarljósi og ráðast jafnvel í breytingar og/eða innviðauppbyggingu sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði íbúa beggja sveitarfélaga til lengri tíma.

Til máls tóku: HH,SIM,JBJ og LÁH

24.Viðauki 3 við Fjárhagsáætlun 2021-2024

Málsnúmer 2111026Vakta málsnúmer

Framlagður viðauki 3 við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2024.

Bæjarráð samþykkti, á 634. fundi sínum, viðauka 3 við Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 við Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2024.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

25.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022 - Síðari umræða

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa gjaldskrám til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti, á 634. fundi sínum, gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fyrir bæjarstjórn eru lagðar fram til síðari umræðu gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, en gjaldskrár hafa verið til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins undanfarnar vikur.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,52% á árinu 2022.

Tillaga samþykkt samhljóða.


Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta, lóðarleigu, holræsagjald og sorphirðugjöld:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,42%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,57%. Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,97%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,00%. Lóðarleiga ræktunarland 6,00%. Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,17%. Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,20%. Sorphirðu - og/eða sorpeyðingargjöld pr. íbúð 55.900 kr.

Gjaldagi fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.


Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem eflur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuhæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slátt árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slátt árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir sorphirðu fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir sorphirðu árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022.

Til máls tóku:HH og JBJ

26.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025 - Síðari umræða

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti, á 634. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í fjárhagsáætluninni.

Greinargerð með fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 síðari umræða.

Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í fjárhagsáætluninni.
Stykkishólmsbær stóð frammi fyrir áskorunum á árunum 2020 og 2021 vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Það kom í ljós að útsvarstekjur og tekjur úr jöfnunarsjóði drógust saman á árinu 2020 vegna COVID-19. Jafnframt urðu umtalsverðar launahækkanir á árunum 2020 og 2021. Til að bregðast við þessu hefur Stykkishólmsbær sýnt mikið aðhald í rekstri stofnanna bæjarins.

Verkefni bæjarstjórnar á árinu 2021 hefur verið að vinna að því að nýta það svigrúm sem til staðar er sem best til þess að minnka sem mest langvinnan skaða vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á efnahagslíf og búskap hins opinbera, fara í vel valdar og arðbærar fjárfestingar og skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu.

Fjárhagsáætlun ársins 2022-2025 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér í september/október sl. og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áherla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 108,9 milljónir króna á árinu 2022 og að áætlað veltufé frá rekstri aukist um 12,3 milljónir króna úr 135,3 milljónum 2021 í 147,6 milljónir árið 2022.

Markmið fjárhagsáætlunar 2022-2025 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þe að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði um 16%, að veltufjárhlutfall nálgist 0,6 sem fyrst, handbært fé verði á bilinu 90-100 millj. í árslok 2022 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána. Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins nemi 512,5 millj. kr., lántaka nemi 660 millj. kr. og afborganir nemi 844,5 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 117,4% strax í lok árs 2022 og 108,4% í árslok 2025.

Í forsendum er gert ráð fyrir 3,3% verðbólgu yfir árið 2022, 2,6% árið 2023 og 2,5% 2024 -2025, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalvextir lána verði um 3,1% á árunum 2022-2025. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár Stykkishólmsbæjar muni almennt hækka um 4% árið 2022, en 3,0% á hverju ári á tímabilinu 2023-2025.

Helstu breytingar á álagningu íbúa eru þær að álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði lækkar hjá Stykkishólmsbæ á árinu 2022 úr 0,43% í 0,42% og lækka álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 1,04% í 0,97% ásamt lækkun á álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verði 0,17% og holræsagjald atvinnuhúsnæðis verði 0,20%. Þannig er komið til móts við íbúa til þess að tryggja að heildarfasteignagjöld hækki ekki óhóflega vegna hækkunar á fasteignamati. Álagningarhlutfall úrsvars verður óbreytt milli ára.

Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 512,5 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2022 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa og í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022 ber hæst hlutdeild Stykkishólmsbæjar við uppbyggingu hjúkrunaarrýma sem mun ljúka á árinu 2022. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum en gert er ráð fyrir 660 milljónum kr. í lántökum á árunum 2022 til 2025. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 147,6 til 251 milljónum veltufé frá rekstri á árun 2022-2025 og handbæru eigin fé Stykkishólmsbæjar, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir með sölu eigna.

Helstu fjárfestingar á árinu 2022 eru:
- Lokið verður við flutning hjúkrunarrýma frá Dvalarheimili Stykkishólms yfir á nýtt Hjúkrunarheimili að Austurgötu 7 og mun Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sjá um reksturinn frá og með 1. júní 2022.
- Hafist verður handa við gatnagerð í Víkurhverfi.
- Byrjað verður á uppbyggingu félagslegra íbúða. Staðsetning er ekki ákveðin, en Víkurhverfi eða við Leyni koma til greina.
- Við flutning hjúkrunarrýma á HVE losnar rými við Skólastíg 14 og verður þá hafist handa við umbreytingar á húsnæðinu. Annars vegar verður um að ræða íbúðir og hins vegar þjónusturými fyrir íbúa Stykkishólms.
- Haldið verður áfram í stígagerð og umhverfisverkefni.
- Lokið verður við fyrsta áfanga í fráveituframkvæmdum í Maðkavík.

Önnur framkvæmdarverkefni 2022
- Lokið verður við byggingu nýrrar deildar við Leikskóla Stykkishólms.
- Sett verður upp gjaldtökutæki fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu.
- Haldið verður áfram að bæta aðstaðu í Íþróttamiðstöðinni
- Sett verður nýtt þak á Tónlistaskólanum.
- Sett verður iðnaðarhurð Flugstöðinni, þannig að hægt sé að nýta sem geymslu og gera endurbætur.
- Öryggismyndavélar verða settar upp: Ráðhúsið, Grunnskóla, Tónlisarskóla og Leikskóla ásamt á hafnarsvæðinu.
- Haldið verður áfram að laga götur og gangstéttir.
-Stykkishólmsbær tók við ljósastaurum af Rarik á árinu 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum löppum og LED lappar settir í staðinn. Þessu verður haldið áfram á árinu 2022. Þetta sparar rekstarkosnað á götulýsingu í Stykkishólmi.
- Haldið verður áfram uppbyggingu á Súgandisey.

Helstu lykiltölur Fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025 eru eftirtaldar:

Fjárhagsáæltun aðalsjóðs Stykkishólmsbæjar A-hluti 2022:
Tekjur alls: 1.584.566.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.452.946.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, neikvæð: 66.676.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 88.410.000 kr.
Afborganir langtímalána: 181.352.000 kr.
Handbært fé í árslok: 89.360.000 kr.

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Stykkishólmsbæjar 2022:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 17.459.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 18.866.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 146.813.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Dvalarheimils: -16.520.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Þjónustuíbúða: -72.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 59.187.000 kr.
Afborganir langtímalána: 21.904.000 kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu Stykkishólmsbæjar A B hluti 2022:
Tekjur alls: 2.018.229.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.685.191.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls:136.380.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 108.872.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 147.597.000 kr.
Afborganir langtímalána: 203.256.000 kr.
Handbært fé í árslok: 90.334.000 kr.


Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu um að framkvæmdir og fjárfestingar verði 175 milljónir á árinu 2022, 160,5 milljónir á árinu 2023, 86 milljónir á árinu 2024 og 91 milljónir á árinu 2025, og að lántökur verði 295 milljónir á árinu 2022 og samtals 365 milljónir á árinu 2023-2025 í samræmi við fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista, fulltrúar O-lista og L-lista sátu hjá.


Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 upp til atkvæða.

Fjárhagsáætlun fyrir 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir 2023-2025 samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista, fulltrúar O-lista og L-lista sátu hjá.

Til máls tóku: HH,JBJ,HG,SIM og LÁH

Tekið var fundarhlé Kl:19:40-20:05


Bókun Okkar Stykkishólms:
Undirrituð eru sammála mörgum þeirra verkefna sem lögð eru til grundvallar fjárhagsáætlun 2022-2025 og telja að æskilegt væri að leysa þau sem fyrst. Í áætluninni er þó að finna nokkur verkefni sem enn á eftir að þarfagreina, útfæra og ræða í bæjarráði og bæjarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Húsnæðismál grunn- og tónlistarskóla skipa ekki stóran sess í fyrirliggjandi áætlun.

Draga má þá ályktun að efling atvinnulífs og stækkun leikskóla mun leiða til fjölgunar barna í grunn- og tónlistarskóla sem nú þegar glíma við aðstöðuskort.

Undirrituð telja brýnt að forgangsraða fjármálum bæjarins þannig að ráð sé gert fyrir því að á næstu árum verði fjármagni veitt í að leysa húsnæðisvanda skólanna. Bætt aðstaða skólanna ætti að vera mál málanna næstu árin. Undirrituð ítreka að ákvörðun um Fjöreggið í Súgandisey ætti að vera tekin á grundvelli íbúakosningar. Enn fremur telja undirrituð að forgangsraða ætti verkefnum í Súgandisey þannig að áhersla sé lögð á stíga og öryggismál áður en fjármagn er nýtt í aðrar framkvæmdir. Á næsta ári er stefnt að því að auka lóðaframboð í Stykkishólmi. Óskað hefur verið eftir samanburði á hagkvæmni við gatnagerð í Víkurhverfi og Vatnsási. Sá samanburður liggur enn ekki fyrir.

Auknar tekjur eru áætlaðar á næstu tveimur árum. Annars vegar á þriðja hundrað milljónir vegna sölu eigna og hins vegar tekjur vegna gatnagerðargjalda. Enn er óljóst hvort eða hvenær af sölu eigna geti orðið auk þess sem óvíst er hvort spá um gatnagerðargjöld rætist. Það þarf að liggja skýrt fyrir frá hvaða framkvæmdum verður fallið skili áætlaðar tekjur sér ekki til bæjarins. Lántökur á næsta ári eru áætlaðar 295 milljón króna. Er það töluverð viðbót við ríflegar lántökur síðustu ára og að því er virðist um 120 milljónir umfram fjárfestingaþörf.

Undirrituð gera ráð fyrir að umfram lántökur séu að mestu ætlaðar til afborgana langtímalána, sem áætlaðar eru 203 milljónir árið 2022. Ekki liggur fyrir hvernig lántökum verður háttað og hvaða áhrif þær hafa á afborganir lána næstu ára. Einnig þurfa að liggja fyrir afskriftir næstu ára miðað við fyrirliggjandi fjárfestingar. Hækkun langtímalána frá upphafi árs 2018 til loka 2022 verður um 350 milljónir króna.

Endurskoðandi bæjarins hefur á undanförnum árum brýnt fyrir bæjarstjórn að tryggja að veltufé frá rekstri standi undir afborgunum lána og helst hluta framkvæmda. Undanfarið hefur fjögurra ára áætlun oftast náð því marki á síðasta ári áætlunarinnar. Á hverju ári hefur þó verið aukið við fjárfestingar næsta árs og markmið um sjálfbæran rekstur fært aftur um eitt ár. Það er einmitt staðan núna. Vonandi ber bæjarstjórn gæfu til þess að fylgja þessum áætlunum eftir.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdótti


Bókun L-lista
Undirritaður tekur að hluta til undir bókun O-lista. Líkt og komið hefur fram í mínu máli undanfarin ár hefur skuldaaukningin verið mikil og tímabært að lækka skuldir. Fjármagnskostnaður 2021 er áætlaður yfir 150 milljónir. Sala eigna er óljós og ekki föst í hendi.

Ég sit því hjá við afgreiðslu áætlunarinnar

Lárus Ástmar Hannesson
Bæjarfulltrúi L-lista


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:

Í fyrirliggjandi áætlun er ekki verið að gangast undir skuldbindingar sem raska forsendum í rekstri og afkomu til lengri tíma.

Stefnt er að því að fara í vel valdar og arðbærar fjárfestingar sem sátt er um meðal allra bæjarfulltrúa og skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu. Ber þar að nefna uppbygginu hjúkrunarheimilisins, opnun á lóðum í Víkurhverfinu, viðbyggingu við Leikskólann og uppbyggingu á Skólastíg 14. Með þessu teljum við okkur vera að vinna í beinu framhaldi að þeim skuldbindingum sem við þegar höfum ákveðið, m.a. af færslu hjúkrunarheimilisins, stækkun leikskólans, vinnu við stígagerð og önnur umhverfisverkefni og því þjónustustigi sem við höfun stefnt að fyrir íbúa bæjarins.

Bæjarfulltrúar H-listans stefna að viðbyggingu við Grunnskólann í Stykkishólmi um leið og svigrúm gefst til þess í rekstri bæjarins, en til þess þarf að skapa svigrúm.

Bæjarfulltrúar H-listans vísa að öðru leyti til fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, greinargerðar bæjarstjóra með henni og samantekt fjárfestingaráætlunar 2022-2025.

H-listinn lýsir vonbrigðum með að verið sé að leika pólitíska leiki varðandi fjárhagsáætlun í aðdraganda kosninga, með því að varpa fram óábyrgum fullyrðinum um fjárfestingar og lántökur á sama tíma og þeir sömu bæjarfulltrúar eru með varnarorð um þá hluti.

Bæjarfulltar H-listans benda á að leitað hefur verið leiða til að vinna að sem víðtækastri sátt allra lista sem kemur m.a. fram í því að áætlunin var samþykkt samhljóða í bæjarráði og að engar tillögur hafi verið lagðar fram, hvorki fyrir bæjarráði eða bæjarstjórn, um breytingar á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Steinunn I. Magnúsdóttir
Ásmundur S. Guðmundsson

27.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?